Ekki útilokað að það komi fram játning frá skipverjanum Snærós Sindradóttir skrifar 10. febrúar 2017 07:00 Grímur Grímsson stýrir rannsókn á morðinu á Birnu. vísir/anton brink Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu bíður enn niðurstöðu úr rannsókn á lífsýnum af fatnaði og öðrum munum sem hald var lagt á í tengslum við hvarfið á Birnu Brjánsdóttur. Sýnin voru send utan til rannsóknar fyrir þremur vikum. Forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, Kári Stefánsson, hefur talað fyrir því að slíkar rannsóknir ætti að gera hér á landi enda sé bæði þekking og tækjabúnaður til staðar svo hægt væri að reka slíka rannsóknarstofu. Grímur Grímsson, yfirmaður miðlægrar deildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, segir að vissulega væri betra ef niðurstöður lífsýna lægju fyrir í málinu. „Það væri heppilegt að geta gert þetta eins hratt og mögulegt er. Hins vegar vil ég benda á að við fengum mjög hraða afgreiðslu á fyrstu sýnum. Ég tek samt alveg undir að það væri mjög heppilegt ef hægt væri að gera þetta á Íslandi. Að ég tali nú ekki um ef þekkingin er fyrir hendi, að þá sé reynt að koma málum þannig fyrir að þetta sé hægt.“ Lögreglan er búin að fara yfir öll sönnunargögn í málinu og undirbýr nú gagnapakka sem hægt verður að senda til héraðssaksóknara. Skipverjinn, sem setið hefur í gæsluvarðhaldi í þrjár vikur grunaður um að hafa banað Birnu, hefur ekki játað aðild að málinu. „Mér finnst ekkert útilokað að það komi einhvern tímann fram játning. Kannski ber manni að tala varlega um þetta en við trúum því að gögn málsins bendi til þess að maðurinn sem við höfum í haldi hafi gerst sekur um þetta ódæði. Engu að síður getum við ekki heimtað játningu. Það er réttur hvers grunaðs manns að tjá sig ekki,“ segir Grímur.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Birtist í Fréttablaðinu Birna Brjánsdóttir Tengdar fréttir Sakar ráðherra um blaður um rannsóknir á lífsýnum Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, segir Sigríði Á. Andersen, dómsmálaráðherra, ekki fara með rétt mál varðandi hugsanlega aðkomu ÍE að greiningu lífsýna fyrir lögregluna. 7. febrúar 2017 07:00 Lögreglan telur sig vita hvernig Birnu var ráðinn bani Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn sem stýrir rannsókn lögreglu í máli Birnu Brjánsdóttur, segist eiga von á því að skipverjarnir tveir af Polar Nanoq, sem sitja í gæsluvarðhaldi grunaðir um að bera ábyrgð á dauða Birnu, verði yfirheyrðir á morgun frekar en í dag. 30. janúar 2017 10:20 Mest lesið Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Innlent Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Innlent Snorri rýfur þögnina: Viðbrögðin staðfesti áhyggjur af þöggun Innlent „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Innlent „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Innlent Móðirin á Edition gengur laus Innlent „Fáum enn á borð til okkar atriði sem maður missir hökuna yfir“ Innlent Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Erlent „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ Innlent Boða mann til landsins vegna líkamsárásar þegar hann var sextán ára Innlent Fleiri fréttir Ofsótt af ellihrelli sem enn gengur laus Kvenmannshár í farangurshlera reyndist vera hrekkjavökuskraut Formannsslagur í vændum hjá Ungu jafnaðarfólki Móðirin á Edition gengur laus Fjórðungur drekki orkudrykki daglega Líkur á nýju eldgosi meiri í seinni hluta september Boða mann til landsins vegna líkamsárásar þegar hann var sextán ára Snorri rýfur þögnina: Viðbrögðin staðfesti áhyggjur af þöggun „Fáum enn á borð til okkar atriði sem maður missir hökuna yfir“ Stjórn Samtakanna ´78 fordæmir hótanir í garð Snorra og fjölskyldu Feðgar alsælir með fyrsta rafmagnsvörubílinn Segir ómögulegt að spá fyrir um kostnað vegna starfslokanna Jarðskjálfti að stærð 3,7 í norðvestanverðri öskju Bárðarbungu Vildi enga „lobbýista“ í nýskipað atvinnustefnuráð „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ „Við viljum að fjölskyldan fari saman heim“ Innkalla Ashwagandha vegna mögulegs jarðhnetusmits Forsætisráðherra segir tíma stórframkvæmda runninn upp Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Engan sakaði þegar eldur kviknaði í bát út af Tjörnesi „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Bein útsending: Brunavarnir og öryggi til framtíðar Bein útsending: Mótun nýrrar atvinnustefnu og vaxtarplan til 2035 „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Hitamet féll á Egilsstöðum í ágúst Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Gætu fengið að kjósa í sínu gamla sveitarfélagi „Við hvað ertu hræddur?“ Nálgunarbannið of torsótt og máttlaust án ökklabands Sjá meira
