Ábyrgðarlaust traust Hildur Björnsdóttir skrifar 24. febrúar 2017 07:00 Héraðssaksóknari hefur ákært karlmann fyrir kynferðisbrot. Málið var þingfest á mánudag. Maðurinn er sakaður um hrelliklám – að hafa áframsent myndskeið af barnsmóður í kynferðislegum athöfnum. Málum af þessum toga fjölgar. Degi síðar stígur virtur geðlæknir fram. Sá segir konur þjást af trúgirni. Þær sendi elskhugum nektarmyndir í skjóli trúnaðartrausts. Traustið sé gáleysislegt. Sambönd súrni. Þá megi konur vænta þess – náttúrulega – að myndir verði opinberaðar. Sökin sé þeirra eigin. Mér verður orða vant. Hvernig getur einn maður, sagt svo tóma vitleysu, af svo miklu ábyrgðarleysi, í svo fáum orðum? Traust er hornsteinn trúnaðar. Það er undirstaða samfélags. Stoðirnar reistar á fjölbreyttum trúnaðarsamböndum. Mann setur því hljóðan og verður spurn: Telur geðlæknir – sem hefur lífsviðurværi sitt af trúnaðartrausti – heimilt að rjúfa trúnað? Hvernig væri samfélag án trausts? Gildir síður trúnaður um netsamskipti? Er ábyrgðarlaust að treysta? Ummæli geðlæknisins eru ömurleg. Þau eru lögfræðilega ómöguleg. Þau eru afturför í almennt uppbyggilegri samfélagsumræðu um kynferðisbrot. Þau eru svokölluð druslusmánun. Þau réttlæta trúnaðarbrot – og sekta fórnarlömb kynferðisofbeldis. Það er átakanlegt að fagaðili, sem eflaust veitir fórnarlömbum hrellikláms geðhjálp, skuli miðla svo skaðlegri heimsmynd. Hrelliklám er rísandi vandamál. Það á heima í umræðu með öðrum kynferðisbrotum. Öðru ofbeldi. Ofbeldi er aldrei fórnarlambanna að leysa. Það er gerendanna að leysa. Hefjum ekki umræðuna frá öfugum enda. Sendum skýr skilaboð. Á rétta viðtakendur. Ekki bregðast trausti. Ekki beita ofbeldi. Ekki svíkja. Ekki meiða. Ekki nauðga.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hildur Björnsdóttir Mest lesið Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir Skoðun Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir Skoðun Þjóð án máls – hver þegir, hver fær að tala? Guðjón Heiðar Pálsson Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman Skoðun „Þú þarft ekki að skilja, bara virða“ Hanna Birna Valdimarsdóttir Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke Skoðun Stjórnmálaklækir og hræsni Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir Skoðun Þetta er ekki tölfræði, heldu líf fólks Sandra B. Franks Skoðun Hærri skattar á ferðamenn draga úr tekjum ríkissjóðs Þórir Garðarsson Skoðun
Héraðssaksóknari hefur ákært karlmann fyrir kynferðisbrot. Málið var þingfest á mánudag. Maðurinn er sakaður um hrelliklám – að hafa áframsent myndskeið af barnsmóður í kynferðislegum athöfnum. Málum af þessum toga fjölgar. Degi síðar stígur virtur geðlæknir fram. Sá segir konur þjást af trúgirni. Þær sendi elskhugum nektarmyndir í skjóli trúnaðartrausts. Traustið sé gáleysislegt. Sambönd súrni. Þá megi konur vænta þess – náttúrulega – að myndir verði opinberaðar. Sökin sé þeirra eigin. Mér verður orða vant. Hvernig getur einn maður, sagt svo tóma vitleysu, af svo miklu ábyrgðarleysi, í svo fáum orðum? Traust er hornsteinn trúnaðar. Það er undirstaða samfélags. Stoðirnar reistar á fjölbreyttum trúnaðarsamböndum. Mann setur því hljóðan og verður spurn: Telur geðlæknir – sem hefur lífsviðurværi sitt af trúnaðartrausti – heimilt að rjúfa trúnað? Hvernig væri samfélag án trausts? Gildir síður trúnaður um netsamskipti? Er ábyrgðarlaust að treysta? Ummæli geðlæknisins eru ömurleg. Þau eru lögfræðilega ómöguleg. Þau eru afturför í almennt uppbyggilegri samfélagsumræðu um kynferðisbrot. Þau eru svokölluð druslusmánun. Þau réttlæta trúnaðarbrot – og sekta fórnarlömb kynferðisofbeldis. Það er átakanlegt að fagaðili, sem eflaust veitir fórnarlömbum hrellikláms geðhjálp, skuli miðla svo skaðlegri heimsmynd. Hrelliklám er rísandi vandamál. Það á heima í umræðu með öðrum kynferðisbrotum. Öðru ofbeldi. Ofbeldi er aldrei fórnarlambanna að leysa. Það er gerendanna að leysa. Hefjum ekki umræðuna frá öfugum enda. Sendum skýr skilaboð. Á rétta viðtakendur. Ekki bregðast trausti. Ekki beita ofbeldi. Ekki svíkja. Ekki meiða. Ekki nauðga.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir Skoðun
Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir Skoðun