Innlent

Strætó hefur akstur aftur

Samúel Karl Ólason skrifar
Ófærð er víða á höfuðborgarsvæðinu eftir metsnjókomu.
Ófærð er víða á höfuðborgarsvæðinu eftir metsnjókomu. Vísir/Sammi
Uppfært 14:45

Ferðaþjónusta fatlaðra fer ekki í gang klukkan þrjú eins og reiknað var með. Hún mun frestast þar til klukkan sjö í kvöld. Keyrt verður þar sem færð leyfir, en ýmsar húsa- og hliðargötur eru eki færar enn. Sama fyrirkomulag verður í fyrramálið.

Uppfært 13:55

Akstur Strætó á höfuðborgarsvæðinu er kominn aftur í gang, en hann var felldur niður í morgun vegna færðar. Farþegar mega búast við því að umferðin verði aðeins hægari og þyngri en vanalega.



Uppfært 12:00

Ekki þykir færi á að hefja akstur Strætó að svo stöddu. Staðan verður endurskoðuð um klukkan tvö í dag.



Allar ferðir Strætó falla niður fram að hádegi í dag og verður athugað þá hvort að ferðir gangi, samkvæmt tilkynningu.

Ferðaþjónusta Fatlaðra verður ekki ekið fyrr en eftir kl 15:00. Vísað er á upplýsingar á heimasíðu Strætó.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×