Heiðarleiki Ólafíu kostaði hana víti Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 19. febrúar 2017 08:16 Ólafía Þórunn Kristinsdóttir var hæstánægð með árangur sinn á ISPS Handa-mótinu í Ástralíu en hún hafnaði í 30.-39. sæti á mótinu eftir að hafa spilað á tveimur yfir pari vallarins í nótt. Hún lék hringina fjóra samtals á pari. „Ég er mjög ánægð, sérstaklega eftir að hafa komist í gegnum niðurskurðinn sem var afar tæpt,“ sagði hún í samtali við Vísi í morgun en síðustu tvo keppnisdagana gerði mikill vindur keppendum erfitt fyrir. „Hann var nokkuð sterkur, vindurinn, og óstöðugur. Hann breyttist oft fyrirvaralaust og þá er afar erfitt að reikna út höggin. Mér gekk mjög vel að slá af teig en þegar kom að því að slá inn á flatirnar var það stundum erfitt að reikna út höggin. Maður átti stundum mjög langt pútt eftir,“ sagði Ólafía. Sjá einnig: Ólafía hafnaði í 30. sæti í Ástralíu Eftir að hafa parað fyrstu þrjár holurnar kom ekki annað par fyrr en á tólftu holu. Þess á milli fékk hún þrjá fugla, þrjá skolla og einn skramba. Skrambinn kom á sjöundu holu sem er par þrjú. Hún lenti í sandgryfju og þar fékk hún dæmt á sig víti. „Bönkerinn var illa rakaður sem er afar óvenjulegt. Það var smá ójafna sem ég tók ekki eftir og og snerti ég sandinn í aftursveiflunni. Það má ekki,“ útskýrði hún. Sjá einnig: Ólafía fékk tæpa milljón í sinn hlut „En það sá þetta enginn nema ég. Ég gekk því upp að dómaranum og sagði frá þessu. Ég spilaði holuna á pari en heiðarleikinn kostaði mig tvö högg. En það var miklu betra að gera þetta svona enda er ég ekki þannig manneskja sem getur bara haldið áfram. Það hefði allt farið í rugl hjá mér.“ „Ég náði að koma sterk til baka og fékk fugla á næstu tveimur holum á eftir. Ég náði því að bæta fyrir þetta.“ Næstu tvö mót á LPGA-mótaröðinni fara fram í Asíu en Ólafía Þórunn fær ekki keppnisrétt á þeim. Næsta mót hennar verður í Phoenix í Bandaríkjunum um miðjan næsta mánuð. Golf Tengdar fréttir Ólafía söng og dansaði eftir hringinn | Myndband Gleðin var svo sannarlega við völd hjá okkar konu, Ólafíu Þórunni Kristinsdóttur, eftir að hún komst í gegnum niðurskurðinn á ISPS Handa-mótinu á LPGA-mótaröðinni í morgun. 17. febrúar 2017 09:00 Aðeins þrjár spiluðu betur en Ólafía í nótt Frábær spilamennska Ólafíu Þórunnar skilaði hennar upp í 23. sæti í Ástralíu. 18. febrúar 2017 10:05 Sjáið höggið magnaða sem tryggði Ólafíu Þórunni áfram í nótt | Myndband Ólafía Þórunn Kristinsdóttir komst áfram með ævintýralegum hætti í gegnum niðurskurðinn á á ISPS Handa mótinu í Ástralíu í nótt. 17. febrúar 2017 10:45 Ólafía fékk tæpa milljón í sinn hlut Er komin með 1,3 milljón króna eftir fyrstu tvö mótin sín á LPGA-mótaröðinni. 19. febrúar 2017 07:41 Ólafía hafnaði í 30. sæti í Ástralíu Lék á tveimur höggum yfir pari á lokahringnum og endaði á pari. 19. febrúar 2017 07:08 Mest lesið Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Fótbolti Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Handbolti Gjöf frá mömmu vatt rækilega upp á sig Sport Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Enski boltinn „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Handbolti Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Enski boltinn Arne Slot: „Þetta er síðasta spurningin sem ég átti von á“ Enski boltinn Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Körfubolti „Ég er ekki Schmeichel í dulargervi“ Enski boltinn Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Körfubolti Fleiri fréttir Gunnlaugur Árni í níunda sæti á heimslista Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Íslenski Tígurinn vann æsispennandi mót í Mississippi Uppfyllti óskina og fékk soninn í fangið á átjándu Rory McIlroy vill verða fyrirliði Ryder-liðs Evrópu Tiger Woods í enn eina bakaðgerðina Segir að stuðningsmenn Bandaríkjanna hafi farið yfir strikið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Sjá meira
