Gullplata til Kaleo sem heldur áfram að slá í gegn Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 16. febrúar 2017 12:29 Söngvarinn Jökull Júlíusson eða JJ Julius Son eins og hann er þekktur í Bandaríkjunum. Kaleo Íslenska hljómsveitin Kaleo hefur selt yfir 500 þúsund eintök af laginu Way Down We Go. Fékk sveitin gullplötu af því tilefni á dögunm. Aeronaut Studeios sá um upptöku lagsins en í forsvari þar er Arnar Guðjónsson, af mörgum þekktur sem söngvari Leaves. Um er að ræða fyrstu gullplötu sveitarinnar í Bandaríkjunum en Kaleo fékk gullplötu í Kanada síðastliðið sumar fyrir plötuna A/B. Óhætt er að segja að sveitin sé að slá í gegn vestan hafs en Way Down We Go er meðal annars spilað í stiklu fyrir síðustu Wolverine myndina, Logan.Að neðan má sjá liðsmenn Kaleo með gullplötuna í Kanada í fyrra. Í desember var Kaleo valin besta nýja rokkhljómsveitin á árslista Billoard en Way Down We Go var þriðja vinsælasta lag ársins á listanum „Alternative Songs“ hjá Billboard. Í umfjöllun Billboard kom fram að enginn nýliði hefði staðið sig jafnvel frá því að Gotye kom laginu Sombody That I Used To Know efst á sama lista árið 2012. Kaleo hefur komið fram í öllum helstu spjallþáttum Bandaríkjanna undanfarin ár og slógu í gegn hjá Jimmy Kimmel í september þar sem leikarinn og Óskarverðlaunahafinn Tom Hanks var á meðal gesta. Flutti sveitin Way Down We Go og No Good við það tilefni.Að neðan má sjá Kaleo flytja No Good hjá Jimmy Kimmel. Þá var hljómsveitin hlutskörp á Hlustendaverðlaununum á dögunum þegar Kaleo var valinn flytjandi ársins og myndbandið við Save Yourself var valið myndband ársins.Myndbandið má sjá hér að neðan.Kaleo er á leið í tónleikaferðalag en ferðalagið hefst í Columbus Ohio þann 23. febrúar. Á flestum tónleikunum spilar Kaleo með bandarísku sveitinni The Lumineers.Ho Hey er líklega frægasta lag The Lumineers sem er frá Denver í Colorado ríki. Kaleo verður á ferð og flugi um Texas, Flórída, Georgíu og fleiri ríki Bandaríkjanna fram í miðjan mars þegar sveitin heldur til Kanada. Þar heldur sveitin ferna tónleika áður en sveitin heldur áfram ferð sinni um Bandaríkin.Sveitin verður fyrirferðamikil á tónlistarhátíðum á árinu en Kaleo spilar meðal annars á Coachella í Kaliforníu í apríl, Rock Werchter í Belgíu júní og Lollapalooza París í frönsku höfuðborginni í júlí sem markar endinn á sex mánaða ferðalagi strákanna, að minnsta kosti eins og staðan er núna. Tónlist Tengdar fréttir Kaleo munu spila á Coachella Meðal þeirra sem koma einnig fram eru Beyoncé, Kendrick Lamar og Radiohead. 3. janúar 2017 23:50 Jökull í Kaleo um EA Games: „Ekki eins mikill peningur í boði og margir halda“ Fjögur íslensk bönd hafa átt lög í tölvuleikjum EA Games en Jökull í Kaleo segir kynningargildið vega þyngra en peninga. 21. september 2016 16:41 Kaleo með lag í nýjustu stiklu Wolverine Logan er nýjasta myndin um teiknimyndasögupersónuna Wolverine en Hugh Jackman, Boyd Holbrook og Doris Morgado fara með aðalhlutverkin í kvikmyndinni. 19. janúar 2017 14:54 Stórbrotið myndband frá Kaleo sem tekið var upp í Fjallsárlóni við Vatnajökul Hljómsveitin Kaleo sendi á dögunum frá sér nýtt myndband við lagið Save Yourself og er það allt tekið upp hér á landi, nánar tiltekið við Fjallsárlón við Vatnajökul. 5. október 2016 16:00 Mest lesið Heitustu trendin árið 2025 Lífið Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Gagnrýni Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Tíska og hönnun Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Bíó og sjónvarp Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Lífið Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Lífið „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Lífið Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm Lífið Þjóðin mætt að hreyfa sig og mömmurnar eru ekki skildar eftir út undan Lífið Fleiri fréttir Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira
