Eins sjálfsagt og að fara í sund Magnús Guðmundsson skrifar 15. febrúar 2017 10:30 Harpa Þórsdóttir í Hönnunarsafninu þar sem hún hefur starfað frá því um haustið 2008. Visir/Anton Brink Strax eftir stúdentspróf þá fór ég til Frakklands og ætlaði að læra frönsku í einn vetur og ætlaði svo að fara heim og verða lögfræðingur. En það atvikaðist þannig að ég fór að leita leiða til þess að vera áfram í París og það hljómaði nú ekki nú illa fyrir mína nánustu að heyra að ég ætlaði að fara í háskólanám svo það varð úr,“ segir Harpa Þórsdóttir, forstöðumaður Hönnunarsafns Íslands, en hún var nýverið ráðin til þess að taka við starfi safnstjóra Listasafns Íslands. Harpa hlær nú að sjálfri sér við tilhugsunina um það hvernig það kom til að hún ákvað að skella sér í nám í listasögu við Sorbonne í París. „Þannig að ég fór í inntökupróf við Sorbonne en áttaði mig ekki á því fyrr en ég kom á öftustu síðu inntökuprófsins að þá þurfti ég að merkja við hvað ég ætlaði að læra. Þetta var ansi stór listi og ég satt best að segja þekkti ekki á þeim tíma öll þessi orð en Histoire de l‘art þekkti ég og ákvað þar og þá að það væri eflaust fínt að vera þarna og læra listasögu. Þannig kom það nú til.“Áhersla á gestinn Harpa segir að þrátt fyrir þessa óvenjulegu aðkomu að náminu þá hafi hún verið alin upp í safni en hún er dóttir Þórs Magnússonar, fyrrverandi þjóðminjavarðar. „Ég er alin upp í Þjóðminjasafninu til sjö ára aldurs. Ég held að það hafi haft mikil áhrif á mig en söfn í dag hafa breyst gríðarlega mikið. Við sem störfum inni í söfnum erum að átta okkur á því að við erum alþjóðleg stærð í hugum þeirra gesta sem koma til okkar. Fólk kemur með ákveðnar væntingar og á von á að sjá eitthvað óvænt, eitthvað sem þeir geta gengið að og svo framvegis. Þannig að gestir safna eru mjög áhugaverður og í raun breiður hópur. Það er það sem við erum að fást við í dag – að horfa meira á gestinn.“ Harpa segir að þessi áhersla á gestinn komi til með að endurspegla nálgun hennar að starfi safnstjóra Listasafns Íslands. „Í dag heitir þetta aðgangur og hann þarf að vera til staðar að því sem við eigum saman, að arfinum. Aðgangurinn getur snúist um það sem er verið að sýna og það sem er til en svo þarf líka að vera aðgangur að upplýsingum og það er líka mjög mikilvægt. Söfn eru þátttakendur í að veita aðgang að þessari sameiginlegu sögu.“Hönnunarsafnið er safn í vexti eins og hönnun á Íslandi. Fréttablaðið/Anton BrinkSafnamenning Harpa segir að sú tíð að sýningar séu opnaðar, verkin merkt, gefin út sýningarskrá og svo setið yfir á meðan gestir koma og skoða sé í raun liðin. „Í dag er þetta ekki svona. Starfsemi safnanna er orðin miklu flóknari þar sem við erum með rannsóknaskyldu, miðlunarskyldu, erum þátttakendur í akademísku starfi innan háskólanna og þannig mætti áfram telja. Þetta er mjög jákvæð þróun.“ En Harpa bendir á að það þurfi líka að vinna með safnamenninguna og að oft virðist safnaheimsóknir Íslendinga tilheyra ferðalögum. „Ég á það til, verandi safnamanneskja í hjarta mínu, að spyrja Íslendingana: Hvenær og hvar fóruð þið síðast í safn? Svarið er yfirleitt að það hafi verið í útlöndum en svo kemur fólk t.d. með vinnustaðnum af því að einhver fékk þá frábæru hugmynd að gera eitthvað öðruvísi. Þá reyni ég nú aðeins að storka Íslendingnum og segja að við mættum nú alveg gera það að meiri reglu að fara á söfn. Þessu kynntist ég í París þar sem íbúar borgarinnar fara með börnin sín á Picasso-safnið og alls konar söfn og það var bara skemmtilegur dagur rétt eins og að fara í sund.