Ólafía Þórunn Kristinsdóttir var hæstánægð með árangur sinn á ISPS Handa-mótinu í Ástralíu en hún hafnaði í 30.-39. sæti á mótinu eftir að hafa spilað á tveimur yfir pari vallarins í nótt. Hún lék hringina fjóra samtals á pari. „Ég er mjög ánægð, sérstaklega eftir að hafa komist í gegnum niðurskurðinn sem var afar tæpt,“ sagði hún í samtali við Vísi í morgun en síðustu tvo keppnisdagana gerði mikill vindur keppendum erfitt fyrir. „Hann var nokkuð sterkur, vindurinn, og óstöðugur. Hann breyttist oft fyrirvaralaust og þá er afar erfitt að reikna út höggin. Mér gekk mjög vel að slá af teig en þegar kom að því að slá inn á flatirnar var það stundum erfitt að reikna út höggin. Maður átti stundum mjög langt pútt eftir,“ sagði Ólafía. Sjá einnig: Ólafía hafnaði í 30. sæti í Ástralíu Eftir að hafa parað fyrstu þrjár holurnar kom ekki annað par fyrr en á tólftu holu. Þess á milli fékk hún þrjá fugla, þrjá skolla og einn skramba. Skrambinn kom á sjöundu holu sem er par þrjú. Hún lenti í sandgryfju og þar fékk hún dæmt á sig víti. „Bönkerinn var illa rakaður sem er afar óvenjulegt. Það var smá ójafna sem ég tók ekki eftir og og snerti ég sandinn í aftursveiflunni. Það má ekki,“ útskýrði hún. Sjá einnig: Ólafía fékk tæpa milljón í sinn hlut „En það sá þetta enginn nema ég. Ég gekk því upp að dómaranum og sagði frá þessu. Ég spilaði holuna á pari en heiðarleikinn kostaði mig tvö högg. En það var miklu betra að gera þetta svona enda er ég ekki þannig manneskja sem getur bara haldið áfram. Það hefði allt farið í rugl hjá mér.“ „Ég náði að koma sterk til baka og fékk fugla á næstu tveimur holum á eftir. Ég náði því að bæta fyrir þetta.“ Næstu tvö mót á LPGA-mótaröðinni fara fram í Asíu en Ólafía Þórunn fær ekki keppnisrétt á þeim. Næsta mót hennar verður í Phoenix í Bandaríkjunum um miðjan næsta mánuð.
Golf Tengdar fréttir Ólafía söng og dansaði eftir hringinn | Myndband Gleðin var svo sannarlega við völd hjá okkar konu, Ólafíu Þórunni Kristinsdóttur, eftir að hún komst í gegnum niðurskurðinn á ISPS Handa-mótinu á LPGA-mótaröðinni í morgun. 17. febrúar 2017 09:00 Aðeins þrjár spiluðu betur en Ólafía í nótt Frábær spilamennska Ólafíu Þórunnar skilaði hennar upp í 23. sæti í Ástralíu. 18. febrúar 2017 10:05 Sjáið höggið magnaða sem tryggði Ólafíu Þórunni áfram í nótt | Myndband Ólafía Þórunn Kristinsdóttir komst áfram með ævintýralegum hætti í gegnum niðurskurðinn á á ISPS Handa mótinu í Ástralíu í nótt. 17. febrúar 2017 10:45 Ólafía fékk tæpa milljón í sinn hlut Er komin með 1,3 milljón króna eftir fyrstu tvö mótin sín á LPGA-mótaröðinni. 19. febrúar 2017 07:41 Ólafía hafnaði í 30. sæti í Ástralíu Lék á tveimur höggum yfir pari á lokahringnum og endaði á pari. 19. febrúar 2017 07:08 Mest lesið Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Fótbolti Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Handbolti Gjöf frá mömmu vatt rækilega upp á sig Sport Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Enski boltinn „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Handbolti Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Enski boltinn Arne Slot: „Þetta er síðasta spurningin sem ég átti von á“ Enski boltinn Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Körfubolti „Ég er ekki Schmeichel í dulargervi“ Enski boltinn Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Körfubolti Fleiri fréttir Gunnlaugur Árni í níunda sæti á heimslista Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Íslenski Tígurinn vann æsispennandi mót í Mississippi Uppfyllti óskina og fékk soninn í fangið á átjándu Rory McIlroy vill verða fyrirliði Ryder-liðs Evrópu Tiger Woods í enn eina bakaðgerðina Segir að stuðningsmenn Bandaríkjanna hafi farið yfir strikið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Sjá meira
Ólafía söng og dansaði eftir hringinn | Myndband Gleðin var svo sannarlega við völd hjá okkar konu, Ólafíu Þórunni Kristinsdóttur, eftir að hún komst í gegnum niðurskurðinn á ISPS Handa-mótinu á LPGA-mótaröðinni í morgun. 17. febrúar 2017 09:00
Aðeins þrjár spiluðu betur en Ólafía í nótt Frábær spilamennska Ólafíu Þórunnar skilaði hennar upp í 23. sæti í Ástralíu. 18. febrúar 2017 10:05
Sjáið höggið magnaða sem tryggði Ólafíu Þórunni áfram í nótt | Myndband Ólafía Þórunn Kristinsdóttir komst áfram með ævintýralegum hætti í gegnum niðurskurðinn á á ISPS Handa mótinu í Ástralíu í nótt. 17. febrúar 2017 10:45
Ólafía fékk tæpa milljón í sinn hlut Er komin með 1,3 milljón króna eftir fyrstu tvö mótin sín á LPGA-mótaröðinni. 19. febrúar 2017 07:41
Ólafía hafnaði í 30. sæti í Ástralíu Lék á tveimur höggum yfir pari á lokahringnum og endaði á pari. 19. febrúar 2017 07:08