Öflugur sparibaukur Finnur Thorlacius skrifar 8. mars 2017 14:15 Mercedes Benz C-Class 350e er feyknasnarpur tengiltvinnbíll og á flottu verði. Anton Brink Reynsluakstur – Mercedes Benz C-Class 350e Tengiltvinnbílum hefur fjölgað mjög á síðustu árum og Mercedes Benz er enginn eftirbátur annarra bílaframleiðenda þegar kemur að tengiltvinnbílum, nema síður sé. Einn þeirra er Mercedes Benz C-Class 350e sem tekinn var til kostanna á fremur óheppilegum tíma þegar mesti snjór vetrarins og síðustu ára kyngdi niður fyrir ríflega viku síðan. Afturhjóladrifinn lágur fólksbíll er ekki heppilegasti fararskjótinn í slíkri færð, en bílsins var samt notið talsvert áður en himnarnir opnuðust og þá stóð hann sannarlega fyrir sínu. Hér er kominn afar sparneytinn bíll sem fellur í vörugjaldslausan tollflokk og því er þessi heilmikli bíll fremur ódýr og kostar aðeins 5.710.000 krónur eftir nýlega verðlækkun sökum hagstæðs gengis. Hann er skráður aðeins fyrir 48 g/km af CO2 mengun og 53 g/km ef hann er valinn í langbaksformi. Auk þess er þessi bíll skráður fyrir aðeins 2,4 lítra eyðslu og kemst fyrstu 20-30 kílómetrana á rafmagninu einu. Þarna er því einn bíllinn enn kominn sem vert er að mæla með sökum þess hve verð slíkra bíla er hagstætt hér á landi vegna vörugjaldleysis, lágrar eyðslu og mengunar.Rífandi afl brunavélar og öflugar rafhlöðurEkki sakar að þessi Mercedes Benz C-Class 350e er heil 279 hestöfl með rafmótorum sem bætir afli við 211 hestafla 2,0 lítra bensínvélina. Með þessari aflrás er þessi bíll aðeins 5,9 sekúndur í hundraðið og víst má segja að gaman sé að gefa honum inn, hann er eldsprækur með rafmótorana fullhlaðna. Engu máli skiptir þó svo rafhlöður bílsins auki við vigt bílsins um 200 kg, hann er eins og raketta af stað og skortir aldrei afl, jafnvel þó að rafhlöðurnar tæmist. Stjórna má því hvernig afl rafhlaða bílsins er notað og til þess eru fjórar mismunandi stillingar, Hybrid fyrir notkun bæði rafhlaðanna og brunavélarinnar, E-Mode til að nota aðeins aflið frá rafhlöðunum, E-Save til að tryggja það að ávallt sé hleðsla á rafhlöðunum ef framundan eru aðstæður til að aka aðeins á rafmagninu og Charge ef tryggja á að rafhlöðurnar eiga að haldast að mestu fullhlaðnar. Þá reynir aðeins meira á vélina og rafhlöðurnar stela aðeins frá afli hennar til að hlaða rafhlöðurnar undir átök þar sem gott er að búa að öllu því afli sem þær og brunavélin skila saman. Vafalaust er það skemmtilegasta stillingin til spræks aksturs en tryggir samt ekki minnstu eyðslu bílsins, en þannig er hann alltaf tilbúinn til krefjandi aksturs.Sparneytinn, nema þegar rafmagnið þrýturVið akstur bílsins í reynsluakstrinum var hann furðu oft að notast aðeins við rafmagnið og hljóðlátur er hann sannarlega í þeim hamnum. Þar sem bílnum var ekið til Keflavíkur eftir að megnið af hleðslurafmagninu hafði verið eytt, var einnig hægt að kynnast bílnum svo til án aðstoðar rafhlaðanna, en þá olli það vonbrigðum hve eyðslutalan var há og bíllinn að eyða um 13 lítrum á hverja hundrað kílómetra. Þetta má þó hæglega núlla út með því að hlaða bílinn rafmagni sem oftast og í stuttum ferðum flestra um höfuðborgina má svo til eingöngu aka bílnum á rafmagni og því getur hann verið mjög ódýr í rekstri. Það kemur ekki svo mjög á óvart að margir kjósi tengiltvinnbíla þessa dagana, þeir eru bráðsniðugir að flestu leiti, ódýrir í rekstri, ódýrir í innkaupum vegna engra vörugjalda og flestir mjög öflugir þar sem rafmótorarnir bæta svo miklu afli við.Lítið skottpláss vegna rafhlaðannaEinn er þó ókosturinn við að vera með svo öflugar rafhlöður eins og þessum bíl, þau taka pláss. Í tilviki Mercedes Benz C-Class 350e fer mikið af skottplássinu í rafhlöðurnar og fjórar íþróttatöskur fótboltastráka á leið í knattspyrnumót tóku megnið af skottrýminu. Því er “Sedan”-útgáfan af þessum bíl ekki beint sú hentugasta til langra ferðalaga þó svo það breytist mikið ef valin er langbaksgerð