Haninn Kristján hefur ekki galað sitt síðasta Jóhann Óli Eiðsson skrifar 9. mars 2017 07:00 "Hanarnir sjá um að koma hænunum inn og hafa röð og reglu á þeim,“ segir Kristján Ingi Jónsson sem hefur ekki gefist upp. vísir/vilhelm Kristjáni Inga Jónssyni ber að fjarlægja tvo hana af lóð sinni að Syðri-Reykjum 3. Þetta er niðurstaða úrskurðarnefndar um umhverfis- og auðlindamál en með því staðfestir hún niðurstöðu heilbrigðisnefndar Mosfellsbæjar. Kristján ætlar ekki að una úrskurðinum. Málið er nú orðið um fimm ára gamalt. Kristján heldur á lóð sinni flokk landnámshænsna en fremstir í flokki fara tveir hanar. „Ef hænurnar eru einar þá verða alls konar læti á milli þeirra. Með hönunum myndast goggunarröð og hænurnar komast ekki upp með neitt,“ segir Kristján „Þetta byrjaði árið 2012,“ segir Vígmundur Pálmarsson, íbúi að Reykjarhvoli og nágranni Kristjáns. Vígmundur segir nágrannana flesta á einu máli. „Ef það er blindbylur heyrir maður lítið í fuglunum en þetta er afar hvimleitt yfir sumartímann.“ Í gegnum árin hefur verið deilt um hvort Syðri-Reykir 3 séu lögbýli eður ei þar sem samþykkt um hænsnahald í Mosfellsbæ gildir ekki um lögbýli. Hús Kristjáns er í deiliskipulagi auðkennt sem Syðri-Reykir 3 en í fasteignaskrá Þjóðskrár er það tilgreint sem Reykjahvoll 5. Árið 1991 voru lóðir skildar frá jörð Syðri-Reykja 2 og er hin umdeilda spilda ein þeirra. Var það niðurstaða Þjóðskrár og úrskurðarnefndarinnar að Syðri-Reykir 3 hefðu orðið að Reykjahvoli 5 og dottið út af lögbýlaskrá. Því væru hanarnir í órétti. „Fyrir það fyrsta þá er Reykjahvoll sunnan við Varmá. Ég bý norðan við Varmá,“ segir Kristján. „Til að koma mér út af lögbýlaskrá hafa menn reynt að breyta heimilisfanginu, endurnefna lóðina og breyta lóðanúmerinu. En þegar þeir senda mér bréf þá eru þau stíluð á Syðri-Reyki 3.“ Kristján segir fuglana hafa það mjög gott. Það sé rúmt um þá í kofanum sínum og þeir fái að fara út löngum stundum yfir sumartímann. Hins vegar sé búið að setja út á aðstöðu þeirra. „Það er svolítið skondið því það er sami dýraeftirlitsmaður og hélt hlífiskildi yfir Brúneggjamönnum,“ segir Kristján. Hann stefnir á að kæra úrskurð nefndarinnar. Hann hafi alla pappíra sem sýni að niðurstaðan hvaðvarðar lögbýlaskráninguna sé röng. „2017 er ár hanans, ég fæddist eldhani á ári hanans þannig að ég fer í hanaslaginn,“ segir Kristján. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Birtist í Fréttablaðinu Nágrannadeilur Mosfellsbær Mest lesið Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Pútín sagður hafa valið Witkoff Erlent Epstein-skjölin birt Erlent Bindur vonir við Vor til vinstri Innlent Fleiri fréttir Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Sjá meira
Kristjáni Inga Jónssyni ber að fjarlægja tvo hana af lóð sinni að Syðri-Reykjum 3. Þetta er niðurstaða úrskurðarnefndar um umhverfis- og auðlindamál en með því staðfestir hún niðurstöðu heilbrigðisnefndar Mosfellsbæjar. Kristján ætlar ekki að una úrskurðinum. Málið er nú orðið um fimm ára gamalt. Kristján heldur á lóð sinni flokk landnámshænsna en fremstir í flokki fara tveir hanar. „Ef hænurnar eru einar þá verða alls konar læti á milli þeirra. Með hönunum myndast goggunarröð og hænurnar komast ekki upp með neitt,“ segir Kristján „Þetta byrjaði árið 2012,“ segir Vígmundur Pálmarsson, íbúi að Reykjarhvoli og nágranni Kristjáns. Vígmundur segir nágrannana flesta á einu máli. „Ef það er blindbylur heyrir maður lítið í fuglunum en þetta er afar hvimleitt yfir sumartímann.“ Í gegnum árin hefur verið deilt um hvort Syðri-Reykir 3 séu lögbýli eður ei þar sem samþykkt um hænsnahald í Mosfellsbæ gildir ekki um lögbýli. Hús Kristjáns er í deiliskipulagi auðkennt sem Syðri-Reykir 3 en í fasteignaskrá Þjóðskrár er það tilgreint sem Reykjahvoll 5. Árið 1991 voru lóðir skildar frá jörð Syðri-Reykja 2 og er hin umdeilda spilda ein þeirra. Var það niðurstaða Þjóðskrár og úrskurðarnefndarinnar að Syðri-Reykir 3 hefðu orðið að Reykjahvoli 5 og dottið út af lögbýlaskrá. Því væru hanarnir í órétti. „Fyrir það fyrsta þá er Reykjahvoll sunnan við Varmá. Ég bý norðan við Varmá,“ segir Kristján. „Til að koma mér út af lögbýlaskrá hafa menn reynt að breyta heimilisfanginu, endurnefna lóðina og breyta lóðanúmerinu. En þegar þeir senda mér bréf þá eru þau stíluð á Syðri-Reyki 3.“ Kristján segir fuglana hafa það mjög gott. Það sé rúmt um þá í kofanum sínum og þeir fái að fara út löngum stundum yfir sumartímann. Hins vegar sé búið að setja út á aðstöðu þeirra. „Það er svolítið skondið því það er sami dýraeftirlitsmaður og hélt hlífiskildi yfir Brúneggjamönnum,“ segir Kristján. Hann stefnir á að kæra úrskurð nefndarinnar. Hann hafi alla pappíra sem sýni að niðurstaðan hvaðvarðar lögbýlaskráninguna sé röng. „2017 er ár hanans, ég fæddist eldhani á ári hanans þannig að ég fer í hanaslaginn,“ segir Kristján. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Birtist í Fréttablaðinu Nágrannadeilur Mosfellsbær Mest lesið Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Pútín sagður hafa valið Witkoff Erlent Epstein-skjölin birt Erlent Bindur vonir við Vor til vinstri Innlent Fleiri fréttir Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Sjá meira