Íslenska hljómsveitin Kaleo hefur selt yfir 500 þúsund eintök af laginu Way Down We Go. Fékk sveitin gullplötu af því tilefni á dögunm. Aeronaut Studeios sá um upptöku lagsins en í forsvari þar er Arnar Guðjónsson, af mörgum þekktur sem söngvari Leaves. Um er að ræða fyrstu gullplötu sveitarinnar í Bandaríkjunum en Kaleo fékk gullplötu í Kanada síðastliðið sumar fyrir plötuna A/B. Óhætt er að segja að sveitin sé að slá í gegn vestan hafs en Way Down We Go er meðal annars spilað í stiklu fyrir síðustu Wolverine myndina, Logan.Að neðan má sjá liðsmenn Kaleo með gullplötuna í Kanada í fyrra. Í desember var Kaleo valin besta nýja rokkhljómsveitin á árslista Billoard en Way Down We Go var þriðja vinsælasta lag ársins á listanum „Alternative Songs“ hjá Billboard. Í umfjöllun Billboard kom fram að enginn nýliði hefði staðið sig jafnvel frá því að Gotye kom laginu Sombody That I Used To Know efst á sama lista árið 2012. Kaleo hefur komið fram í öllum helstu spjallþáttum Bandaríkjanna undanfarin ár og slógu í gegn hjá Jimmy Kimmel í september þar sem leikarinn og Óskarverðlaunahafinn Tom Hanks var á meðal gesta. Flutti sveitin Way Down We Go og No Good við það tilefni.Að neðan má sjá Kaleo flytja No Good hjá Jimmy Kimmel. Þá var hljómsveitin hlutskörp á Hlustendaverðlaununum á dögunum þegar Kaleo var valinn flytjandi ársins og myndbandið við Save Yourself var valið myndband ársins.Myndbandið má sjá hér að neðan.Kaleo er á leið í tónleikaferðalag en ferðalagið hefst í Columbus Ohio þann 23. febrúar. Á flestum tónleikunum spilar Kaleo með bandarísku sveitinni The Lumineers.Ho Hey er líklega frægasta lag The Lumineers sem er frá Denver í Colorado ríki. Kaleo verður á ferð og flugi um Texas, Flórída, Georgíu og fleiri ríki Bandaríkjanna fram í miðjan mars þegar sveitin heldur til Kanada. Þar heldur sveitin ferna tónleika áður en sveitin heldur áfram ferð sinni um Bandaríkin.Sveitin verður fyrirferðamikil á tónlistarhátíðum á árinu en Kaleo spilar meðal annars á Coachella í Kaliforníu í apríl, Rock Werchter í Belgíu júní og Lollapalooza París í frönsku höfuðborginni í júlí sem markar endinn á sex mánaða ferðalagi strákanna, að minnsta kosti eins og staðan er núna.
Tónlist Tengdar fréttir Kaleo munu spila á Coachella Meðal þeirra sem koma einnig fram eru Beyoncé, Kendrick Lamar og Radiohead. 3. janúar 2017 23:50 Jökull í Kaleo um EA Games: „Ekki eins mikill peningur í boði og margir halda“ Fjögur íslensk bönd hafa átt lög í tölvuleikjum EA Games en Jökull í Kaleo segir kynningargildið vega þyngra en peninga. 21. september 2016 16:41 Kaleo með lag í nýjustu stiklu Wolverine Logan er nýjasta myndin um teiknimyndasögupersónuna Wolverine en Hugh Jackman, Boyd Holbrook og Doris Morgado fara með aðalhlutverkin í kvikmyndinni. 19. janúar 2017 14:54 Stórbrotið myndband frá Kaleo sem tekið var upp í Fjallsárlóni við Vatnajökul Hljómsveitin Kaleo sendi á dögunum frá sér nýtt myndband við lagið Save Yourself og er það allt tekið upp hér á landi, nánar tiltekið við Fjallsárlón við Vatnajökul. 5. október 2016 16:00 Mest lesið Heitustu trendin árið 2025 Lífið Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Gagnrýni Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Tíska og hönnun Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Bíó og sjónvarp Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Lífið Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Lífið „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Lífið Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm Lífið Þjóðin mætt að hreyfa sig og mömmurnar eru ekki skildar eftir út undan Lífið Fleiri fréttir Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira
Kaleo munu spila á Coachella Meðal þeirra sem koma einnig fram eru Beyoncé, Kendrick Lamar og Radiohead. 3. janúar 2017 23:50
Jökull í Kaleo um EA Games: „Ekki eins mikill peningur í boði og margir halda“ Fjögur íslensk bönd hafa átt lög í tölvuleikjum EA Games en Jökull í Kaleo segir kynningargildið vega þyngra en peninga. 21. september 2016 16:41
Kaleo með lag í nýjustu stiklu Wolverine Logan er nýjasta myndin um teiknimyndasögupersónuna Wolverine en Hugh Jackman, Boyd Holbrook og Doris Morgado fara með aðalhlutverkin í kvikmyndinni. 19. janúar 2017 14:54
Stórbrotið myndband frá Kaleo sem tekið var upp í Fjallsárlóni við Vatnajökul Hljómsveitin Kaleo sendi á dögunum frá sér nýtt myndband við lagið Save Yourself og er það allt tekið upp hér á landi, nánar tiltekið við Fjallsárlón við Vatnajökul. 5. október 2016 16:00