Árleg jeppasýning Toyota á laugardaginn Finnur Thorlacius skrifar 23. febrúar 2017 14:32 Lagleg flóra jeppa frá Toyota. Árleg jeppasýning Toyota Kauptúni verður að þessu sinni haldin í samstarfi við Ferðafélag Íslands og Ellingsen laugardaginn 25. febrúar kl. 12:00 – 16:00. Þetta er áttunda árið í röð sem Toyota Kauptúni efnir til jeppasýningar og er sýningin fyrir löngu orðin fastur viðkomustaður jeppa- og útivistarfólks. Á jeppasýningunni verður Hilux sýndur með nýjum Invincible aukahlutapakka sem fylgir öllum nýjum Hilux án aukakostnaðar. Kynnt verður tilboð á Adventure aukahlutapakkanum fyrir Land Cruiser 150 og sjá má RAV4 í fjölmörgum útfærslum. Breyttir jeppar verða á útisvæði og í sýningarsal. Ýmiss búnaður fyrir útivistina verður einnig á jeppasýningunni, t.d. fjórhjól, sexhjól, Buggy bílar, fjallaskíði, Garmin GPS græjur og svo Brenderup kerrur til að flytja tækin. Ferðafélag Íslands, sem á 90 ára afmæli í ár verður sérstakur gestur sýningarinnar ásamt samstarfsaðilum sínum. Ferðafélagið mun kynna starfsemi sína og saga félagsins verður rifjuð upp. Mest lesið Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Innlent „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Erlent Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Innlent Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Innlent Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Innlent
Árleg jeppasýning Toyota Kauptúni verður að þessu sinni haldin í samstarfi við Ferðafélag Íslands og Ellingsen laugardaginn 25. febrúar kl. 12:00 – 16:00. Þetta er áttunda árið í röð sem Toyota Kauptúni efnir til jeppasýningar og er sýningin fyrir löngu orðin fastur viðkomustaður jeppa- og útivistarfólks. Á jeppasýningunni verður Hilux sýndur með nýjum Invincible aukahlutapakka sem fylgir öllum nýjum Hilux án aukakostnaðar. Kynnt verður tilboð á Adventure aukahlutapakkanum fyrir Land Cruiser 150 og sjá má RAV4 í fjölmörgum útfærslum. Breyttir jeppar verða á útisvæði og í sýningarsal. Ýmiss búnaður fyrir útivistina verður einnig á jeppasýningunni, t.d. fjórhjól, sexhjól, Buggy bílar, fjallaskíði, Garmin GPS græjur og svo Brenderup kerrur til að flytja tækin. Ferðafélag Íslands, sem á 90 ára afmæli í ár verður sérstakur gestur sýningarinnar ásamt samstarfsaðilum sínum. Ferðafélagið mun kynna starfsemi sína og saga félagsins verður rifjuð upp.
Mest lesið Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Innlent „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Erlent Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Innlent Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Innlent Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Innlent