Ferskum gulrótum skaut upp á Dalvík í vorveðrinu Benedikt Bóas skrifar 14. febrúar 2017 06:00 Gulræturnar sem Guðný tók upp. Mynd/Guðný Sigríður Ólafsdóttir „Þær voru dásamlega góðar. Brakandi ferskar og fínar,“ segir Guðný Sigríður Ólafsdóttir, kennari á Dalvík, en hún tók upp fulla skál af nýjum gulrótum á sunnudag. Slíkt er auðvitað frekar fjarstæðukennt enda ekki algengt að gulrætur láti á sér kræla í miðjum febrúarmánuði. „Ég hef ekki einu sinni tekið upp svona stórar gulrætur fyrr,“ segir hún en gulræturnar kúrðu í beðinu austan við hús hennar á Dalvík. Mikill hiti hefur verið á landinu að undanförnu og fór hitinn upp í 19,1 gráðu við Eyjabakka en Trausti Jónsson veðurfræðingur á þó eftir að staðfesta það. Hæsti staðfesti hitinn í gær var á Seyðisfirði þar sem hitinn sló í 13,7 gráður. Enda hafa margir nýtt sér góða veðrið og farið í golf, sótt kindur á fjall, vegir hafa verið heflaðir og mörg skólabörn nýttu sér góða veðrið með því að vera á stuttermabol í frímínútum. Séu vefmyndavélar Vegagerðarinnar skoðaðar má sjá að það er varla snjóarða á eða við vegi landsins. „Þetta er óvenjulegt. Tíðin er óvenjuleg,“ segir Elín Björk Jónasdóttir, fagstjóri almennrar veðurþjónustu hjá Veðurstofu Íslands, og bætir því við að þetta stefni í að verða sögulegur febrúar hvað hita varðar. Fyrir ári var forsíðumynd Fréttablaðsins af krökkum að ganga úr skólanum í gríðarlegu fannfergi enda voru alhvítir dagar í Reykjavík alls 27 í febrúar í fyrra. Snjómagn var einnig í meira lagi, það mesta í febrúar síðan árið 2000. Alhvítt var allan febrúar í fyrra á Akureyri. Teitur Arason, veðurfræðingur hjá Veðurstofunni, segir að fyrir helgi hafi byggst upp svokölluð fyrirstöðuhæð sem hafi setið föst og beint köldu lofti frá Austur-Evrópu yfir Bretland meðal annars. Hlýtt loft hafi komið langt sunnan úr höfum og vegna fyrirstöðuhæðarinnar ekki komist neitt annað en til Íslands. Hefði þetta gerst að sumarlagi hefði hitinn líklega farið yfir 25 stig.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Birtist í Fréttablaðinu Veður Mest lesið Muni eyða síðustu stundunum með sínum nánustu við slæmar aðstæður Innlent Ekki útilokað að það gjósi á næstu klukkustundum Innlent Áreitið hafði mikil áhrif Innlent Fundu líkbrennsluofna, skó og beinflísar í „útrýmingarbúðum“ Erlent 16 klukkutíma ferð 12 vörubíla með sex timburhús á Húsavík Innlent Sautján látnir vegna ofsafenginna vinda, hvirfilbylja og sandstorma Erlent Árás í aðdraganda Bankastrætismálsins: „Hringdi í mömmu og sagði að ég væri að deyja“ Innlent Segir sendiherra hata Trump og Bandaríkin Erlent Höfðu ríflega fimm milljónir upp úr búðarhnupli Innlent Best að sleppa áfenginu alveg Innlent Fleiri fréttir Muni eyða síðustu stundunum með sínum nánustu við slæmar aðstæður Áreitið hafði mikil áhrif 16 klukkutíma ferð 12 vörubíla með sex timburhús á Húsavík Ekki útilokað að það gjósi á næstu klukkustundum Yfirvofandi eldgos og íslandsmeistarmót í Ólsen ólsen Hundrað manns ræddu umhverfismálin Rannsókninni miðar vel áfram Svört skýrsla komi ekki á óvart Rabarbarafélag stofnað á Blönduósi í dag Neyðarvistun í fangaklefa gróft brot á réttindum barna Sjá ekki fyrir sér framtíð í heimalandi sínu Höfðu ríflega fimm milljónir upp úr búðarhnupli Árás í aðdraganda Bankastrætismálsins: „Hringdi í mömmu og sagði að ég væri að deyja“ Verulega dregið úr jarðskjálftahrinunni Mikið slegist í miðbænum „Hann var mjög heppinn, hann hefði getað dáið“ Búðarhnupl aukist um sjötíu prósent Starfsmenn sendiráðsins í Moskvu hafi verið áreittir Um tíu milljónir söfnuðust fyrir íbúa Gasa Best að sleppa áfenginu alveg Síðasti rampurinn vígður við Háskóla Íslands í dag Kennir dýrum að vera róleg í sínu eigin umhverfi Mál Breiðholtsskóla á borði menntamálaráðherra Segir fangageymslur ekki viðeigandi vistunarstað fyrir börn Stóraukið búðarhnupl, fjölgun í haldi og aldamótagoð í beinni Einn slasaðist þegar öryggi fór af hjá Norðuráli Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Fimmti úrskurðaður í varðhald Fagnar að stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd skoði byrlunarmálið Egill Heiðar ráðinn Borgarleikhússtjóri Sjá meira
