Villi Goði ætlar út á jeppanum sínum að bjarga Jakob Bjarnar skrifar 24. febrúar 2017 12:19 Ef þú ert fastur þá hringir þú í Villa Goða og hann kemur og bjargar málunum. Villi Goði, sem á árum áður var þekkt poppstjarna og kom fram með Todmobile, Buffinu og fleiri böndum, hefur undanfarin ár rekið sitt eigið ferðaþjónustufyrirtæki. Villi sendi út tilkynningu á Facebook í tilefni óveðursins fyrir stundu þar sem hann býður fram aðstoð sína til handa öllum þeim sem kunna að lenda í vandræðum í því óveðri sem nú gengur yfir landið: „ef einhver hér lendir í bílaveseni í ófærðinni í 50 km radíus við Reykjavík þá má hringja í mig og ég jeppast á staðinn og aðstoða. 896-8987 Knús, Villi eirðarlausi.“Fágæt greiðvikni og til eftirbreytni Villi sagðist hafa verið að vinna í tölvunni heima hjá sér og þegar hann sá óveðrið lemja rúðurnar greip hann óþreyja. „Mér fannst leiðinlegt og langaði út að leika. Þetta er fullkomin afsökun til að gera það,“ segir Villi í samtali við Vísi. „Þetta er fullkomin afsökun til að gera það. Svo náttúrlega að hjálpa fólki ef það lendir í veseni, leiðinlegt að vera á Yaris einhvers staðar fastur í snjó. Og ég bara heima á Patról og ´38 tommu dekkjum.“ Villi segir það einstaklega gaman þegar veður eru válynd að fara um á því tæki, fullur öryggis. „Maður gleðst. Rúllar yfir þetta allt án þess að vera í taugaáfalli.“ Þetta er greiðvikni til eftirbreytni, fágæt á þessum síðustu og verstu en Villi spyr: Hvers vegna ekki? „Því meiri kraft sem maður hefur í boði, þeim mun auðmjúkari og miskunnsamari á maður að vera gagnvart öðrum sem minna mega sín. Þeir mættu gá að því heimsleiðtogarnir. En, það eru litlu hlutirnir. Brosa.“„Ef einhver er í vandræðum kem ég og redda því“ Villi segir að hann hafi alltaf heillast af þeim sem fara út og bjarga. „Og mér finnst sjálfum voða gaman að geta hjálpað. Oft lent í því með túrista, þeir halda að þetta sé heimsendir. Fastir einhvers staðar. Þeir sjá ekkert og eru raunverulega skíthræddir. Fyrir lífi sínu. Smáræði, að kippa í með spotta, það er mikið fyrir þá. Þeir halda að allt sé búið. Lífsbjörg fyrir aðra.“ Villi segir að það hafi komið bakslag í þetta með að fara út að bjarga þegar kom á daginn í einhverju máli sem hann reynir að rifja upp að bjargvætturinn sé ábyrgur fyrir skemmdum sem kunna að verða á ökutækjum við björgunaraðgerðirnar. Þá dró úr mönnum en – sem er verra. Nú verði eiginlega að fara fram á það við fólk í nauðum að það verði sjálft að bera þá ábyrgð; en Villi lætur það ekki stoppa sig. Og bíður við símann. Blaðamaður Vísis var fyrstur til að hringja. „Já, eða ... ég bíð ekkert við símann. Ég hef alveg ýmislegt til að lifa fyrir. en, ef það er einhver í vandræðum þá kem ég og redda því.“ Veður Mest lesið Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Innlent Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Innlent Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Innlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Innlent Ekkert verður af kaupunum á Krafti Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Innlent Fleiri fréttir Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Árið í fyrra það heitasta frá upphafi mælinga 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Breytingar á Reykjavíkurflugvelli og asahláka Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Ekkert verður af kaupunum á Krafti „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Taka við rekstri Sæborgar á Skagaströnd Endurvekja Á allra vörum til að byggja nýtt Kvennaathvarf Fjölga leikskólaplássum um allt að 300 í Reykjavík Framlengir stuðningskerfi um ár en ræðst í endurskoðun Gular viðvaranir vegna hvassviðris og rigningar Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Leikskólarýmum fjölgað og brýnt að skýra áfengislöggjöfina Stækka leikskólann Múlaborg við Ármúla Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Hættir sem formaður Hagsmunasamtaka heimilanna Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Framsóknarmenn í Reykjavík vilja flýta flokksþingi Laxalús í sjókvíum smitist greiðlega í villta laxa Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Sjá meira
