Rýnir í íslensk örnefni Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 11. febrúar 2017 09:15 Helgi Skúli segir það lögmál í sagnageymd að auðveldast sé að muna atburði og persónur. Fréttablaðið/Eyþór Árnason Þegar Þórhallur Vilmundarson prófessor fór að skoða íslensk örnefni þá sá hann augljósar skýringar þeirra í náttúrunni, sem í heimildum eins og Landnámu eru útskýrð útfrá persónum eða atburðum. Þetta ætla ég að rifja upp og nefna dæmi,“ segir Helgi Skúli Kjartansson sagnfræðingur um efni fyrirlesturs sem hann heldur í Odda í dag klukkan 13.15. Hann kveðst hafa nýútkomna bók Gunnars Karlssonar sagnfræðiprófessors, Landám Íslands, til hliðsjónar. „Bók Gunnars minnir á hvað það breytti miklu í viðhorfi til fornra fræða að Þórhallur kom fram með sína náttúrunafnakenningu í kringum 1970. Á þeim tíma tóku menn almennt mark á Landnámabók sem nokkuð trúverðugri heimild, jafnvel í smáatriðum, þó túlkun á Íslendingasögunum hefði breyst. En þar er mikið um örnefni og skýringar á tildrögum þeirra sem Þórhallur Vilmundarson hafnaði í stórum stíl.“ Örnefnið Kambsnes við Hvammsfjörð er dæmi um misræmi milli Landnámu og kenninga Þórhalls, að sögn Helga Skúla. „Landnáma telur að Kambsnes heiti svo af því að Auður djúpúðga hafi týnt kömbum sínum þar þegar hún var að nema land. En Þórhallur bendir á að klettakambur liggi eftir nesinu sem það dragi nokkuð augljóslega nafn sitt af. Svona gengur hann á röðina.“ Helgi Skúli segir það lögmál í sagnageymd að auðveldast sé að muna atburði og persónur. „Það blasir við að á fyrstu öldum Íslandsbyggðar, áður en farið var að skrifa fornritin, hefur verið tilhneiging til að túlka örnefnin þannig að þau tengdust atburðum eða mannanöfnum. Að Öxará heiti svo af því einhver týndi öxinni sinni þar og Dýrafjörður af því landnámsmaðurinn þar hafi fengið viðurnefnið dýri. Sama er að segja um Tálknafjörð, í Landnámu er gert ráð fyrir að landnámsmaðurinn hafi heitið Tálkni en þar er fjall með því nafni sem lítur út eins og tálkn í fiski eða skíði í hval og skíðin hétu tálkn í gamla daga.“ Spurður hvort hann ætli bregða upp myndum máli sínu til stuðnings svarar Helgi Skúli. „Nei, ég verð eftirbátur Þórhalls því það var óvenjulegt hversu fyrirlestrar hans voru mikið myndstuddir en ég feta ekki í fótspor meistarans.“ Fyrirlesturinn er í stofu 106 í Odda, húsi HÍ, og hefst klukkan 13.15. Menning Mest lesið Kyngdi stoltinu og fjölmargir buðu fram nýra Lífið Tók tíu klukkustundir að komast í búninginn Lífið Stjörnurnar á hrekkjavökunni: Louvre-þjófur og vampírur Lífið Tchéky Karyo látinn Lífið „Get ekki gengið óstudd og framundan er mikil endurhæfing“ Lífið Krakkatían: Dóra landkönnuður, Neyðarlínan og „borgin eilífa“ Lífið Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ Lífið Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Menning Telur Sweeney hafa verið blekkta í kjólinn Tíska og hönnun Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Lífið Fleiri fréttir Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Hrekkjavökubúningar sem er best að forðast Magnús Karel og Inga Lára hlutu menningarviðurkenningu Árborgar Cecilie tekur við af Auði Þórdís Dröfn hlaut Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar Katrín og Ragnar snúa aftur með nýja bók Fullkominn vettvangur til að verja vetrarfríinu Hver er uppáhaldsbókin þín eftir Halldór Laxness? Ný gjaldfrjáls íslensk-ensk veforðabók opnuð Ryan Eyford handhafi Vigdísarverðlaunanna 2025 Víkingur Heiðar hlýtur tónlistarverðlaun Norðurlandaráðs Lína orðin að „peningasjúkum TikTok-trúði“ eða sjálfsögð markaðssetning? Páll Baldvin fer fram gegn tillögu kjörnefndar Menningarvaktin: Ráðning óperustjóra jafn spennandi og þjálfara KR Trylltust við taktinn í barokkbúningum László Krasznahorkai hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Léleg“ hönnun gervigreindar reyndist mannanna verk Áhersla á hæglæti á Sequences Fögnuðu Heimsins besta degi í helvíti Markmiðið að græða ekkert og „helst tapa pening“ Heiður að fá að segja sögu kvennanna sem ruddu brautina „Kunna ekki að reikna, kunna svo ekki að skammast sín“ „Stefán er að hengja bakara fyrir að vera ekki smiður“ Sjá meira
Þegar Þórhallur Vilmundarson prófessor fór að skoða íslensk örnefni þá sá hann augljósar skýringar þeirra í náttúrunni, sem í heimildum eins og Landnámu eru útskýrð útfrá persónum eða atburðum. Þetta ætla ég að rifja upp og nefna dæmi,“ segir Helgi Skúli Kjartansson sagnfræðingur um efni fyrirlesturs sem hann heldur í Odda í dag klukkan 13.15. Hann kveðst hafa nýútkomna bók Gunnars Karlssonar sagnfræðiprófessors, Landám Íslands, til hliðsjónar. „Bók Gunnars minnir á hvað það breytti miklu í viðhorfi til fornra fræða að Þórhallur kom fram með sína náttúrunafnakenningu í kringum 1970. Á þeim tíma tóku menn almennt mark á Landnámabók sem nokkuð trúverðugri heimild, jafnvel í smáatriðum, þó túlkun á Íslendingasögunum hefði breyst. En þar er mikið um örnefni og skýringar á tildrögum þeirra sem Þórhallur Vilmundarson hafnaði í stórum stíl.“ Örnefnið Kambsnes við Hvammsfjörð er dæmi um misræmi milli Landnámu og kenninga Þórhalls, að sögn Helga Skúla. „Landnáma telur að Kambsnes heiti svo af því að Auður djúpúðga hafi týnt kömbum sínum þar þegar hún var að nema land. En Þórhallur bendir á að klettakambur liggi eftir nesinu sem það dragi nokkuð augljóslega nafn sitt af. Svona gengur hann á röðina.“ Helgi Skúli segir það lögmál í sagnageymd að auðveldast sé að muna atburði og persónur. „Það blasir við að á fyrstu öldum Íslandsbyggðar, áður en farið var að skrifa fornritin, hefur verið tilhneiging til að túlka örnefnin þannig að þau tengdust atburðum eða mannanöfnum. Að Öxará heiti svo af því einhver týndi öxinni sinni þar og Dýrafjörður af því landnámsmaðurinn þar hafi fengið viðurnefnið dýri. Sama er að segja um Tálknafjörð, í Landnámu er gert ráð fyrir að landnámsmaðurinn hafi heitið Tálkni en þar er fjall með því nafni sem lítur út eins og tálkn í fiski eða skíði í hval og skíðin hétu tálkn í gamla daga.“ Spurður hvort hann ætli bregða upp myndum máli sínu til stuðnings svarar Helgi Skúli. „Nei, ég verð eftirbátur Þórhalls því það var óvenjulegt hversu fyrirlestrar hans voru mikið myndstuddir en ég feta ekki í fótspor meistarans.“ Fyrirlesturinn er í stofu 106 í Odda, húsi HÍ, og hefst klukkan 13.15.
Menning Mest lesið Kyngdi stoltinu og fjölmargir buðu fram nýra Lífið Tók tíu klukkustundir að komast í búninginn Lífið Stjörnurnar á hrekkjavökunni: Louvre-þjófur og vampírur Lífið Tchéky Karyo látinn Lífið „Get ekki gengið óstudd og framundan er mikil endurhæfing“ Lífið Krakkatían: Dóra landkönnuður, Neyðarlínan og „borgin eilífa“ Lífið Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ Lífið Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Menning Telur Sweeney hafa verið blekkta í kjólinn Tíska og hönnun Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Lífið Fleiri fréttir Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Hrekkjavökubúningar sem er best að forðast Magnús Karel og Inga Lára hlutu menningarviðurkenningu Árborgar Cecilie tekur við af Auði Þórdís Dröfn hlaut Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar Katrín og Ragnar snúa aftur með nýja bók Fullkominn vettvangur til að verja vetrarfríinu Hver er uppáhaldsbókin þín eftir Halldór Laxness? Ný gjaldfrjáls íslensk-ensk veforðabók opnuð Ryan Eyford handhafi Vigdísarverðlaunanna 2025 Víkingur Heiðar hlýtur tónlistarverðlaun Norðurlandaráðs Lína orðin að „peningasjúkum TikTok-trúði“ eða sjálfsögð markaðssetning? Páll Baldvin fer fram gegn tillögu kjörnefndar Menningarvaktin: Ráðning óperustjóra jafn spennandi og þjálfara KR Trylltust við taktinn í barokkbúningum László Krasznahorkai hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Léleg“ hönnun gervigreindar reyndist mannanna verk Áhersla á hæglæti á Sequences Fögnuðu Heimsins besta degi í helvíti Markmiðið að græða ekkert og „helst tapa pening“ Heiður að fá að segja sögu kvennanna sem ruddu brautina „Kunna ekki að reikna, kunna svo ekki að skammast sín“ „Stefán er að hengja bakara fyrir að vera ekki smiður“ Sjá meira