Forstjóri Nissan stígur úr forstjórastóli Finnur Thorlacius skrifar 23. febrúar 2017 09:44 Carlos Ghosn. Carlos Ghosn, er gegnt hefur forstjórastarfi bílaframleiðandans Nissan í tvo áratugi mun stíga úr forstjórastóli þann 1. apríl, eða eftir aðeins 6 daga. Carlos Ghosn hefur þó einnig gegnt forstjórastarfi hjá Renault og nýlega einnig Mitsubishi og mun halda því áfram. Renault-Nissan keypti á síðasta ári 34% hlut í Mitsubishi og við það tók Carlos Ghosn við stjórnartaumunum þar og var með því orðinn forstjóri þriggja þekktra bílaframleiðenda. Ghosn mun áfram gegna stjórnarformennsku í Nissan, svo segja má að hann hafi langt í frá stigið til hliðar í rekstri þessara þriggja bílaframleiðenda, heldur mun hann einungis gefa því stjórnunarteymi, sem hann hefur á tveimur áratugum sett saman hjá Nissan, lausan tauminn við rekstur þess. Með þessari breytingu getur Ghosn betur einbeitt sér að vanda Mitsubishi og samnýtingu þekkingar þar við hin tvö bílafyrirtækin. Það verður Hiroto Saikawa sem var aðstoðarforstjóri Ghosn sem sest í forstjórastól Nissan. Mest lesið Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Innlent Tenerife-veður víða á landinu Innlent Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna Innlent Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart Erlent Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Innlent Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Innlent „Við erum bara happí og heimilislaus“ Innlent Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli Innlent
Carlos Ghosn, er gegnt hefur forstjórastarfi bílaframleiðandans Nissan í tvo áratugi mun stíga úr forstjórastóli þann 1. apríl, eða eftir aðeins 6 daga. Carlos Ghosn hefur þó einnig gegnt forstjórastarfi hjá Renault og nýlega einnig Mitsubishi og mun halda því áfram. Renault-Nissan keypti á síðasta ári 34% hlut í Mitsubishi og við það tók Carlos Ghosn við stjórnartaumunum þar og var með því orðinn forstjóri þriggja þekktra bílaframleiðenda. Ghosn mun áfram gegna stjórnarformennsku í Nissan, svo segja má að hann hafi langt í frá stigið til hliðar í rekstri þessara þriggja bílaframleiðenda, heldur mun hann einungis gefa því stjórnunarteymi, sem hann hefur á tveimur áratugum sett saman hjá Nissan, lausan tauminn við rekstur þess. Með þessari breytingu getur Ghosn betur einbeitt sér að vanda Mitsubishi og samnýtingu þekkingar þar við hin tvö bílafyrirtækin. Það verður Hiroto Saikawa sem var aðstoðarforstjóri Ghosn sem sest í forstjórastól Nissan.
Mest lesið Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Innlent Tenerife-veður víða á landinu Innlent Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna Innlent Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart Erlent Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Innlent Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Innlent „Við erum bara happí og heimilislaus“ Innlent Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli Innlent