Aðeins 35 komast á lokahringinn í Ástralíu Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 10. febrúar 2017 11:00 Valdís Þóra Jónsdóttir. Mynd/Golfsamband Íslands Valdís Þóra Jónsdóttir á fyrir höndum baráttu um að komast á lokahringinn á sínu fyrsta móti á Evrópumótaröðini í golfi, sem nú stendur yfir í Ástralíu. Hún lék á pari vallarins í nótt og er á samtals tveimur undir pari eftir fyrstu tvo hringina, í 35.-45. sæti. Sjá einnig: Valdís Þóra komst í gegnum niðurskurðinn Fram kemur á golf.is að aðeins efstu 35 kylfingarnir eftir þrjá keppnisdaga fá að spila á lokahringnum aðfaranótt sunnudags. Það er engu að síður ljóst að Valdís Þóra er örugg með verðlaunafé og stig á mótaröðinni. „Staðan er allt í lagi eftir 36 holur en ég setti ekki pútt oafní á öðrum hringnum,“ sagði Valdís Þóra í samtali við golf.is. „Ég var í fínum færum og hitti sautján flatir í tilætluðum höggafjölda,“ segir Valdís Þóra sem bætir við að hún hafi verið með 35 pútt sem hafi verið of mikið. „Þau hljóta að fara að detta. Aðstæður voru svipaðar í dag og á fyrsta hringnum. Það bætti aðeins í vindinn eftir hádegi eins og það gerir hér á þessum slóðum.“ Valdís Þóra hefur leik á þriðja keppnishring klukkan 20:40 í kvöld, að íslenskum tíma. Golf Mest lesið Slapp við annað gula spjaldið og var hetja Tottenahm stuttu síðar Enski boltinn Van Dijk: Átti augljóslega að vera hans annað gula spjald Enski boltinn Gæti mætt mömmu sinni á EM Sport Stalst í síma liðsfélaga og tók sjötíu sjálfur Körfubolti „Ég mun vera með þetta út ferilinn minn, bara fyrir þig“ Körfubolti Fyrrum vonarstjarna Rússa lést á víglínunni í Úkraínu Fótbolti Breska frjálsíþróttasambandið ákært fyrir manndráp Sport „Vonandi eitthvað til að byggja á í Evrópuleiknum“ Handbolti Dagskráin: Bónus deild karla í körfu í aðalhlutverki Sport „Vonandi náum við að stækka hópinn og gera magnaða hluti í vor” Körfubolti Fleiri fréttir Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira
Valdís Þóra Jónsdóttir á fyrir höndum baráttu um að komast á lokahringinn á sínu fyrsta móti á Evrópumótaröðini í golfi, sem nú stendur yfir í Ástralíu. Hún lék á pari vallarins í nótt og er á samtals tveimur undir pari eftir fyrstu tvo hringina, í 35.-45. sæti. Sjá einnig: Valdís Þóra komst í gegnum niðurskurðinn Fram kemur á golf.is að aðeins efstu 35 kylfingarnir eftir þrjá keppnisdaga fá að spila á lokahringnum aðfaranótt sunnudags. Það er engu að síður ljóst að Valdís Þóra er örugg með verðlaunafé og stig á mótaröðinni. „Staðan er allt í lagi eftir 36 holur en ég setti ekki pútt oafní á öðrum hringnum,“ sagði Valdís Þóra í samtali við golf.is. „Ég var í fínum færum og hitti sautján flatir í tilætluðum höggafjölda,“ segir Valdís Þóra sem bætir við að hún hafi verið með 35 pútt sem hafi verið of mikið. „Þau hljóta að fara að detta. Aðstæður voru svipaðar í dag og á fyrsta hringnum. Það bætti aðeins í vindinn eftir hádegi eins og það gerir hér á þessum slóðum.“ Valdís Þóra hefur leik á þriðja keppnishring klukkan 20:40 í kvöld, að íslenskum tíma.
Golf Mest lesið Slapp við annað gula spjaldið og var hetja Tottenahm stuttu síðar Enski boltinn Van Dijk: Átti augljóslega að vera hans annað gula spjald Enski boltinn Gæti mætt mömmu sinni á EM Sport Stalst í síma liðsfélaga og tók sjötíu sjálfur Körfubolti „Ég mun vera með þetta út ferilinn minn, bara fyrir þig“ Körfubolti Fyrrum vonarstjarna Rússa lést á víglínunni í Úkraínu Fótbolti Breska frjálsíþróttasambandið ákært fyrir manndráp Sport „Vonandi eitthvað til að byggja á í Evrópuleiknum“ Handbolti Dagskráin: Bónus deild karla í körfu í aðalhlutverki Sport „Vonandi náum við að stækka hópinn og gera magnaða hluti í vor” Körfubolti Fleiri fréttir Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira