Var alltaf að leika fyrir bangsana Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 12. febrúar 2017 09:30 „Ég gapi alltaf þegar ég sé einhvern gera töfrabrögð,“ segir Gói. Vísir/Stefán Gói heitir fullu nafni Guðjón Davíð Karlsson. Hann bjó til leikritið Fjarskaland sem sýnt er í Þjóðleikhúsinu og fjallar um gömlu ævintýrin. Skyldi hann hafa lesið mikið af ævintýrum sem krakki? „Já, ég elskaði ævintýri og þjóðsögur. Foreldrar mínir lásu mikið fyrir mig og sögðu mér sögur. Það er kannski ástæðan fyrir því að ég er með ævintýrin á heilanum.“Hvert þeirra hélst þú mest upp á? „Ég var alltaf svakalega hrifinn af Eldfærunum og Búkollu.“Varstu smeykur við eitthvað í ævintýrunum? „Átján barna faðir í álfheimum er saga sem ég var alltaf pínu smeykur við. Svo fékk ég alltaf kökk í hálsinn þegar ég las Dísu ljósálf.“Langaði þig einhverntíma að vera sögupersóna í ævintýri? „Ekki einhver ein. En ég var oft í ævintýraleikjum og þá var ég Pétur pan, Hans klaufi, því mér fannst hann svo fyndinn, og fleiri.“Reyndir þú einhverntíma að galdra? „Ég reyndi og reyndi. Ég fékk einhverntíman töframannasett í jólagjöf. Það gekk alveg ótrúlega illa hjá mér. En gapi ég alltaf þegar ég sé einhvern gera töfrabrögð.“Settir þú upp leiksýningar heima hjá þér, sem barn? „Stöðugt. Ég var alltaf að leika fyrir bangsana mína. Allskonar ævintýri.“Máttir þú vera með læti og fíflast þó pabbi þinn væri biskup? „Pabbi er prestur og þegar ég var unglingur þá varð hann biskup. En fyrir mér er hann alltaf pabbi minn. Það var mikið grín og gaman á heimilinu. Draumur minn er að verða jafn góður pabbi og hann er.“Hvaða ævintýri lest þú helst fyrir börnin þín? „Við lesum saman allskonar ævintýri. Reynum að lesa sem mest. Þegar ég var að skrifa Fjarskaland þá las ég oft úr því fyrir þau og prófaði suma brandara og fékk hugmyndir að ævintýrum frá þeim. Þau voru svona tilraunadýr.“Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 11. febrúar 2017. Lífið Menning Mest lesið Kókaínklásúla í kaupmálanum tryggir Keith rúman milljarð Lífið Hvenær verður afbrýðisemi út í fortíð maka að þráhyggju? Lífið Sindri og Albert selja Skerjafjarðarslotið Lífið „Kunna ekki að reikna, kunna svo ekki að skammast sín“ Menning Skrýtið næturlíf og ævintýri sem fylgja partýjunum Lífið Veisla fyrir augu og eyru Gagnrýni „Ég er mjög hrædd um að einhver ræni mér“ Lífið Ertu sauður? Fimm ráð sem geta forðað þér frá hjarðhegðun Lífið Í miðjum tökum kom í ljós að Ragnhildur og Halldór voru náskyld Lífið Hefðbundið ítalskt „Pesto Alla Genovese“ Lífið Fleiri fréttir „Kunna ekki að reikna, kunna svo ekki að skammast sín“ „Stefán er að hengja bakara fyrir að vera ekki smiður“ Sveppi, Ari Eldjárn og Valdimar minnast Róberts Arnar á tónleikum Sakar rithöfunda um að vilja forðast umræðuna Norræni skálinn á heimssýningunni í Osaka hlaut gullverðlaun Fólk vilji ekki bara sjá þetta á Instagram Með Banksy í stofunni heima Afgangsgler fær nýtt líf á sýningu í HAKK gallerý Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Innblástur frá handanheiminum Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Uppselt á fimmtíu sýningar á Línu Langsokk Óbeisluð rómantík á örlagaríku stefnumóti Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Sjá meira
Gói heitir fullu nafni Guðjón Davíð Karlsson. Hann bjó til leikritið Fjarskaland sem sýnt er í Þjóðleikhúsinu og fjallar um gömlu ævintýrin. Skyldi hann hafa lesið mikið af ævintýrum sem krakki? „Já, ég elskaði ævintýri og þjóðsögur. Foreldrar mínir lásu mikið fyrir mig og sögðu mér sögur. Það er kannski ástæðan fyrir því að ég er með ævintýrin á heilanum.“Hvert þeirra hélst þú mest upp á? „Ég var alltaf svakalega hrifinn af Eldfærunum og Búkollu.“Varstu smeykur við eitthvað í ævintýrunum? „Átján barna faðir í álfheimum er saga sem ég var alltaf pínu smeykur við. Svo fékk ég alltaf kökk í hálsinn þegar ég las Dísu ljósálf.“Langaði þig einhverntíma að vera sögupersóna í ævintýri? „Ekki einhver ein. En ég var oft í ævintýraleikjum og þá var ég Pétur pan, Hans klaufi, því mér fannst hann svo fyndinn, og fleiri.“Reyndir þú einhverntíma að galdra? „Ég reyndi og reyndi. Ég fékk einhverntíman töframannasett í jólagjöf. Það gekk alveg ótrúlega illa hjá mér. En gapi ég alltaf þegar ég sé einhvern gera töfrabrögð.“Settir þú upp leiksýningar heima hjá þér, sem barn? „Stöðugt. Ég var alltaf að leika fyrir bangsana mína. Allskonar ævintýri.“Máttir þú vera með læti og fíflast þó pabbi þinn væri biskup? „Pabbi er prestur og þegar ég var unglingur þá varð hann biskup. En fyrir mér er hann alltaf pabbi minn. Það var mikið grín og gaman á heimilinu. Draumur minn er að verða jafn góður pabbi og hann er.“Hvaða ævintýri lest þú helst fyrir börnin þín? „Við lesum saman allskonar ævintýri. Reynum að lesa sem mest. Þegar ég var að skrifa Fjarskaland þá las ég oft úr því fyrir þau og prófaði suma brandara og fékk hugmyndir að ævintýrum frá þeim. Þau voru svona tilraunadýr.“Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 11. febrúar 2017.
Lífið Menning Mest lesið Kókaínklásúla í kaupmálanum tryggir Keith rúman milljarð Lífið Hvenær verður afbrýðisemi út í fortíð maka að þráhyggju? Lífið Sindri og Albert selja Skerjafjarðarslotið Lífið „Kunna ekki að reikna, kunna svo ekki að skammast sín“ Menning Skrýtið næturlíf og ævintýri sem fylgja partýjunum Lífið Veisla fyrir augu og eyru Gagnrýni „Ég er mjög hrædd um að einhver ræni mér“ Lífið Ertu sauður? Fimm ráð sem geta forðað þér frá hjarðhegðun Lífið Í miðjum tökum kom í ljós að Ragnhildur og Halldór voru náskyld Lífið Hefðbundið ítalskt „Pesto Alla Genovese“ Lífið Fleiri fréttir „Kunna ekki að reikna, kunna svo ekki að skammast sín“ „Stefán er að hengja bakara fyrir að vera ekki smiður“ Sveppi, Ari Eldjárn og Valdimar minnast Róberts Arnar á tónleikum Sakar rithöfunda um að vilja forðast umræðuna Norræni skálinn á heimssýningunni í Osaka hlaut gullverðlaun Fólk vilji ekki bara sjá þetta á Instagram Með Banksy í stofunni heima Afgangsgler fær nýtt líf á sýningu í HAKK gallerý Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Innblástur frá handanheiminum Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Uppselt á fimmtíu sýningar á Línu Langsokk Óbeisluð rómantík á örlagaríku stefnumóti Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Sjá meira