Villi Goði, sem á árum áður var þekkt poppstjarna og kom fram með Todmobile, Buffinu og fleiri böndum, hefur undanfarin ár rekið sitt eigið ferðaþjónustufyrirtæki. Villi sendi út tilkynningu á Facebook í tilefni óveðursins fyrir stundu þar sem hann býður fram aðstoð sína til handa öllum þeim sem kunna að lenda í vandræðum í því óveðri sem nú gengur yfir landið: „ef einhver hér lendir í bílaveseni í ófærðinni í 50 km radíus við Reykjavík þá má hringja í mig og ég jeppast á staðinn og aðstoða. 896-8987 Knús, Villi eirðarlausi.“Fágæt greiðvikni og til eftirbreytni Villi sagðist hafa verið að vinna í tölvunni heima hjá sér og þegar hann sá óveðrið lemja rúðurnar greip hann óþreyja. „Mér fannst leiðinlegt og langaði út að leika. Þetta er fullkomin afsökun til að gera það,“ segir Villi í samtali við Vísi. „Þetta er fullkomin afsökun til að gera það. Svo náttúrlega að hjálpa fólki ef það lendir í veseni, leiðinlegt að vera á Yaris einhvers staðar fastur í snjó. Og ég bara heima á Patról og ´38 tommu dekkjum.“ Villi segir það einstaklega gaman þegar veður eru válynd að fara um á því tæki, fullur öryggis. „Maður gleðst. Rúllar yfir þetta allt án þess að vera í taugaáfalli.“ Þetta er greiðvikni til eftirbreytni, fágæt á þessum síðustu og verstu en Villi spyr: Hvers vegna ekki? „Því meiri kraft sem maður hefur í boði, þeim mun auðmjúkari og miskunnsamari á maður að vera gagnvart öðrum sem minna mega sín. Þeir mættu gá að því heimsleiðtogarnir. En, það eru litlu hlutirnir. Brosa.“„Ef einhver er í vandræðum kem ég og redda því“ Villi segir að hann hafi alltaf heillast af þeim sem fara út og bjarga. „Og mér finnst sjálfum voða gaman að geta hjálpað. Oft lent í því með túrista, þeir halda að þetta sé heimsendir. Fastir einhvers staðar. Þeir sjá ekkert og eru raunverulega skíthræddir. Fyrir lífi sínu. Smáræði, að kippa í með spotta, það er mikið fyrir þá. Þeir halda að allt sé búið. Lífsbjörg fyrir aðra.“ Villi segir að það hafi komið bakslag í þetta með að fara út að bjarga þegar kom á daginn í einhverju máli sem hann reynir að rifja upp að bjargvætturinn sé ábyrgur fyrir skemmdum sem kunna að verða á ökutækjum við björgunaraðgerðirnar. Þá dró úr mönnum en – sem er verra. Nú verði eiginlega að fara fram á það við fólk í nauðum að það verði sjálft að bera þá ábyrgð; en Villi lætur það ekki stoppa sig. Og bíður við símann. Blaðamaður Vísis var fyrstur til að hringja. „Já, eða ... ég bíð ekkert við símann. Ég hef alveg ýmislegt til að lifa fyrir. en, ef það er einhver í vandræðum þá kem ég og redda því.“
Veður Mest lesið Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Innlent Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Innlent Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Innlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Innlent Ekkert verður af kaupunum á Krafti Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Innlent Fleiri fréttir Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Árið í fyrra það heitasta frá upphafi mælinga 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Breytingar á Reykjavíkurflugvelli og asahláka Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Ekkert verður af kaupunum á Krafti „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Taka við rekstri Sæborgar á Skagaströnd Endurvekja Á allra vörum til að byggja nýtt Kvennaathvarf Fjölga leikskólaplássum um allt að 300 í Reykjavík Framlengir stuðningskerfi um ár en ræðst í endurskoðun Gular viðvaranir vegna hvassviðris og rigningar Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Leikskólarýmum fjölgað og brýnt að skýra áfengislöggjöfina Stækka leikskólann Múlaborg við Ármúla Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Hættir sem formaður Hagsmunasamtaka heimilanna Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Framsóknarmenn í Reykjavík vilja flýta flokksþingi Laxalús í sjókvíum smitist greiðlega í villta laxa Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Sjá meira