“Lausnamiðað safnafólk Að loknu námi í París starfaði Harpa við safna- og fornleifafræðideild Boulogne-sur-Mer borgar og hún segir að þar á bæ hafi menn verið mjög hissa á að sjá manneskju koma beint frá París. „En ég fór að vinna við að fylgjast með fornleifauppgröftum og öðru slíku sem kom upp þegar bærinn var í framkvæmdum því þarna er mikið um fornminjar í jörðu. Rómverjar bjuggu þarna og Cesar hafði þarna vetursetu og horfði yfir til Bretlands, rétt eins og Napóleon síðar. En ég var þarna að rannsaka leirmuni sem komu úr gröfum Mervíkinga og það var mjög heillandi verkefni.“ Þegar Harpa kom heim til Íslands hóf hún störf hjá Listasafni Íslands árið 2002 sem deildarstjóri sýningardeildar. En var ekki stórt stökk úr fornleifunum yfir í listina? „Jú, enda lærir maður ekki íslenska listasögu erlendis. Þannig að ég þekkti ekki mikið inn á það umhverfi og það var gríðarlegur lærdómur. Við erum svo heppin hérna heima að það er mikill metnaður í sýningunum og þær eru af stærðargráðu sem ég veit að marga erlenda gesti undrar. En það var svona ákveðið ríkjandi góðæri á þessum tíma og við unnum mjög fjölbreyttar sýningar sem var góður lærdómur. En það sem einkennir íslenskt safnafólk líka er að starfssviðið er svo breitt og sérhæfingin þar af leiðandi minni en fyrir vikið þá erum við líka lausnamiðuð og úrræðagóð.“Visir/Anton BrinkÁhersla á grunninn En að taka við Hönnunarsafninu um haustið 2008 hefur nú vart verið draumatímasetning svona í efnahagslegu tillliti? „Nei, enda sögðu sumir gangi þér vel með tón í röddinni. En það voru líka væntingar í garð safnsins, átti að fara að byggja nýtt húsnæði og svona, en svo kemur hrunið rétt um mánuði eftir að ég hóf störf. En það hafði engin áhrif á mig því ég var komin í gallann og þekkjandi sögu menningarhúsa á Íslandi þá vissi ég að þetta mátti ekkert bíða. Ég fékk fullan stuðning frá Garðabæ til þess og við fórum í að taka næstu lausn sem var að finna annað húsnæði og þar erum við í dag. Aðalmálið var að koma safninu í safnarekstur. Vera með reglubundið sýningarhald, reglulegan opnunartíma og hafa skrifstofur og sýningar á sama stað sem er mjög mikilvægt. Þetta er svo búið að ganga mjög vel og einn mælikvarðinn á hversu vel þetta hefur gengið er að hönnuðir taka okkur alltaf vel og við höfum aldrei fengið nei. Þetta hjálpar manni að halda áfram af því að við höfum bara fundið fyrir meðbyr og ánægju.“ Hönnunarsafnið er safn í vexti vegna þess að hönnun á Íslandi er í mjög örum vexti. Það er eðlilegt að safnið fylgi eftir á einhvern hátt. Það er til að mynda greinileg þörf fyrir að rannsaka íslenska hönnunarsögu og það er nú ekki leiðinleg vinna. En svo finnum við líka fyrir mjög auknum áhuga á okkar framlagi erlendis frá. Hvað er íslenskt? Hvað er sérstakt við það sem er íslenskt? Við þurfum að eiga svör við þessu. Þess vegna þarf safnið að eiga bæði góðan grunn, góða safneign, og svo líka heimildir. Af þessum ástæðum hefur sýningahald í Hönnunarsafninu verið með þeim hætti að leggja áherslu á söguna frekar en til dæmis að leiða fram samfélagslegar spurningar um hlutverk hönnunar. Vonandi til góðs fyrir það sem koma skal fyrir íslenska hönnunarsögu.“Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 15. janúar. Menning Mest lesið Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Lífið „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Lífið Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Gagnrýni Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Lífið Þjóðin mætt að hreyfa sig og mömmurnar eru ekki skildar eftir út undan Lífið Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Tíska og hönnun Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Lífið Gott að sakna en verðum að hugsa í núinu Lífið Getuleysi á stóra sviðinu Gagnrýni Fleiri fréttir Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira
