Ólafía fékk tæpa milljón í sinn hlut Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 19. febrúar 2017 07:41 Ólafía Þórunn Kristinsdóttir hefur byrjað tímabilið í LPGA af krafti. Vísir/Getty Óhætt er að segja að Ólafía Þórunn Kristinsdóttir fari vel af stað á LPGA-mótaröðinni í golfi en hún hafnaði í 30.-39. sæti á ISPS Handa-mótinu í Ástralíu í nótt. Árangurinn færir henni 9005 Bandaríkjadollara í aðra hönd eða um 995 þúsund króna. Fyrir árangur hennar á Bahamaeyjum fékk hún um 300 þúsund krónur og er hún því komin um 1,3 milljónir króna í verðlaunafé á tímabilinu. Sjá einnig: Ólafía hafnaði í 30. sæti í Ástralíu Staða hennar á peningalista mótaraðarinnar ræður því hvort hún fái áframhaldandi þátttökurétt sem og hvort hún komist inn á enn fleiri mót en í fyrstu mátti áætla. Með þessu áframhaldi verður hún fljót að klífa upp peningalistann og þar með styrkja stöðu sína á mótaröðinni enn frekar. Ólafía fékk tvö stig á CME-stigaröðinni svokölluðu fyrir árangurinn á fyrsta móti ársins, á Bahamaeyjum í síðasta mánuði. Hún fékk 43 stig fyrir árangurinn um helgina og er nú 51.-53. sæti stigalistans. Alls var 1,3 milljón dollara, jafnvirði 143 milljóna króna, til skiptanna á mótinu í Ástralíu en sigurvegarinn, Ha Na Jang frá Suður-Kóreu, fékk 21,5 milljónir króna í sinn hlut. Golf Tengdar fréttir Ólafía hafnaði í 30. sæti í Ástralíu Lék á tveimur höggum yfir pari á lokahringnum og endaði á pari. 19. febrúar 2017 07:08 Mest lesið Slapp við annað gula spjaldið og var hetja Tottenahm stuttu síðar Enski boltinn Van Dijk: Átti augljóslega að vera hans annað gula spjald Enski boltinn Gæti mætt mömmu sinni á EM Sport Stalst í síma liðsfélaga og tók sjötíu sjálfur Körfubolti „Ég mun vera með þetta út ferilinn minn, bara fyrir þig“ Körfubolti „Vonandi eitthvað til að byggja á í Evrópuleiknum“ Handbolti Breska frjálsíþróttasambandið ákært fyrir manndráp Sport „Vonandi náum við að stækka hópinn og gera magnaða hluti í vor” Körfubolti Uppgjör og viðtöl: Þór Ak.-Keflavík 109-87 | Þórskonur áfram í stuði á heimavelli Körfubolti Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt Íslenski boltinn Fleiri fréttir Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira
Óhætt er að segja að Ólafía Þórunn Kristinsdóttir fari vel af stað á LPGA-mótaröðinni í golfi en hún hafnaði í 30.-39. sæti á ISPS Handa-mótinu í Ástralíu í nótt. Árangurinn færir henni 9005 Bandaríkjadollara í aðra hönd eða um 995 þúsund króna. Fyrir árangur hennar á Bahamaeyjum fékk hún um 300 þúsund krónur og er hún því komin um 1,3 milljónir króna í verðlaunafé á tímabilinu. Sjá einnig: Ólafía hafnaði í 30. sæti í Ástralíu Staða hennar á peningalista mótaraðarinnar ræður því hvort hún fái áframhaldandi þátttökurétt sem og hvort hún komist inn á enn fleiri mót en í fyrstu mátti áætla. Með þessu áframhaldi verður hún fljót að klífa upp peningalistann og þar með styrkja stöðu sína á mótaröðinni enn frekar. Ólafía fékk tvö stig á CME-stigaröðinni svokölluðu fyrir árangurinn á fyrsta móti ársins, á Bahamaeyjum í síðasta mánuði. Hún fékk 43 stig fyrir árangurinn um helgina og er nú 51.-53. sæti stigalistans. Alls var 1,3 milljón dollara, jafnvirði 143 milljóna króna, til skiptanna á mótinu í Ástralíu en sigurvegarinn, Ha Na Jang frá Suður-Kóreu, fékk 21,5 milljónir króna í sinn hlut.
Golf Tengdar fréttir Ólafía hafnaði í 30. sæti í Ástralíu Lék á tveimur höggum yfir pari á lokahringnum og endaði á pari. 19. febrúar 2017 07:08 Mest lesið Slapp við annað gula spjaldið og var hetja Tottenahm stuttu síðar Enski boltinn Van Dijk: Átti augljóslega að vera hans annað gula spjald Enski boltinn Gæti mætt mömmu sinni á EM Sport Stalst í síma liðsfélaga og tók sjötíu sjálfur Körfubolti „Ég mun vera með þetta út ferilinn minn, bara fyrir þig“ Körfubolti „Vonandi eitthvað til að byggja á í Evrópuleiknum“ Handbolti Breska frjálsíþróttasambandið ákært fyrir manndráp Sport „Vonandi náum við að stækka hópinn og gera magnaða hluti í vor” Körfubolti Uppgjör og viðtöl: Þór Ak.-Keflavík 109-87 | Þórskonur áfram í stuði á heimavelli Körfubolti Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt Íslenski boltinn Fleiri fréttir Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira
Ólafía hafnaði í 30. sæti í Ástralíu Lék á tveimur höggum yfir pari á lokahringnum og endaði á pari. 19. febrúar 2017 07:08