Gullplata til Kaleo sem heldur áfram að slá í gegn Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 16. febrúar 2017 12:29 Söngvarinn Jökull Júlíusson eða JJ Julius Son eins og hann er þekktur í Bandaríkjunum. Kaleo Íslenska hljómsveitin Kaleo hefur selt yfir 500 þúsund eintök af laginu Way Down We Go. Fékk sveitin gullplötu af því tilefni á dögunm. Aeronaut Studeios sá um upptöku lagsins en í forsvari þar er Arnar Guðjónsson, af mörgum þekktur sem söngvari Leaves. Um er að ræða fyrstu gullplötu sveitarinnar í Bandaríkjunum en Kaleo fékk gullplötu í Kanada síðastliðið sumar fyrir plötuna A/B. Óhætt er að segja að sveitin sé að slá í gegn vestan hafs en Way Down We Go er meðal annars spilað í stiklu fyrir síðustu Wolverine myndina, Logan.Að neðan má sjá liðsmenn Kaleo með gullplötuna í Kanada í fyrra. Í desember var Kaleo valin besta nýja rokkhljómsveitin á árslista Billoard en Way Down We Go var þriðja vinsælasta lag ársins á listanum „Alternative Songs“ hjá Billboard. Í umfjöllun Billboard kom fram að enginn nýliði hefði staðið sig jafnvel frá því að Gotye kom laginu Sombody That I Used To Know efst á sama lista árið 2012. Kaleo hefur komið fram í öllum helstu spjallþáttum Bandaríkjanna undanfarin ár og slógu í gegn hjá Jimmy Kimmel í september þar sem leikarinn og Óskarverðlaunahafinn Tom Hanks var á meðal gesta. Flutti sveitin Way Down We Go og No Good við það tilefni.Að neðan má sjá Kaleo flytja No Good hjá Jimmy Kimmel. Þá var hljómsveitin hlutskörp á Hlustendaverðlaununum á dögunum þegar Kaleo var valinn flytjandi ársins og myndbandið við Save Yourself var valið myndband ársins.Myndbandið má sjá hér að neðan.Kaleo er á leið í tónleikaferðalag en ferðalagið hefst í Columbus Ohio þann 23. febrúar. Á flestum tónleikunum spilar Kaleo með bandarísku sveitinni The Lumineers.Ho Hey er líklega frægasta lag The Lumineers sem er frá Denver í Colorado ríki. Kaleo verður á ferð og flugi um Texas, Flórída, Georgíu og fleiri ríki Bandaríkjanna fram í miðjan mars þegar sveitin heldur til Kanada. Þar heldur sveitin ferna tónleika áður en sveitin heldur áfram ferð sinni um Bandaríkin.Sveitin verður fyrirferðamikil á tónlistarhátíðum á árinu en Kaleo spilar meðal annars á Coachella í Kaliforníu í apríl, Rock Werchter í Belgíu júní og Lollapalooza París í frönsku höfuðborginni í júlí sem markar endinn á sex mánaða ferðalagi strákanna, að minnsta kosti eins og staðan er núna. Tónlist Tengdar fréttir Kaleo munu spila á Coachella Meðal þeirra sem koma einnig fram eru Beyoncé, Kendrick Lamar og Radiohead. 3. janúar 2017 23:50 Jökull í Kaleo um EA Games: „Ekki eins mikill peningur í boði og margir halda“ Fjögur íslensk bönd hafa átt lög í tölvuleikjum EA Games en Jökull í Kaleo segir kynningargildið vega þyngra en peninga. 21. september 2016 16:41 Kaleo með lag í nýjustu stiklu Wolverine Logan er nýjasta myndin um teiknimyndasögupersónuna Wolverine en Hugh Jackman, Boyd Holbrook og Doris Morgado fara með aðalhlutverkin í kvikmyndinni. 19. janúar 2017 14:54 Stórbrotið myndband frá Kaleo sem tekið var upp í Fjallsárlóni við Vatnajökul Hljómsveitin Kaleo sendi á dögunum frá sér nýtt myndband við lagið Save Yourself og er það allt tekið upp hér á landi, nánar tiltekið við Fjallsárlón við Vatnajökul. 