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu bíður enn niðurstöðu úr rannsókn á lífsýnum af fatnaði og öðrum munum sem hald var lagt á í tengslum við hvarfið á Birnu Brjánsdóttur. Sýnin voru send utan til rannsóknar fyrir þremur vikum. Forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, Kári Stefánsson, hefur talað fyrir því að slíkar rannsóknir ætti að gera hér á landi enda sé bæði þekking og tækjabúnaður til staðar svo hægt væri að reka slíka rannsóknarstofu. Grímur Grímsson, yfirmaður miðlægrar deildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, segir að vissulega væri betra ef niðurstöður lífsýna lægju fyrir í málinu. „Það væri heppilegt að geta gert þetta eins hratt og mögulegt er. Hins vegar vil ég benda á að við fengum mjög hraða afgreiðslu á fyrstu sýnum. Ég tek samt alveg undir að það væri mjög heppilegt ef hægt væri að gera þetta á Íslandi. Að ég tali nú ekki um ef þekkingin er fyrir hendi, að þá sé reynt að koma málum þannig fyrir að þetta sé hægt.“ Lögreglan er búin að fara yfir öll sönnunargögn í málinu og undirbýr nú gagnapakka sem hægt verður að senda til héraðssaksóknara. Skipverjinn, sem setið hefur í gæsluvarðhaldi í þrjár vikur grunaður um að hafa banað Birnu, hefur ekki játað aðild að málinu. „Mér finnst ekkert útilokað að það komi einhvern tímann fram játning. Kannski ber manni að tala varlega um þetta en við trúum því að gögn málsins bendi til þess að maðurinn sem við höfum í haldi hafi gerst sekur um þetta ódæði. Engu að síður getum við ekki heimtað játningu. Það er réttur hvers grunaðs manns að tjá sig ekki,“ segir Grímur.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Birtist í Fréttablaðinu Birna Brjánsdóttir Tengdar fréttir Sakar ráðherra um blaður um rannsóknir á lífsýnum Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, segir Sigríði Á. Andersen, dómsmálaráðherra, ekki fara með rétt mál varðandi hugsanlega aðkomu ÍE að greiningu lífsýna fyrir lögregluna. 7. febrúar 2017 07:00 Lögreglan telur sig vita hvernig Birnu var ráðinn bani Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn sem stýrir rannsókn lögreglu í máli Birnu Brjánsdóttur, segist eiga von á því að skipverjarnir tveir af Polar Nanoq, sem sitja í gæsluvarðhaldi grunaðir um að bera ábyrgð á dauða Birnu, verði yfirheyrðir á morgun frekar en í dag. 30. janúar 2017 10:20 Mest lesið Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Innlent Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Innlent Snorri rýfur þögnina: Viðbrögðin staðfesti áhyggjur af þöggun Innlent „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Innlent „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Innlent Móðirin á Edition gengur laus Innlent „Fáum enn á borð til okkar atriði sem maður missir hökuna yfir“ Innlent Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Erlent „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ Innlent Boða mann til landsins vegna líkamsárásar þegar hann var sextán ára Innlent Fleiri fréttir Ofsótt af ellihrelli sem enn gengur laus Kvenmannshár í farangurshlera reyndist vera hrekkjavökuskraut Formannsslagur í vændum hjá Ungu jafnaðarfólki Móðirin á Edition gengur laus Fjórðungur drekki orkudrykki daglega Líkur á nýju eldgosi meiri í seinni hluta september Boða mann til landsins vegna líkamsárásar þegar hann var sextán ára Snorri rýfur þögnina: Viðbrögðin staðfesti áhyggjur af þöggun „Fáum enn á borð til okkar atriði sem maður missir hökuna yfir“ Stjórn Samtakanna ´78 fordæmir hótanir í garð Snorra og fjölskyldu Feðgar alsælir með fyrsta rafmagnsvörubílinn Segir ómögulegt að spá fyrir um kostnað vegna starfslokanna Jarðskjálfti að stærð 3,7 í norðvestanverðri öskju Bárðarbungu Vildi enga „lobbýista“ í nýskipað atvinnustefnuráð „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ „Við viljum að fjölskyldan fari saman heim“ Innkalla Ashwagandha vegna mögulegs jarðhnetusmits Forsætisráðherra segir tíma stórframkvæmda runninn upp Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Engan sakaði þegar eldur kviknaði í bát út af Tjörnesi „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Bein útsending: Brunavarnir og öryggi til framtíðar Bein útsending: Mótun nýrrar atvinnustefnu og vaxtarplan til 2035 „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Hitamet féll á Egilsstöðum í ágúst Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Gætu fengið að kjósa í sínu gamla sveitarfélagi „Við hvað ertu hræddur?“ Nálgunarbannið of torsótt og máttlaust án ökklabands Sjá meira
Sakar ráðherra um blaður um rannsóknir á lífsýnum Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, segir Sigríði Á. Andersen, dómsmálaráðherra, ekki fara með rétt mál varðandi hugsanlega aðkomu ÍE að greiningu lífsýna fyrir lögregluna. 7. febrúar 2017 07:00
Lögreglan telur sig vita hvernig Birnu var ráðinn bani Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn sem stýrir rannsókn lögreglu í máli Birnu Brjánsdóttur, segist eiga von á því að skipverjarnir tveir af Polar Nanoq, sem sitja í gæsluvarðhaldi grunaðir um að bera ábyrgð á dauða Birnu, verði yfirheyrðir á morgun frekar en í dag. 30. janúar 2017 10:20