Ætla að dansa fyrir lífið Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 11. febrúar 2017 13:15 Friðrik Agni og aðrir danskennarar í World Class í Laugum í góðum gír. Vísir/Anton Brink „Við danskennararnir hjá World Class í Laugum ákváðum að taka höndum saman og standa að viðburði til ágóða fyrir börn í Sýrlandi. Þátttaka kostar 2000 krónur og rennur beint til Unicef,“ segir Friðrik Agni Árnason um 90 mínútna Zumbadanstíma sem hann og kollegar hans í Laugum hafa skipulagt á morgun, sunnudag, klukkan 12.30. Hann kveðst hafa sett sig í samband við Unicef og þar hafi þessu framtaki verið fagnað. Friðrik segir einn sal í Laugum tekinn undir dansinn og reiknar með að koma þar inn 80 til 90 manns. „Fyrstir koma, fyrstir fá en við erum opin fyrir því að endurtaka leikinn nokkrum sinnum á ári ef við komum ekki öllum að núna og höfum undirbúið Unicef undir það.“ Mikill áhugi fyrir dansinum, að sögn Friðriks. „Það eru margir sem ætla að dansa. Tvö þúsund kall er heldur ekki mikið til að sjá af, það er nú bara það sem margir gefa í safnanir. Með þessu móti erum við virk í að gefa til góðgerðarstarfs og komum sjálfum okkur á hreyfingu,“ bendir hann á. „Öllum rennur til rifja að sjá myndir frá Aleppo í Sýrlandi, sérstaklega af litlum börnum. Margir deila þeim á samfélagsmiðlum og finna til samúðar,“ segir Friðrik og kveðst hafa verið í þeim flokki. „Mér fannst ég svo ráðalaus en þegar ég fór að skoða mitt daglega líf betur þá sá ég að það eru leiðir til að gera eitthvað í málunum, þó það sé ekki mikið. Mér fannst ekki nóg að deila myndum á fésbók og sendi því skeyti á alla danskennarana í World Class og sagði að þarna væri tækifæri fyrir okkur að gera eitthvað saman, þeir voru hjartanlega sammála.“ Hann segir hugmyndina þá að dansa fyrir lífi barna sem nú líða skort og hörmungar en eigi vonandi framtíðina fyrir sér og dreifa um leið jákvæðni og gleði út í stríðshrjáðan heim. „Það er þess virði,“ segir hann. „Og margt smátt gerir að lokum eitt stórt.“ Friðrik getur þess að allir sem mæti í dansinn fái gjafapoka með dr. organik vörum. Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 11. febrúar 2017. Lífið Mest lesið Stærsta þorrablót landsins Lífið Fann ástina og setur íbúðina á sölu Lífið Ómerkilegir þættir um merkilega konu Gagnrýni „Hann er það reiður að hann skaðar sjálfan sig“ Lífið Konurnar í blauta hádegismatnum kröfuharðastar Lífið Fallegustu bækur í heimi eru í Garðabæ Lífið Emilia Pérez með met margar tilnefningar til Óskars Lífið Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Þau eru tilnefnd fyrir verstu kvikmyndagerðina Bíó og sjónvarp Bleikur draumur í Hafnarfirði Lífið Fleiri fréttir Stærsta þorrablót landsins Fann ástina og setur íbúðina á sölu Fallegustu bækur í heimi eru í Garðabæ Brilljant hugmyndir fyrir bóndadaginn Þetta heita „glöðustu hundar“ bræðranna Sveitapiltur úr Tungunum stýrir gullnámu á slóðum Eiríks rauða Bleikur draumur í Hafnarfirði Konurnar í blauta hádegismatnum kröfuharðastar „Hann er það reiður að hann skaðar sjálfan sig“ Emilia Pérez með met margar tilnefningar til Óskars Snerting ekki tilnefnd til Óskars Í beinni: Verður Snerting tilnefnd til Óskars? Gervais minnist hundsins úr After Life „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Harry fær afsökunarbeiðni Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Meintur stuldur á borð RÚV Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Sjá meira