„Þær voru dásamlega góðar. Brakandi ferskar og fínar,“ segir Guðný Sigríður Ólafsdóttir, kennari á Dalvík, en hún tók upp fulla skál af nýjum gulrótum á sunnudag. Slíkt er auðvitað frekar fjarstæðukennt enda ekki algengt að gulrætur láti á sér kræla í miðjum febrúarmánuði. „Ég hef ekki einu sinni tekið upp svona stórar gulrætur fyrr,“ segir hún en gulræturnar kúrðu í beðinu austan við hús hennar á Dalvík. Mikill hiti hefur verið á landinu að undanförnu og fór hitinn upp í 19,1 gráðu við Eyjabakka en Trausti Jónsson veðurfræðingur á þó eftir að staðfesta það. Hæsti staðfesti hitinn í gær var á Seyðisfirði þar sem hitinn sló í 13,7 gráður. Enda hafa margir nýtt sér góða veðrið og farið í golf, sótt kindur á fjall, vegir hafa verið heflaðir og mörg skólabörn nýttu sér góða veðrið með því að vera á stuttermabol í frímínútum. Séu vefmyndavélar Vegagerðarinnar skoðaðar má sjá að það er varla snjóarða á eða við vegi landsins. „Þetta er óvenjulegt. Tíðin er óvenjuleg,“ segir Elín Björk Jónasdóttir, fagstjóri almennrar veðurþjónustu hjá Veðurstofu Íslands, og bætir því við að þetta stefni í að verða sögulegur febrúar hvað hita varðar. Fyrir ári var forsíðumynd Fréttablaðsins af krökkum að ganga úr skólanum í gríðarlegu fannfergi enda voru alhvítir dagar í Reykjavík alls 27 í febrúar í fyrra. Snjómagn var einnig í meira lagi, það mesta í febrúar síðan árið 2000. Alhvítt var allan febrúar í fyrra á Akureyri. Teitur Arason, veðurfræðingur hjá Veðurstofunni, segir að fyrir helgi hafi byggst upp svokölluð fyrirstöðuhæð sem hafi setið föst og beint köldu lofti frá Austur-Evrópu yfir Bretland meðal annars. Hlýtt loft hafi komið langt sunnan úr höfum og vegna fyrirstöðuhæðarinnar ekki komist neitt annað en til Íslands. Hefði þetta gerst að sumarlagi hefði hitinn líklega farið yfir 25 stig.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Birtist í Fréttablaðinu Veður Mest lesið Muni eyða síðustu stundunum með sínum nánustu við slæmar aðstæður Innlent Ekki útilokað að það gjósi á næstu klukkustundum Innlent Áreitið hafði mikil áhrif Innlent Fundu líkbrennsluofna, skó og beinflísar í „útrýmingarbúðum“ Erlent 16 klukkutíma ferð 12 vörubíla með sex timburhús á Húsavík Innlent Sautján látnir vegna ofsafenginna vinda, hvirfilbylja og sandstorma Erlent Árás í aðdraganda Bankastrætismálsins: „Hringdi í mömmu og sagði að ég væri að deyja“ Innlent Segir sendiherra hata Trump og Bandaríkin Erlent Höfðu ríflega fimm milljónir upp úr búðarhnupli Innlent Best að sleppa áfenginu alveg Innlent Fleiri fréttir Muni eyða síðustu stundunum með sínum nánustu við slæmar aðstæður Áreitið hafði mikil áhrif 16 klukkutíma ferð 12 vörubíla með sex timburhús á Húsavík Ekki útilokað að það gjósi á næstu klukkustundum Yfirvofandi eldgos og íslandsmeistarmót í Ólsen ólsen Hundrað manns ræddu umhverfismálin Rannsókninni miðar vel áfram Svört skýrsla komi ekki á óvart Rabarbarafélag stofnað á Blönduósi í dag Neyðarvistun í fangaklefa gróft brot á réttindum barna Sjá ekki fyrir sér framtíð í heimalandi sínu Höfðu ríflega fimm milljónir upp úr búðarhnupli Árás í aðdraganda Bankastrætismálsins: „Hringdi í mömmu og sagði að ég væri að deyja“ Verulega dregið úr jarðskjálftahrinunni Mikið slegist í miðbænum „Hann var mjög heppinn, hann hefði getað dáið“ Búðarhnupl aukist um sjötíu prósent Starfsmenn sendiráðsins í Moskvu hafi verið áreittir Um tíu milljónir söfnuðust fyrir íbúa Gasa Best að sleppa áfenginu alveg Síðasti rampurinn vígður við Háskóla Íslands í dag Kennir dýrum að vera róleg í sínu eigin umhverfi Mál Breiðholtsskóla á borði menntamálaráðherra Segir fangageymslur ekki viðeigandi vistunarstað fyrir börn Stóraukið búðarhnupl, fjölgun í haldi og aldamótagoð í beinni Einn slasaðist þegar öryggi fór af hjá Norðuráli Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Fimmti úrskurðaður í varðhald Fagnar að stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd skoði byrlunarmálið Egill Heiðar ráðinn Borgarleikhússtjóri Sjá meira