Strax eftir stúdentspróf þá fór ég til Frakklands og ætlaði að læra frönsku í einn vetur og ætlaði svo að fara heim og verða lögfræðingur. En það atvikaðist þannig að ég fór að leita leiða til þess að vera áfram í París og það hljómaði nú ekki nú illa fyrir mína nánustu að heyra að ég ætlaði að fara í háskólanám svo það varð úr,“ segir Harpa Þórsdóttir, forstöðumaður Hönnunarsafns Íslands, en hún var nýverið ráðin til þess að taka við starfi safnstjóra Listasafns Íslands. Harpa hlær nú að sjálfri sér við tilhugsunina um það hvernig það kom til að hún ákvað að skella sér í nám í listasögu við Sorbonne í París. „Þannig að ég fór í inntökupróf við Sorbonne en áttaði mig ekki á því fyrr en ég kom á öftustu síðu inntökuprófsins að þá þurfti ég að merkja við hvað ég ætlaði að læra. Þetta var ansi stór listi og ég satt best að segja þekkti ekki á þeim tíma öll þessi orð en Histoire de l‘art þekkti ég og ákvað þar og þá að það væri eflaust fínt að vera þarna og læra listasögu. Þannig kom það nú til.“Áhersla á gestinn Harpa segir að þrátt fyrir þessa óvenjulegu aðkomu að náminu þá hafi hún verið alin upp í safni en hún er dóttir Þórs Magnússonar, fyrrverandi þjóðminjavarðar. „Ég er alin upp í Þjóðminjasafninu til sjö ára aldurs. Ég held að það hafi haft mikil áhrif á mig en söfn í dag hafa breyst gríðarlega mikið. Við sem störfum inni í söfnum erum að átta okkur á því að við erum alþjóðleg stærð í hugum þeirra gesta sem koma til okkar. Fólk kemur með ákveðnar væntingar og á von á að sjá eitthvað óvænt, eitthvað sem þeir geta gengið að og svo framvegis. Þannig að gestir safna eru mjög áhugaverður og í raun breiður hópur. Það er það sem við erum að fást við í dag – að horfa meira á gestinn.“ Harpa segir að þessi áhersla á gestinn komi til með að endurspegla nálgun hennar að starfi safnstjóra Listasafns Íslands. „Í dag heitir þetta aðgangur og hann þarf að vera til staðar að því sem við eigum saman, að arfinum. Aðgangurinn getur snúist um það sem er verið að sýna og það sem er til en svo þarf líka að vera aðgangur að upplýsingum og það er líka mjög mikilvægt. Söfn eru þátttakendur í að veita aðgang að þessari sameiginlegu sögu.“Hönnunarsafnið er safn í vexti eins og hönnun á Íslandi. Fréttablaðið/Anton BrinkSafnamenning Harpa segir að sú tíð að sýningar séu opnaðar, verkin merkt, gefin út sýningarskrá og svo setið yfir á meðan gestir koma og skoða sé í raun liðin. „Í dag er þetta ekki svona. Starfsemi safnanna er orðin miklu flóknari þar sem við erum með rannsóknaskyldu, miðlunarskyldu, erum þátttakendur í akademísku starfi innan háskólanna og þannig mætti áfram telja. Þetta er mjög jákvæð þróun.“ En Harpa bendir á að það þurfi líka að vinna með safnamenninguna og að oft virðist safnaheimsóknir Íslendinga tilheyra ferðalögum. „Ég á það til, verandi safnamanneskja í hjarta mínu, að spyrja Íslendingana: Hvenær og hvar fóruð þið síðast í safn? Svarið er yfirleitt að það hafi verið í útlöndum en svo kemur fólk t.d. með vinnustaðnum af því að einhver fékk þá frábæru hugmynd að gera eitthvað öðruvísi. Þá reyni ég nú aðeins að storka Íslendingnum og segja að við mættum nú alveg gera það að meiri reglu að fara á söfn. Þessu kynntist ég í París þar sem íbúar borgarinnar fara með börnin sín á Picasso-safnið og alls konar söfn og það var bara skemmtilegur dagur rétt eins og að fara í sund.