Útkall í þágu vísinda Sirrý Hallgrímsdóttir skrifar 21. febrúar 2017 00:00 Bank, bank. „Góðan daginn, við erum hér á vegum Kára Stefánssonar til að safna lífsýnum fyrir ameríska lyfjarisann Amgen.“ „Já, frábært en er ekki alveg öruggt að þetta sé ópersónugreinanlegt?“ „Jújújú, ekki séns að finna út úr þessu, allt dulkóðað í bak og fyrir.“ „Já, einmitt, en hérna var ekki Kári Stefánsson að segja að hann ætlaði að finna alla glæpamenn með þessum grunni?“ „Jú!“ „Bíddu, en er þetta þá persónugreinanlegt?“ „Sko, þetta eru ópersónugreinanleg persónugreinanleg gögn.“ „Ha???“ „Ja, sko, þetta er mjög flókið. En Kári er mjög klár í þessu, hann skilur þetta og það er nóg.“ (Smá pirrings farið að gæta hjá safnaranum). „Getið þið þá greint gögnin um mig?“ „Ekki nema þú sért glæpamaður eða ætlir að fremja glæp, þá getum við greint þau.“ „Einmitt það, já, veistu, ég held ég sleppi þessu bara, ég vil ekki að eitthvert amerískt fyrirtæki geti skoðað genin mín, þetta er nú ekki svo glæsilegt hjá mér hvort sem er, ég meina genin.“ „Ég myndi nú skoða þetta aðeins betur ef ég væri þú.“ „Nú, af hverju?“ „Það eru bara þeir sem eru glæpamenn eða ætla að fremja glæp sem ekki vilja vera með í þessu.“ „Kommon, þú ert að grínast.“ „Nei, og þú ferð þá á lista yfir væntanlega glæpamenn, eðlilega, þú vilt ekki vera með og það getur bara verið ein ástæða fyrir því. Annaðhvort ætlar þú að fremja glæp eða ert búin að fremja glæp.“ „Þetta eru tvær ástæður.“ „Ha?“ Hér lauk samtalinu. Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sirrý Hallgrímsdóttir Mest lesið Kennarar hafa yfirvinnu af öðrum kennurum Helga Dögg Sverrisdóttir Skoðun 460 milljóna króna ofrukkun á viku Ólafur Stephensen Skoðun Leigubílar eiga að vera almenningssamgöngur en ekki neyðarúrræði Eyþór Máni Steinarsson Skoðun Ég er foreldri, ég er kennari Hulda María Magnúsdóttir Skoðun Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei Skoðun Hvers virði er innbúið? Hrefna Kristín Jónsdóttir Skoðun Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir Skoðun Byrlunar- og símamálið: þáttur blaðamanna féll á fyrningu Eva Hauksdóttir Skoðun Er gott að sjávarútvegur skjálfi á beinunum? Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Hver er ábyrgð barna? Anna Laufey Stefánsdóttir Skoðun
Bank, bank. „Góðan daginn, við erum hér á vegum Kára Stefánssonar til að safna lífsýnum fyrir ameríska lyfjarisann Amgen.“ „Já, frábært en er ekki alveg öruggt að þetta sé ópersónugreinanlegt?“ „Jújújú, ekki séns að finna út úr þessu, allt dulkóðað í bak og fyrir.“ „Já, einmitt, en hérna var ekki Kári Stefánsson að segja að hann ætlaði að finna alla glæpamenn með þessum grunni?“ „Jú!“ „Bíddu, en er þetta þá persónugreinanlegt?“ „Sko, þetta eru ópersónugreinanleg persónugreinanleg gögn.“ „Ha???“ „Ja, sko, þetta er mjög flókið. En Kári er mjög klár í þessu, hann skilur þetta og það er nóg.“ (Smá pirrings farið að gæta hjá safnaranum). „Getið þið þá greint gögnin um mig?“ „Ekki nema þú sért glæpamaður eða ætlir að fremja glæp, þá getum við greint þau.“ „Einmitt það, já, veistu, ég held ég sleppi þessu bara, ég vil ekki að eitthvert amerískt fyrirtæki geti skoðað genin mín, þetta er nú ekki svo glæsilegt hjá mér hvort sem er, ég meina genin.“ „Ég myndi nú skoða þetta aðeins betur ef ég væri þú.“ „Nú, af hverju?“ „Það eru bara þeir sem eru glæpamenn eða ætla að fremja glæp sem ekki vilja vera með í þessu.“ „Kommon, þú ert að grínast.“ „Nei, og þú ferð þá á lista yfir væntanlega glæpamenn, eðlilega, þú vilt ekki vera með og það getur bara verið ein ástæða fyrir því. Annaðhvort ætlar þú að fremja glæp eða ert búin að fremja glæp.“ „Þetta eru tvær ástæður.“ „Ha?“ Hér lauk samtalinu. Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei Skoðun
Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir Skoðun
Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei Skoðun
Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir Skoðun