5. október 2016 16:00 Mest lesið Sambandslaus Hamlet Gagnrýni „Hann var bara draumur“ Lífið Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Lífið Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Lífið „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Lífið Árbæjarskóli og Fellaskóli áfram í úrslit í Skrekk Lífið Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Lífið Urðað yfir nýja þætti Kim: Núll stjörnu glæpur gegn sjónvarpi Bíó og sjónvarp Tjáir sig í fyrsta sinn um bróður sinn Lífið Hætt að nota föt til að fela sig Tíska og hönnun Fleiri fréttir Ekkert rapplag á topp 40 í fyrsta sinn í 35 ár „Lélegur í að fela hvernig mér líður og bera harm minn í hljóði“ Breytti um nafn eftir djúpa ástarsorg Spila jólalög allan sólarhringinn fram að jólum Gervigreindarsvikarar reyna að hagnast á íslenskum stjörnum Katrín Odds og Þorgerður ástfangnar á frumsýningu Englar Birnis frumsýndir og heimildarmynd á leiðinni Sleppti tökunum á ástarsorgarplötu aldarinnar Lofar hlustendum jákvæðri og skemmtilegri stemmingu Þetta eru bestu lög 21. aldarinnar „Þetta er ömurleg fjárhagsleg ákvörðun“ Borgarstjóri og bombur í brjálaðri GusGus-gleði Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Íslenskar stjörnur heiðra Bítlana Frumsýning á Vísi: Iceguys trylla þjóðina enn og aftur í nýju myndbandi Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Sjá meira
Íslenska hljómsveitin Kaleo hefur selt yfir 500 þúsund eintök af laginu Way Down We Go. Fékk sveitin gullplötu af því tilefni á dögunm. Aeronaut Studeios sá um upptöku lagsins en í forsvari þar er Arnar Guðjónsson, af mörgum þekktur sem söngvari Leaves. Um er að ræða fyrstu gullplötu sveitarinnar í Bandaríkjunum en Kaleo fékk gullplötu í Kanada síðastliðið sumar fyrir plötuna A/B. Óhætt er að segja að sveitin sé að slá í gegn vestan hafs en Way Down We Go er meðal annars spilað í stiklu fyrir síðustu Wolverine myndina, Logan.Að neðan má sjá liðsmenn Kaleo með gullplötuna í Kanada í fyrra. Í desember var Kaleo valin besta nýja rokkhljómsveitin á árslista Billoard en Way Down We Go var þriðja vinsælasta lag ársins á listanum „Alternative Songs“ hjá Billboard. Í umfjöllun Billboard kom fram að enginn nýliði hefði staðið sig jafnvel frá því að Gotye kom laginu Sombody That I Used To Know efst á sama lista árið 2012. Kaleo hefur komið fram í öllum helstu spjallþáttum Bandaríkjanna undanfarin ár og slógu í gegn hjá Jimmy Kimmel í september þar sem leikarinn og Óskarverðlaunahafinn Tom Hanks var á meðal gesta. Flutti sveitin Way Down We Go og No Good við það tilefni.Að neðan má sjá Kaleo flytja No Good hjá Jimmy Kimmel. Þá var hljómsveitin hlutskörp á Hlustendaverðlaununum á dögunum þegar Kaleo var valinn flytjandi ársins og myndbandið við Save Yourself var valið myndband ársins.Myndbandið má sjá hér að neðan.Kaleo er á leið í tónleikaferðalag en ferðalagið hefst í Columbus Ohio þann 23. febrúar. Á flestum tónleikunum spilar Kaleo með bandarísku sveitinni The Lumineers.Ho Hey er líklega frægasta lag The Lumineers sem er frá Denver í Colorado ríki. Kaleo verður á ferð og flugi um Texas, Flórída, Georgíu og fleiri ríki Bandaríkjanna fram í miðjan mars þegar sveitin heldur til Kanada. Þar heldur sveitin ferna tónleika áður en sveitin heldur áfram ferð sinni um Bandaríkin.Sveitin verður fyrirferðamikil á tónlistarhátíðum á árinu en Kaleo spilar meðal annars á Coachella í Kaliforníu í apríl, Rock Werchter í Belgíu júní og Lollapalooza París í frönsku höfuðborginni í júlí sem markar endinn á sex mánaða ferðalagi strákanna, að minnsta kosti eins og staðan er núna.