“Lausnamiðað safnafólk Að loknu námi í París starfaði Harpa við safna- og fornleifafræðideild Boulogne-sur-Mer borgar og hún segir að þar á bæ hafi menn verið mjög hissa á að sjá manneskju koma beint frá París. „En ég fór að vinna við að fylgjast með fornleifauppgröftum og öðru slíku sem kom upp þegar bærinn var í framkvæmdum því þarna er mikið um fornminjar í jörðu. Rómverjar bjuggu þarna og Cesar hafði þarna vetursetu og horfði yfir til Bretlands, rétt eins og Napóleon síðar. En ég var þarna að rannsaka leirmuni sem komu úr gröfum Mervíkinga og það var mjög heillandi verkefni.“ Þegar Harpa kom heim til Íslands hóf hún störf hjá Listasafni Íslands árið 2002 sem deildarstjóri sýningardeildar. En var ekki stórt stökk úr fornleifunum yfir í listina? „Jú, enda lærir maður ekki íslenska listasögu erlendis. Þannig að ég þekkti ekki mikið inn á það umhverfi og það var gríðarlegur lærdómur. Við erum svo heppin hérna heima að það er mikill metnaður í sýningunum og þær eru af stærðargráðu sem ég veit að marga erlenda gesti undrar. En það var svona ákveðið ríkjandi góðæri á þessum tíma og við unnum mjög fjölbreyttar sýningar sem var góður lærdómur. En það sem einkennir íslenskt safnafólk líka er að starfssviðið er svo breitt og sérhæfingin þar af leiðandi minni en fyrir vikið þá erum við líka lausnamiðuð og úrræðagóð.“Visir/Anton BrinkÁhersla á grunninn En að taka við Hönnunarsafninu um haustið 2008 hefur nú vart verið draumatímasetning svona í efnahagslegu tillliti? „Nei, enda sögðu sumir gangi þér vel með tón í röddinni. En það voru líka væntingar í garð safnsins, átti að fara að byggja nýtt húsnæði og svona, en svo kemur hrunið rétt um mánuði eftir að ég hóf störf. En það hafði engin áhrif á mig því ég var komin í gallann og þekkjandi sögu menningarhúsa á Íslandi þá vissi ég að þetta mátti ekkert bíða. Ég fékk fullan stuðning frá Garðabæ til þess og við fórum í að taka næstu lausn sem var að finna annað húsnæði og þar erum við í dag. Aðalmálið var að koma safninu í safnarekstur. Vera með reglubundið sýningarhald, reglulegan opnunartíma og hafa skrifstofur og sýningar á sama stað sem er mjög mikilvægt. Þetta er svo búið að ganga mjög vel og einn mælikvarðinn á hversu vel þetta hefur gengið er að hönnuðir taka okkur alltaf vel og við höfum aldrei fengið nei. Þetta hjálpar manni að halda áfram af því að við höfum bara fundið fyrir meðbyr og ánægju.“ Hönnunarsafnið er safn í vexti vegna þess að hönnun á Íslandi er í mjög örum vexti. Það er eðlilegt að safnið fylgi eftir á einhvern hátt. Það er til að mynda greinileg þörf fyrir að rannsaka íslenska hönnunarsögu og það er nú ekki leiðinleg vinna. En svo finnum við líka fyrir mjög auknum áhuga á okkar framlagi erlendis frá. Hvað er íslenskt? Hvað er sérstakt við það sem er íslenskt? Við þurfum að eiga svör við þessu. Þess vegna þarf safnið að eiga bæði góðan grunn, góða safneign, og svo líka heimildir. Af þessum ástæðum hefur sýningahald í Hönnunarsafninu verið með þeim hætti að leggja áherslu á söguna frekar en til dæmis að leiða fram samfélagslegar spurningar um hlutverk hönnunar. Vonandi til góðs fyrir það sem koma skal fyrir íslenska hönnunarsögu.“Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 15. janúar.
Menning Mest lesið Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Lífið „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Lífið Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Gagnrýni Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Lífið Þjóðin mætt að hreyfa sig og mömmurnar eru ekki skildar eftir út undan Lífið Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Tíska og hönnun Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Lífið Gott að sakna en verðum að hugsa í núinu Lífið Getuleysi á stóra sviðinu Gagnrýni Fleiri fréttir Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira