„Þetta er bara alveg stórkostlegt“ Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 18. febrúar 2017 12:49 Gleði og þakklæti efst í huga, segir sjávarútvegsráðherra. vísir/vilhelm Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir sjávarútvegsráðherra segir gleði og þakklæti efst í huga nú eftir að samkomulag hefur náðst í sjómannadeilunni. Viðsemjendur hafi staðið undir því trausti sem til þeirra hafi verið gert. „Gleði og þakklæti. Það eru svona fyrstu viðbrögðin. Mér finnst útgerðarmenn og sjómenn, báðir deilendur, hafa sýnt það að þeir hafa risið svo sannarlega undir þessu trausti. Við erum búin að ná samkomulagi í þessari grundvallaratvinnugrein þjóðarinnar og það er alveg ótrúlega dýrmætt upp á framtíðina að gera,“ segir Þorgerður í samtali við fréttastofu. Þorgerður segir mikilvægt að samningar skyldu hafa tekist án aðkomu ríkisins. „Það er mjög mikilvægt. Þetta eru skýr skilaboð til annarra erfiðra kjaradeilna sem fram undan eru. Það eru líka mikilvæg skilaboð fyrir greinina. Hún er ekki ríkisstyrkt, hefur ekki verið það, og eitt af því sem gerir sjávarútveginn okkar svona glæsilegan eins og raun ber vitni. Honum er vel stýrt. Þetta er öflug grein sem við höfum enn frekari sóknarfæri í og þessi samningur, þetta er bara alveg stórkostlegt,“ segir hún. Deiluaðilar komust að samkomulagi seint í nótt en það hafði fyrst og fremst steytt á þeirri kröfu sjómanna að fá skattfrjálsa fæðispeninga. Niðurstaðan varð sú að sjómenn fá endurgjaldslaust fæði en samningurinn verður kynntur sjómönnum síðar í dag. Þá verða greidd atkvæði um samninginn í kvöld og á niðurstaða úr atkvæðagreiðslu að liggja fyrir annað kvöld. Sjómenn hafa verið í verkfalli í tíu vikur, sem gerir það að lengsta verkfalli sögunnar. Kjaramál Verkfall 2016 Tengdar fréttir Verkföll sjómanna nær undantekningarlaust stöðvuð með lagasetningu Aðeins einu sinni hafa sjómenn og útvegsmenn samið sín á milli án inngripa stjórnvalda síðustu tvo áratugi. 17. febrúar 2017 15:09 „Þetta er búið að taka á“ Samninganefndir sjómanna og útvegsmanna komust að samkomulagi í nótt. 18. febrúar 2017 11:56 Sjómannadeilan leyst Sjómenn og útgerðarmenn skrifa undir nýjan kjarasamning. 18. febrúar 2017 02:15 Mest lesið Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Fleiri fréttir Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Sjá meira
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir sjávarútvegsráðherra segir gleði og þakklæti efst í huga nú eftir að samkomulag hefur náðst í sjómannadeilunni. Viðsemjendur hafi staðið undir því trausti sem til þeirra hafi verið gert. „Gleði og þakklæti. Það eru svona fyrstu viðbrögðin. Mér finnst útgerðarmenn og sjómenn, báðir deilendur, hafa sýnt það að þeir hafa risið svo sannarlega undir þessu trausti. Við erum búin að ná samkomulagi í þessari grundvallaratvinnugrein þjóðarinnar og það er alveg ótrúlega dýrmætt upp á framtíðina að gera,“ segir Þorgerður í samtali við fréttastofu. Þorgerður segir mikilvægt að samningar skyldu hafa tekist án aðkomu ríkisins. „Það er mjög mikilvægt. Þetta eru skýr skilaboð til annarra erfiðra kjaradeilna sem fram undan eru. Það eru líka mikilvæg skilaboð fyrir greinina. Hún er ekki ríkisstyrkt, hefur ekki verið það, og eitt af því sem gerir sjávarútveginn okkar svona glæsilegan eins og raun ber vitni. Honum er vel stýrt. Þetta er öflug grein sem við höfum enn frekari sóknarfæri í og þessi samningur, þetta er bara alveg stórkostlegt,“ segir hún. Deiluaðilar komust að samkomulagi seint í nótt en það hafði fyrst og fremst steytt á þeirri kröfu sjómanna að fá skattfrjálsa fæðispeninga. Niðurstaðan varð sú að sjómenn fá endurgjaldslaust fæði en samningurinn verður kynntur sjómönnum síðar í dag. Þá verða greidd atkvæði um samninginn í kvöld og á niðurstaða úr atkvæðagreiðslu að liggja fyrir annað kvöld. Sjómenn hafa verið í verkfalli í tíu vikur, sem gerir það að lengsta verkfalli sögunnar.
Kjaramál Verkfall 2016 Tengdar fréttir Verkföll sjómanna nær undantekningarlaust stöðvuð með lagasetningu Aðeins einu sinni hafa sjómenn og útvegsmenn samið sín á milli án inngripa stjórnvalda síðustu tvo áratugi. 17. febrúar 2017 15:09 „Þetta er búið að taka á“ Samninganefndir sjómanna og útvegsmanna komust að samkomulagi í nótt. 18. febrúar 2017 11:56 Sjómannadeilan leyst Sjómenn og útgerðarmenn skrifa undir nýjan kjarasamning. 18. febrúar 2017 02:15 Mest lesið Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Fleiri fréttir Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Sjá meira
Verkföll sjómanna nær undantekningarlaust stöðvuð með lagasetningu Aðeins einu sinni hafa sjómenn og útvegsmenn samið sín á milli án inngripa stjórnvalda síðustu tvo áratugi. 17. febrúar 2017 15:09
„Þetta er búið að taka á“ Samninganefndir sjómanna og útvegsmanna komust að samkomulagi í nótt. 18. febrúar 2017 11:56