Tónlist Tengdar fréttir Kaleo munu spila á Coachella Meðal þeirra sem koma einnig fram eru Beyoncé, Kendrick Lamar og Radiohead. 3. janúar 2017 23:50 Jökull í Kaleo um EA Games: „Ekki eins mikill peningur í boði og margir halda“ Fjögur íslensk bönd hafa átt lög í tölvuleikjum EA Games en Jökull í Kaleo segir kynningargildið vega þyngra en peninga. 21. september 2016 16:41 Kaleo með lag í nýjustu stiklu Wolverine Logan er nýjasta myndin um teiknimyndasögupersónuna Wolverine en Hugh Jackman, Boyd Holbrook og Doris Morgado fara með aðalhlutverkin í kvikmyndinni. 19. janúar 2017 14:54 Stórbrotið myndband frá Kaleo sem tekið var upp í Fjallsárlóni við Vatnajökul Hljómsveitin Kaleo sendi á dögunum frá sér nýtt myndband við lagið Save Yourself og er það allt tekið upp hér á landi, nánar tiltekið við Fjallsárlón við Vatnajökul. 5. október 2016 16:00 Mest lesið Sambandslaus Hamlet Gagnrýni „Hann var bara draumur“ Lífið Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Lífið Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Lífið „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Lífið Árbæjarskóli og Fellaskóli áfram í úrslit í Skrekk Lífið Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Lífið Urðað yfir nýja þætti Kim: Núll stjörnu glæpur gegn sjónvarpi Bíó og sjónvarp Tjáir sig í fyrsta sinn um bróður sinn Lífið Hætt að nota föt til að fela sig Tíska og hönnun Fleiri fréttir Ekkert rapplag á topp 40 í fyrsta sinn í 35 ár „Lélegur í að fela hvernig mér líður og bera harm minn í hljóði“ Breytti um nafn eftir djúpa ástarsorg Spila jólalög allan sólarhringinn fram að jólum Gervigreindarsvikarar reyna að hagnast á íslenskum stjörnum Katrín Odds og Þorgerður ástfangnar á frumsýningu Englar Birnis frumsýndir og heimildarmynd á leiðinni Sleppti tökunum á ástarsorgarplötu aldarinnar Lofar hlustendum jákvæðri og skemmtilegri stemmingu Þetta eru bestu lög 21. aldarinnar „Þetta er ömurleg fjárhagsleg ákvörðun“ Borgarstjóri og bombur í brjálaðri GusGus-gleði Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Íslenskar stjörnur heiðra Bítlana Frumsýning á Vísi: Iceguys trylla þjóðina enn og aftur í nýju myndbandi Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Sjá meira
Kaleo munu spila á Coachella Meðal þeirra sem koma einnig fram eru Beyoncé, Kendrick Lamar og Radiohead. 3. janúar 2017 23:50
Jökull í Kaleo um EA Games: „Ekki eins mikill peningur í boði og margir halda“ Fjögur íslensk bönd hafa átt lög í tölvuleikjum EA Games en Jökull í Kaleo segir kynningargildið vega þyngra en peninga. 21. september 2016 16:41
Kaleo með lag í nýjustu stiklu Wolverine Logan er nýjasta myndin um teiknimyndasögupersónuna Wolverine en Hugh Jackman, Boyd Holbrook og Doris Morgado fara með aðalhlutverkin í kvikmyndinni. 19. janúar 2017 14:54
Stórbrotið myndband frá Kaleo sem tekið var upp í Fjallsárlóni við Vatnajökul Hljómsveitin Kaleo sendi á dögunum frá sér nýtt myndband við lagið Save Yourself og er það allt tekið upp hér á landi, nánar tiltekið við Fjallsárlón við Vatnajökul. 5. október 2016 16:00