„Fólk sem er alltaf seint, ég skil ekki hvernig það getur gert sjálfum sér það“ Stefán Árni Pálsson skrifar 23. febrúar 2017 10:30 Fimmti þáttur Meistaramánuðar 2017 var á dagskrá Stöðvar 2 í gærkvöld en þátturinn er í umsjón Pálmars Ragnarssonar. Í þættinum fengu áhorfendur að hlusta á hvernig markmiðin gengu hjá nokkrum vel þekktum Íslendingum. „Það er búið að ganga ótrúlega vel,“ segir Salka Sól Eyfeld, söngkona, sem setti sér allskonar markmið og eitt af þeim var að vera stundvísari. „Fólk sem er alltaf seint, ég skil ekki hvernig það getur gert sjálfum sér það. Maður stressast allur upp og stífnar allur. Maður verður pirraður og maður verður leiður og maður þarf alltaf að vera afsaka sig.“ Hún segir að mjög margt lagist við það eitt að vera bara á réttum tíma. „Kannski nærðu ekki öllum markmiðum þínum, en þú náðir stórum hluta og það er kannski það sem maður á að geyma eftir þennan mánuð.“ Einnig var rætt við Ævar Vísindamann og þá kom í ljós að hann hafi ekki borðað skyndibita í febrúar. Pálmar heyrði að vanda í sérfæðingum þáttarins sem eru; Anna Steinsen, markþjálfi og eigandi KVAN, Hafrún Kristjánsdóttir sálfræðingur, Viðar Halldórsson, lektor í félagsfræði og Björn Berg Gunnarsson, fræðslustjóri Íslandsbanka. Hér að ofan má sjá þáttinn og einnig má sjá myndir inni á Instagram sem koma undir kassamerkinu #meistaram. Meistaramánuður Mest lesið Drakk ógeðslega illa og hætti eftir blindafyllerí Lífið Einar fékk meira hár en Baldur Lífið „Aldrei grátið jafn mikið af gleði“ Lífið „Ég er sáttur við það dagsverk“ Menning Martin Österdahl hættir hjá Eurovision Lífið „Öruggt athvarf fyrir hinsegin samfélagið“ Lífið Áslaug selur glæsiíbúð í Reykjavík Lífið F1: The Movie frumsýnd í Egilshöll – sjáðu myndirnar Lífið samstarf Vægar viðreynslur en engir pervertar Lífið Stefnir á sigur í stærstu kokkakeppni heims Lífið
Fimmti þáttur Meistaramánuðar 2017 var á dagskrá Stöðvar 2 í gærkvöld en þátturinn er í umsjón Pálmars Ragnarssonar. Í þættinum fengu áhorfendur að hlusta á hvernig markmiðin gengu hjá nokkrum vel þekktum Íslendingum. „Það er búið að ganga ótrúlega vel,“ segir Salka Sól Eyfeld, söngkona, sem setti sér allskonar markmið og eitt af þeim var að vera stundvísari. „Fólk sem er alltaf seint, ég skil ekki hvernig það getur gert sjálfum sér það. Maður stressast allur upp og stífnar allur. Maður verður pirraður og maður verður leiður og maður þarf alltaf að vera afsaka sig.“ Hún segir að mjög margt lagist við það eitt að vera bara á réttum tíma. „Kannski nærðu ekki öllum markmiðum þínum, en þú náðir stórum hluta og það er kannski það sem maður á að geyma eftir þennan mánuð.“ Einnig var rætt við Ævar Vísindamann og þá kom í ljós að hann hafi ekki borðað skyndibita í febrúar. Pálmar heyrði að vanda í sérfæðingum þáttarins sem eru; Anna Steinsen, markþjálfi og eigandi KVAN, Hafrún Kristjánsdóttir sálfræðingur, Viðar Halldórsson, lektor í félagsfræði og Björn Berg Gunnarsson, fræðslustjóri Íslandsbanka. Hér að ofan má sjá þáttinn og einnig má sjá myndir inni á Instagram sem koma undir kassamerkinu #meistaram.
Meistaramánuður Mest lesið Drakk ógeðslega illa og hætti eftir blindafyllerí Lífið Einar fékk meira hár en Baldur Lífið „Aldrei grátið jafn mikið af gleði“ Lífið „Ég er sáttur við það dagsverk“ Menning Martin Österdahl hættir hjá Eurovision Lífið „Öruggt athvarf fyrir hinsegin samfélagið“ Lífið Áslaug selur glæsiíbúð í Reykjavík Lífið F1: The Movie frumsýnd í Egilshöll – sjáðu myndirnar Lífið samstarf Vægar viðreynslur en engir pervertar Lífið Stefnir á sigur í stærstu kokkakeppni heims Lífið