Verður litli bróðir Bentayga rafmagnsbíll? Finnur Thorlacius skrifar 27. febrúar 2017 10:16 Bentley Bentayga jeppinn er dýrasti fjöldaframleiddi jeppi sem kaupa má og með 600 hestafla W12 vél. Bentley hefur nú haft Bentayga jeppann sinn í sölu í um eitt ár og ætlar ekki að láta staðar numið í framleiðslu torfæruhæfra bíla. Til stendur að framleiða einnig minni bíl en Bentayga, sem gæti þá fremur talist jepplingur og vel kemur til greina hjá Bentley að hann verði eingöngu drifinn rafmagni. Vel hefur gengið að selja hinn 600 hestafla Bentley Bentayga með sína 12 strokka vél, en þar fer sannarlega íhaldssöm aflrás. Bentley hyggst horfa meira til framtíðar með aflrás jepplingsins og telur að hann þurfi sérstöðu í formi hennar. Bentley telur sig vita að fyrirtækið eigi vísa kaupendur af vönduðum jepplingi með Bentley merkið á húddinu. Þeir kúnnar kunni þó margir hverjir að vera nýir viðskiptavinir Bentley. Þau orð gætu bent til þess að tilvonandi jepplingur verði ef til vill ekki svívirðilega dýr, heldur e.t.v. á færi fleiri kaupenda en þeirra sem kaupa fólksbíla Bentley. Hjá Bentley er meiningin að hver einasti bíll sem fyrirtækið býður verði með rafmótora, en í flestum tilvikum til aðstoðar öflugri brunavél. Jepplingurinn gæti þó orðið sá fyrsti hjá Bentley sem eingöngu notast við rafmagn sem aflgjafa. Líklega er ekki von á þessum nýja jeppligi Bentley fyrr en við enda þessa áratugar. Bentley bílamerkið er hluti af stóru bílafjölskyldu Volkswagen Group. Mest lesið Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Erlent Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Innlent Stóru eldarnir enn hömlulausir Erlent Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Erlent Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Erlent Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Erlent „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Innlent Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent
Bentley hefur nú haft Bentayga jeppann sinn í sölu í um eitt ár og ætlar ekki að láta staðar numið í framleiðslu torfæruhæfra bíla. Til stendur að framleiða einnig minni bíl en Bentayga, sem gæti þá fremur talist jepplingur og vel kemur til greina hjá Bentley að hann verði eingöngu drifinn rafmagni. Vel hefur gengið að selja hinn 600 hestafla Bentley Bentayga með sína 12 strokka vél, en þar fer sannarlega íhaldssöm aflrás. Bentley hyggst horfa meira til framtíðar með aflrás jepplingsins og telur að hann þurfi sérstöðu í formi hennar. Bentley telur sig vita að fyrirtækið eigi vísa kaupendur af vönduðum jepplingi með Bentley merkið á húddinu. Þeir kúnnar kunni þó margir hverjir að vera nýir viðskiptavinir Bentley. Þau orð gætu bent til þess að tilvonandi jepplingur verði ef til vill ekki svívirðilega dýr, heldur e.t.v. á færi fleiri kaupenda en þeirra sem kaupa fólksbíla Bentley. Hjá Bentley er meiningin að hver einasti bíll sem fyrirtækið býður verði með rafmótora, en í flestum tilvikum til aðstoðar öflugri brunavél. Jepplingurinn gæti þó orðið sá fyrsti hjá Bentley sem eingöngu notast við rafmagn sem aflgjafa. Líklega er ekki von á þessum nýja jeppligi Bentley fyrr en við enda þessa áratugar. Bentley bílamerkið er hluti af stóru bílafjölskyldu Volkswagen Group.
Mest lesið Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Erlent Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Innlent Stóru eldarnir enn hömlulausir Erlent Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Erlent Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Erlent Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Erlent „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Innlent Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent