Tekur þátt í Mozart-maraþoni Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 25. febrúar 2017 08:45 Félagarnir í Auryn-quartett með Ásdísi á milli sín. Vísir/Vilhelm Kammermúsíkklúbburinn fagnar 60 ára afmæli sínu með tvennum tónleikum nú um helgina í Norðurljósasal Hörpu. Þar mun hinn þekkti þýski strengjakvartett Auryn-quartet flytja alla sex strengjakvintetta Mozarts, ásamt Ásdísi Valdimarsdóttur víóluleikara. Ásdís býr í Hollandi en er stödd hjá Þórunni systur sinni þegar í hana næst, nýkomin af æfingu í Hörpu. Hún segir óvenju langt síðan hún kom heim síðast. „Ég kom í jarðarför stjúpa míns í janúar í fyrra en árið áður kom ég fimm sinnum, meðal annars til að spila með Kammermúsíkklúbbnum með Einari Jóhannessyni. Ég hef spilað nánast á hverju ári fyrir klúbbinn undanfarið og er ægilega ánægð með að hann var tilbúinn að leyfa mér að koma með þennan kvartett að spila alla kvintetta Mozarts því ég var búin að reyna við Listahátíð en fékk aldrei svar. Ég held það sé mjög gaman fyrir Íslendinga að fá að heyra þessa tónlist, hún er sú fegursta í heimi.“ Félögunum í Auryn-quartett kveðst Ásdís hafa kynnst fljótlega eftir að hún lauk námi. „Ég held það hafi verið 1985 sem við spiluðum saman oktett eftir Mendelson. Fyrir nokkrum árum endurnýjuðum við kynnin því víóluleikarinn þeirra veiktist og ég hoppaði inn í fyrir hann. Í framhaldi af því buðu þeir mér að spila alla Mozartkvintettana með þeim á Ítalíu. Mér fannst það svo gaman að ég fór að hugsa að þetta yrði að gerast á Íslandi líka. Ég veit að þeir hafa aldrei verið fluttir í heild sinni hér og kvintett nr. 1 í B-dúr K174, hefur aldrei verið fluttur á Íslandi áður svo menn viti. Það er sá sem við byrjum á.“ Spurð hvort það sé ekki komin löng röð fyrir utan Hörpu svarar Ásdís. „Ég veit það ekki en vona bara að fólk komi. Þetta er svo guðdómleg tónlist, maður fer bara til himnaríkis meðan maður hlustar.“ Ásdís kveðst hafa komið með alla fjölskylduna heim núna, eiginmanninn Michael Stirling, sem er sellisti og er hálfur Breti og hálfur Frakki, og börnin tvö sem eru 12 ára og tæplega 16. „Við vorum svo heppin að það hittist þannig á að það er vetrarfrí í skólunum þessa viku og því gátum við komið öll,“ segir hún kampakát. Hún segir þau Michael hafa sest að í Hollandi fyrir 13 árum því hann hafi fengið svo góða vinnu þar en gæðin hafi minnkað vegna mikils niðurskurðar til lista í Hollandi. „Heimurinn er að breytast,“ segir hún. Tónleika Sinfóníuhljómsveitar Íslands lætur Ásdís ekki fram hjá sér fara þegar hún er á landinu. „Það er svo gaman að heyra í hljómsveitinni, mér finnst hún alltaf verða betri og betri. Ég held það sé svo gott fyrir sveitina að æfa í svona góðu húsi, þá heyrir fólk svo vel hvert í öðru.“Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 25. febrúar 2017 Menning Mest lesið Kyngdi stoltinu og fjölmargir buðu fram nýra Lífið Tók tíu klukkustundir að komast í búninginn Lífið Stjörnurnar á hrekkjavökunni: Louvre-þjófur og vampírur Lífið Tchéky Karyo látinn Lífið „Get ekki gengið óstudd og framundan er mikil endurhæfing“ Lífið Krakkatían: Dóra landkönnuður, Neyðarlínan og „borgin eilífa“ Lífið Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ Lífið Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Menning Telur Sweeney hafa verið blekkta í kjólinn Tíska og hönnun Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Lífið Fleiri fréttir Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Hrekkjavökubúningar sem er best að forðast Magnús Karel og Inga Lára hlutu menningarviðurkenningu Árborgar Cecilie tekur við af Auði Þórdís Dröfn hlaut Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar Katrín og Ragnar snúa aftur með nýja bók Fullkominn vettvangur til að verja vetrarfríinu Hver er uppáhaldsbókin þín eftir Halldór Laxness? Ný gjaldfrjáls íslensk-ensk veforðabók opnuð Ryan Eyford handhafi Vigdísarverðlaunanna 2025 Víkingur Heiðar hlýtur tónlistarverðlaun Norðurlandaráðs Lína orðin að „peningasjúkum TikTok-trúði“ eða sjálfsögð markaðssetning? Páll Baldvin fer fram gegn tillögu kjörnefndar Menningarvaktin: Ráðning óperustjóra jafn spennandi og þjálfara KR Trylltust við taktinn í barokkbúningum László Krasznahorkai hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Léleg“ hönnun gervigreindar reyndist mannanna verk Áhersla á hæglæti á Sequences Fögnuðu Heimsins besta degi í helvíti Markmiðið að græða ekkert og „helst tapa pening“ Heiður að fá að segja sögu kvennanna sem ruddu brautina „Kunna ekki að reikna, kunna svo ekki að skammast sín“ „Stefán er að hengja bakara fyrir að vera ekki smiður“ Sjá meira
Kammermúsíkklúbburinn fagnar 60 ára afmæli sínu með tvennum tónleikum nú um helgina í Norðurljósasal Hörpu. Þar mun hinn þekkti þýski strengjakvartett Auryn-quartet flytja alla sex strengjakvintetta Mozarts, ásamt Ásdísi Valdimarsdóttur víóluleikara. Ásdís býr í Hollandi en er stödd hjá Þórunni systur sinni þegar í hana næst, nýkomin af æfingu í Hörpu. Hún segir óvenju langt síðan hún kom heim síðast. „Ég kom í jarðarför stjúpa míns í janúar í fyrra en árið áður kom ég fimm sinnum, meðal annars til að spila með Kammermúsíkklúbbnum með Einari Jóhannessyni. Ég hef spilað nánast á hverju ári fyrir klúbbinn undanfarið og er ægilega ánægð með að hann var tilbúinn að leyfa mér að koma með þennan kvartett að spila alla kvintetta Mozarts því ég var búin að reyna við Listahátíð en fékk aldrei svar. Ég held það sé mjög gaman fyrir Íslendinga að fá að heyra þessa tónlist, hún er sú fegursta í heimi.“ Félögunum í Auryn-quartett kveðst Ásdís hafa kynnst fljótlega eftir að hún lauk námi. „Ég held það hafi verið 1985 sem við spiluðum saman oktett eftir Mendelson. Fyrir nokkrum árum endurnýjuðum við kynnin því víóluleikarinn þeirra veiktist og ég hoppaði inn í fyrir hann. Í framhaldi af því buðu þeir mér að spila alla Mozartkvintettana með þeim á Ítalíu. Mér fannst það svo gaman að ég fór að hugsa að þetta yrði að gerast á Íslandi líka. Ég veit að þeir hafa aldrei verið fluttir í heild sinni hér og kvintett nr. 1 í B-dúr K174, hefur aldrei verið fluttur á Íslandi áður svo menn viti. Það er sá sem við byrjum á.“ Spurð hvort það sé ekki komin löng röð fyrir utan Hörpu svarar Ásdís. „Ég veit það ekki en vona bara að fólk komi. Þetta er svo guðdómleg tónlist, maður fer bara til himnaríkis meðan maður hlustar.“ Ásdís kveðst hafa komið með alla fjölskylduna heim núna, eiginmanninn Michael Stirling, sem er sellisti og er hálfur Breti og hálfur Frakki, og börnin tvö sem eru 12 ára og tæplega 16. „Við vorum svo heppin að það hittist þannig á að það er vetrarfrí í skólunum þessa viku og því gátum við komið öll,“ segir hún kampakát. Hún segir þau Michael hafa sest að í Hollandi fyrir 13 árum því hann hafi fengið svo góða vinnu þar en gæðin hafi minnkað vegna mikils niðurskurðar til lista í Hollandi. „Heimurinn er að breytast,“ segir hún. Tónleika Sinfóníuhljómsveitar Íslands lætur Ásdís ekki fram hjá sér fara þegar hún er á landinu. „Það er svo gaman að heyra í hljómsveitinni, mér finnst hún alltaf verða betri og betri. Ég held það sé svo gott fyrir sveitina að æfa í svona góðu húsi, þá heyrir fólk svo vel hvert í öðru.“Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 25. febrúar 2017
Menning Mest lesið Kyngdi stoltinu og fjölmargir buðu fram nýra Lífið Tók tíu klukkustundir að komast í búninginn Lífið Stjörnurnar á hrekkjavökunni: Louvre-þjófur og vampírur Lífið Tchéky Karyo látinn Lífið „Get ekki gengið óstudd og framundan er mikil endurhæfing“ Lífið Krakkatían: Dóra landkönnuður, Neyðarlínan og „borgin eilífa“ Lífið Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ Lífið Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Menning Telur Sweeney hafa verið blekkta í kjólinn Tíska og hönnun Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Lífið Fleiri fréttir Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Hrekkjavökubúningar sem er best að forðast Magnús Karel og Inga Lára hlutu menningarviðurkenningu Árborgar Cecilie tekur við af Auði Þórdís Dröfn hlaut Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar Katrín og Ragnar snúa aftur með nýja bók Fullkominn vettvangur til að verja vetrarfríinu Hver er uppáhaldsbókin þín eftir Halldór Laxness? Ný gjaldfrjáls íslensk-ensk veforðabók opnuð Ryan Eyford handhafi Vigdísarverðlaunanna 2025 Víkingur Heiðar hlýtur tónlistarverðlaun Norðurlandaráðs Lína orðin að „peningasjúkum TikTok-trúði“ eða sjálfsögð markaðssetning? Páll Baldvin fer fram gegn tillögu kjörnefndar Menningarvaktin: Ráðning óperustjóra jafn spennandi og þjálfara KR Trylltust við taktinn í barokkbúningum László Krasznahorkai hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Léleg“ hönnun gervigreindar reyndist mannanna verk Áhersla á hæglæti á Sequences Fögnuðu Heimsins besta degi í helvíti Markmiðið að græða ekkert og „helst tapa pening“ Heiður að fá að segja sögu kvennanna sem ruddu brautina „Kunna ekki að reikna, kunna svo ekki að skammast sín“ „Stefán er að hengja bakara fyrir að vera ekki smiður“ Sjá meira