„Við danskennararnir hjá World Class í Laugum ákváðum að taka höndum saman og standa að viðburði til ágóða fyrir börn í Sýrlandi. Þátttaka kostar 2000 krónur og rennur beint til Unicef,“ segir Friðrik Agni Árnason um 90 mínútna Zumbadanstíma sem hann og kollegar hans í Laugum hafa skipulagt á morgun, sunnudag, klukkan 12.30. Hann kveðst hafa sett sig í samband við Unicef og þar hafi þessu framtaki verið fagnað. Friðrik segir einn sal í Laugum tekinn undir dansinn og reiknar með að koma þar inn 80 til 90 manns. „Fyrstir koma, fyrstir fá en við erum opin fyrir því að endurtaka leikinn nokkrum sinnum á ári ef við komum ekki öllum að núna og höfum undirbúið Unicef undir það.“ Mikill áhugi fyrir dansinum, að sögn Friðriks. „Það eru margir sem ætla að dansa. Tvö þúsund kall er heldur ekki mikið til að sjá af, það er nú bara það sem margir gefa í safnanir. Með þessu móti erum við virk í að gefa til góðgerðarstarfs og komum sjálfum okkur á hreyfingu,“ bendir hann á. „Öllum rennur til rifja að sjá myndir frá Aleppo í Sýrlandi, sérstaklega af litlum börnum. Margir deila þeim á samfélagsmiðlum og finna til samúðar,“ segir Friðrik og kveðst hafa verið í þeim flokki. „Mér fannst ég svo ráðalaus en þegar ég fór að skoða mitt daglega líf betur þá sá ég að það eru leiðir til að gera eitthvað í málunum, þó það sé ekki mikið. Mér fannst ekki nóg að deila myndum á fésbók og sendi því skeyti á alla danskennarana í World Class og sagði að þarna væri tækifæri fyrir okkur að gera eitthvað saman, þeir voru hjartanlega sammála.“ Hann segir hugmyndina þá að dansa fyrir lífi barna sem nú líða skort og hörmungar en eigi vonandi framtíðina fyrir sér og dreifa um leið jákvæðni og gleði út í stríðshrjáðan heim. „Það er þess virði,“ segir hann. „Og margt smátt gerir að lokum eitt stórt.“ Friðrik getur þess að allir sem mæti í dansinn fái gjafapoka með dr. organik vörum. Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 11. febrúar 2017.
Lífið Mest lesið Stærsta þorrablót landsins Lífið Fann ástina og setur íbúðina á sölu Lífið Ómerkilegir þættir um merkilega konu Gagnrýni „Hann er það reiður að hann skaðar sjálfan sig“ Lífið Konurnar í blauta hádegismatnum kröfuharðastar Lífið Fallegustu bækur í heimi eru í Garðabæ Lífið Emilia Pérez með met margar tilnefningar til Óskars Lífið Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Þau eru tilnefnd fyrir verstu kvikmyndagerðina Bíó og sjónvarp Bleikur draumur í Hafnarfirði Lífið Fleiri fréttir Stærsta þorrablót landsins Fann ástina og setur íbúðina á sölu Fallegustu bækur í heimi eru í Garðabæ Brilljant hugmyndir fyrir bóndadaginn Þetta heita „glöðustu hundar“ bræðranna Sveitapiltur úr Tungunum stýrir gullnámu á slóðum Eiríks rauða Bleikur draumur í Hafnarfirði Konurnar í blauta hádegismatnum kröfuharðastar „Hann er það reiður að hann skaðar sjálfan sig“ Emilia Pérez með met margar tilnefningar til Óskars Snerting ekki tilnefnd til Óskars Í beinni: Verður Snerting tilnefnd til Óskars? Gervais minnist hundsins úr After Life „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Harry fær afsökunarbeiðni Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Meintur stuldur á borð RÚV Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Sjá meira