Söngvarinn hefur misst tugi kílóa en allt hófst þetta þegar hann ákvað að vera maraþonmaður Íslandsbanka fyrir síðasta sumar en söngvarinn tók þátt í 10 km hlaupinu, og stóð sig með prýði.
Nú er komið að Meistaramánuði hjá Valdimar og fer hann heldur betur vel af stað. Drengurinn er kominn með það sem kallast „superlike“ á stefnumóta appinu Tinder. Geri aðrir betur, en Valdimar segir frá þessu á Twitter.
Fyrsti dagur meistaramánaðar og ég súperlækaður á tinder í fyrsta skipti. Tilviljun? Já, alveg pottþétt.
— Valdimar Guðmundsson (@ValdiMumma) February 1, 2017