Aðalfundur SVFR mótmælir áformum um sjókvíaeldi Karl Lúðvíksson skrifar 28. febrúar 2017 10:11 Eins og áður hefur komið fram var aðalfundur Stangaveiðifélags Reykjavíkur haldinn 25. febrúar. Vel var mætt á fundinn í blíðskaparveðri í Elliðaárdalnum. Fram fóru venjubundin aðalfundarstörf og gékk fundurinn vel fyrir sig. Mikil endurnýjun átti sér stað í stjórn félagsins en þau Ragnheiður Thorsteinsson, Hörður Vilberg og Ásmundur Helgason sóttust ekki eftir endurkjöri, en Stangaveiðifélag Reykjavíkur þakkar þeim fyrir vel unnin störf á undanförnum árum. Það voru því sex aðilar sem sóttust eftir kjöri til stjórnarsetu í þau þrjú sæti sem laus voru í stjórn félagsins. Það fór svo að Ágústa Katrín Guðmundsdóttir, Ólafur Br. Finnbogason og Jóhann Kristinn Jóhannesson hlutu kosningu. Árni Friðleifsson var einn í kjöri til formanns félagsins og var hann því sjálfkjörinn. Nokkuð var um smávægilegar lagabreytingartillögur sem allar voru samþykktar, þær er hægt að kynna sér betur HÉR.Ein ályktun kom til skjala og var hún frá stjórn félagsins sem ályktaði frekar um laxeldi og hljóðar hún svo: „Aðalfundur SVFR 25. febrúar, 2017 ítrekar mótmæli sín gegn þeim áformum sem fram eru komin um viðamikið sjókvíaeldi við Íslandsstrendur. Rannsóknir og reynsla annarra þjóða sem stunda laxeldi í opnum sjókvíum er sú að smitsjúkdómar, sníkjudýr og sleppifiskar munu óhjákvæmilega skaða lífríki í ám og vötnum hér á landi. Víst er að óhjákvæmileg genablöndun eldislax og villtra laxastofna mun valda óbætanlegu tjóni. Enn er brotalöm í stjórnsýslunni varðandi leyfisveitingar, reglur um staðsetningu eldiskvía og eftirlit með starfsemi eldisstöðva. Því er þess er krafist að regluverki um fiskeldi verði komið í viðunandi horf og fram fari óháð áhættumat á þeim skaða sem fiskeldi er talið hafa í för með sér, svo og fullkomið mat á verndargildi fiska og fugla áður en frekari framkvæmdaleyfi verði gefin út.“ Mest lesið Metsumar í Stóru Laxá - 795 laxar á land Veiði Hnúðlax farin að veiðast víða Veiði Verðlækkun í Rússnesku ánum Veiði Federal skotin loksins fáanleg aftur á Íslandi Veiði Rjúpusnafsinn ómissandi hjá mörgum Veiði Grálúsugir laxar í lok október Veiði Lækkað verð á vatnasvæði Lýsu Veiði Misvísandi skilaboð frá LV varðandi útboð og hækkanir Veiði Íslenska Fluguveiðisýningin úthlutar styrkjum Veiði Ertu þú að henda laxi á hverju vori? Veiði
Eins og áður hefur komið fram var aðalfundur Stangaveiðifélags Reykjavíkur haldinn 25. febrúar. Vel var mætt á fundinn í blíðskaparveðri í Elliðaárdalnum. Fram fóru venjubundin aðalfundarstörf og gékk fundurinn vel fyrir sig. Mikil endurnýjun átti sér stað í stjórn félagsins en þau Ragnheiður Thorsteinsson, Hörður Vilberg og Ásmundur Helgason sóttust ekki eftir endurkjöri, en Stangaveiðifélag Reykjavíkur þakkar þeim fyrir vel unnin störf á undanförnum árum. Það voru því sex aðilar sem sóttust eftir kjöri til stjórnarsetu í þau þrjú sæti sem laus voru í stjórn félagsins. Það fór svo að Ágústa Katrín Guðmundsdóttir, Ólafur Br. Finnbogason og Jóhann Kristinn Jóhannesson hlutu kosningu. Árni Friðleifsson var einn í kjöri til formanns félagsins og var hann því sjálfkjörinn. Nokkuð var um smávægilegar lagabreytingartillögur sem allar voru samþykktar, þær er hægt að kynna sér betur HÉR.Ein ályktun kom til skjala og var hún frá stjórn félagsins sem ályktaði frekar um laxeldi og hljóðar hún svo: „Aðalfundur SVFR 25. febrúar, 2017 ítrekar mótmæli sín gegn þeim áformum sem fram eru komin um viðamikið sjókvíaeldi við Íslandsstrendur. Rannsóknir og reynsla annarra þjóða sem stunda laxeldi í opnum sjókvíum er sú að smitsjúkdómar, sníkjudýr og sleppifiskar munu óhjákvæmilega skaða lífríki í ám og vötnum hér á landi. Víst er að óhjákvæmileg genablöndun eldislax og villtra laxastofna mun valda óbætanlegu tjóni. Enn er brotalöm í stjórnsýslunni varðandi leyfisveitingar, reglur um staðsetningu eldiskvía og eftirlit með starfsemi eldisstöðva. Því er þess er krafist að regluverki um fiskeldi verði komið í viðunandi horf og fram fari óháð áhættumat á þeim skaða sem fiskeldi er talið hafa í för með sér, svo og fullkomið mat á verndargildi fiska og fugla áður en frekari framkvæmdaleyfi verði gefin út.“
Mest lesið Metsumar í Stóru Laxá - 795 laxar á land Veiði Hnúðlax farin að veiðast víða Veiði Verðlækkun í Rússnesku ánum Veiði Federal skotin loksins fáanleg aftur á Íslandi Veiði Rjúpusnafsinn ómissandi hjá mörgum Veiði Grálúsugir laxar í lok október Veiði Lækkað verð á vatnasvæði Lýsu Veiði Misvísandi skilaboð frá LV varðandi útboð og hækkanir Veiði Íslenska Fluguveiðisýningin úthlutar styrkjum Veiði Ertu þú að henda laxi á hverju vori? Veiði