Ásta Guðrún: Launin mín eru ekki vandamálið heldur fasteignamarkaðurinn Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 19. febrúar 2017 15:50 Ásta Guðrún Helgadóttir, þingflokksformaður Pírata. Vísir/Ernir Ásta Guðrún Helgadóttir, þingflokksformaður Pírata, segir að sér finnist leiðinlegt að umræðan í kjölfar ummæla sinna um eigin getu til húsnæðiskaupa í Silfrinu í hádeginu hafi farið að snúast um hennar eigin fjárhag, í staðinn fyrir vandamálin sem steðja að fasteignamarkaðinum.Var rætt um húsnæðisvanda ungs fólks og lýsti Ásta persónulegri reynslu sinni af fasteignamarkaðinum. „Ég er ekkert að fara að sjá fram á að geta keypt íbúð einhvern tímann á næstunni. Það er frekar ómögulegt að mínu mati,“ sagði Ásta. Miklar umræður spruttu upp í kjölfar þessara ummæla á samskiptamiðlinum Twitter þar sem Dagur Hjartarson, rithöfundur, velti því fyrir sér hvernig á því stæði að þingmaður með 1,5 milljónir króna í laun á mánuði gæti ekki keypt sér íbúð. Ásta svaraði Degi og benti á að hún hefði um síðustu mánaðarmót einungis hafa fengið 800 þúsund krónur útborgaðar. Í samtali við Vísi segir Ásta að sér finnist umræðan hafi misst marks, þar sem hún hafi verið að reyna að vekja athygli á húsnæðisvandanum en ekki eigin fjárhag. „Mér finnst leiðinlegt að umræðan fari að snúast um mín kaup og kjör sem þingmaður frekar en þann raunverulegan vanda sem við búum við.“ „Fasteignaverð hefur hækkað um 70 prósent á undanförnum sex, sjö árum og það er verið að spá 30 prósent hækkun á næstu þremur árum. Við erum bara að sjá fram á það að lítil tveggja herbergha íbúð, sem kostaði kannski fyrir nokkrum árum 20 milljónir er núna komin á 30 milljónir.“ „Þetta náttúrulega bara er allt annað. Þú þarft ennþá að eiga 20 prósent fyrir útborguninni og 20 prósent af 30 milljónum eru fimm milljónir en ekki tvær. Það er ekki hlaupið að því fyrir neinn að redda fimm milljónum bara sísvona.“ „Umræðan snerist um aðgengi ungs fólks að fasteignamarkaðinum, þar sem leiguverð hefur hækkað á sama tíma og fasteignaverð hefur hækkað, sem gerir ungu fólki erfiðara fyrir.“ Ásta segir að hún hafi ekki yfir neinu að kvarta þegar kemur að launum sínum. „Það er leiðinlegt að þetta fari að snúast um þingfarakaupið mitt, það er ekkert sem ég hef áhrif á, það er kjararáð sem ákveður það.“ „Bara þannig að það komi fram að þá finnst mér launin mín mjög fín, það er ekki vandamálið. Vandamálið er bara hvað fasteignamarkaðurinn er búinn að fara út í miklar öfgar á undanförnum misserum.“Ásta Pírati sér ekki fram á að eiga efni á íbúð. Með 1.5 milljónir á mánuði. 18 á ári. Hvað kosta klukkutíminn á Ground Zero? #silfrið— Dagur Hjartarson (@DagurHjartarson) February 19, 2017 @DagurHjartarson Erm, ég er ekki með 1.5 milljónir á mánuði. Síðasati launaseðill sem ég fékk var upp á 800 þúsund útborgað.— Ásta Helgadóttir (@asta_fish) February 19, 2017 Húsnæðismál Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Innlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn Innlent Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Innlent Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent „Vonbrigði“ Innlent Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Innlent Fleiri fréttir „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Sjá meira
Ásta Guðrún Helgadóttir, þingflokksformaður Pírata, segir að sér finnist leiðinlegt að umræðan í kjölfar ummæla sinna um eigin getu til húsnæðiskaupa í Silfrinu í hádeginu hafi farið að snúast um hennar eigin fjárhag, í staðinn fyrir vandamálin sem steðja að fasteignamarkaðinum.Var rætt um húsnæðisvanda ungs fólks og lýsti Ásta persónulegri reynslu sinni af fasteignamarkaðinum. „Ég er ekkert að fara að sjá fram á að geta keypt íbúð einhvern tímann á næstunni. Það er frekar ómögulegt að mínu mati,“ sagði Ásta. Miklar umræður spruttu upp í kjölfar þessara ummæla á samskiptamiðlinum Twitter þar sem Dagur Hjartarson, rithöfundur, velti því fyrir sér hvernig á því stæði að þingmaður með 1,5 milljónir króna í laun á mánuði gæti ekki keypt sér íbúð. Ásta svaraði Degi og benti á að hún hefði um síðustu mánaðarmót einungis hafa fengið 800 þúsund krónur útborgaðar. Í samtali við Vísi segir Ásta að sér finnist umræðan hafi misst marks, þar sem hún hafi verið að reyna að vekja athygli á húsnæðisvandanum en ekki eigin fjárhag. „Mér finnst leiðinlegt að umræðan fari að snúast um mín kaup og kjör sem þingmaður frekar en þann raunverulegan vanda sem við búum við.“ „Fasteignaverð hefur hækkað um 70 prósent á undanförnum sex, sjö árum og það er verið að spá 30 prósent hækkun á næstu þremur árum. Við erum bara að sjá fram á það að lítil tveggja herbergha íbúð, sem kostaði kannski fyrir nokkrum árum 20 milljónir er núna komin á 30 milljónir.“ „Þetta náttúrulega bara er allt annað. Þú þarft ennþá að eiga 20 prósent fyrir útborguninni og 20 prósent af 30 milljónum eru fimm milljónir en ekki tvær. Það er ekki hlaupið að því fyrir neinn að redda fimm milljónum bara sísvona.“ „Umræðan snerist um aðgengi ungs fólks að fasteignamarkaðinum, þar sem leiguverð hefur hækkað á sama tíma og fasteignaverð hefur hækkað, sem gerir ungu fólki erfiðara fyrir.“ Ásta segir að hún hafi ekki yfir neinu að kvarta þegar kemur að launum sínum. „Það er leiðinlegt að þetta fari að snúast um þingfarakaupið mitt, það er ekkert sem ég hef áhrif á, það er kjararáð sem ákveður það.“ „Bara þannig að það komi fram að þá finnst mér launin mín mjög fín, það er ekki vandamálið. Vandamálið er bara hvað fasteignamarkaðurinn er búinn að fara út í miklar öfgar á undanförnum misserum.“Ásta Pírati sér ekki fram á að eiga efni á íbúð. Með 1.5 milljónir á mánuði. 18 á ári. Hvað kosta klukkutíminn á Ground Zero? #silfrið— Dagur Hjartarson (@DagurHjartarson) February 19, 2017 @DagurHjartarson Erm, ég er ekki með 1.5 milljónir á mánuði. Síðasati launaseðill sem ég fékk var upp á 800 þúsund útborgað.— Ásta Helgadóttir (@asta_fish) February 19, 2017
Húsnæðismál Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Innlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn Innlent Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Innlent Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent „Vonbrigði“ Innlent Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Innlent Fleiri fréttir „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Sjá meira