bílsins. Annað sem pirrað gæti ökumenn þessa bíls er fremur óvenjuleg gírstöng bílsins, en hún er áföst stýrinu hægra megin. Ef stendur til að bakka er henni ýtt niður og upp ef fara skal áfram. Ýtt er á enda hennar ef setja á í Park. Þetta venst samt vel og mikil reynsla kom einmitt á það í allri ófærðinni sem þarsíðasta helgi bauð uppá. Eitt enn sem fór nett í taugarnar á ökumanni var að þegar leggja átti af stað og sett í Drive tók bíllinn stundum ekki af sjálfvirka handbremsuna og þurfti þá að taka hana af sjálfvirkt með takka sem ekki fannst svo auðveldlega í fyrstu, undir mælaborðinu vinstra megin.Loftpúðafjöðrun og mikill staðalbúnaðurFjöðrun C-Class 350e er alveg til fyrirmyndar, enda er loftpúðafjöðrun staðalbúnaður. Kannski veitir ekki af þar sem bíllinn er 200 kílóum þyngri en hefðbundinn C-Class og fyrir því finnst aðeins í kröppum beygjum, en ekki þó þannig að þessi bíll sé ekki lipur og ljúfur akstursbíll. Ljúfur er kannski einmitt orðið, bíllinn fer ferlega vel með farþega. Innréttingin í þessum bíl er sannarlega í lúxusflokki og mjög vel frá gengin. Það sést þó að viðarinnleggingin er ekki ekta og lofttúðurnar þrjár í mælaborðinu, sem einkenna Benz bíla um þessar mundir, eru ekki að slá í gegn hjá greinarritara. Bíllinn er mjög vel búinn hvað staðalbúnað varðar, eins og á svo oft við Plug-In-Hybrid gerðir bíla. Mercedes Benz C-Class 350e er flottur kostur á góðu verði, svo til því lægsta sem býðst af nokkurri gerð C-Class, sem í sjálfu sér er magnað.Kostir: Verð, afl, útlit, staðalbúnaðurÓkostir: Lítið skottrými, mikil eyðsla án rafmagns Bensínvél með Hybrid, 279 hestöfl Afturhjóladrif Eyðsla frá: 2,4 l./100 km í bl. akstri Mengun: 48 g/km CO2 Hröðun: 5,9 sek. Hámarkshraði: 250 km/klst Verð frá: 5.710.000 kr. Umboð: AskjaStæðilegur á velli og fagur bíll.Anton BrinkPlug-In-Hybrid, eða tengiltvinnbíll sem fer fyrstu tugi kílómetrana á rafmagninu einu saman. Það sparar.Anton BrinkHleðslubúnaðurinn í skottinu. Fyrirferð rafhlaðanna tekur talsvert af skottrýminu og fyrir vikið er þessi bíll ef til vill ekki sá heppilegasti til lengri ferðalaga.Anton BrinkVel frá gengin og lagleg innrétting, eins og búast má við frá Benz.Anton Brink Mest lesið Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Erlent Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Innlent Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Erlent Stóru eldarnir enn hömlulausir Erlent Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Erlent Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Erlent „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Innlent Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Erlent
Reynsluakstur – Mercedes Benz C-Class 350e Tengiltvinnbílum hefur fjölgað mjög á síðustu árum og Mercedes Benz er enginn eftirbátur annarra bílaframleiðenda þegar kemur að tengiltvinnbílum, nema síður sé. Einn þeirra er Mercedes Benz C-Class 350e sem tekinn var til kostanna á fremur óheppilegum tíma þegar mesti snjór vetrarins og síðustu ára kyngdi niður fyrir ríflega viku síðan. Afturhjóladrifinn lágur fólksbíll er ekki heppilegasti fararskjótinn í slíkri færð, en bílsins var samt notið talsvert áður en himnarnir opnuðust og þá stóð hann sannarlega fyrir sínu. Hér er kominn afar sparneytinn bíll sem fellur í vörugjaldslausan tollflokk og því er þessi heilmikli bíll fremur ódýr og kostar aðeins 5.710.000 krónur eftir nýlega verðlækkun sökum hagstæðs gengis. Hann er skráður aðeins fyrir 48 g/km af CO2 mengun og 53 g/km ef hann er valinn í langbaksformi. Auk þess er þessi bíll skráður fyrir aðeins 2,4 lítra eyðslu og kemst fyrstu 20-30 kílómetrana á rafmagninu einu. Þarna er því einn bíllinn enn kominn sem vert er að mæla með sökum þess hve verð slíkra bíla er hagstætt hér á landi vegna vörugjaldleysis, lágrar eyðslu og mengunar.Rífandi afl brunavélar og öflugar rafhlöðurEkki sakar að þessi Mercedes Benz C-Class 350e er heil 279 hestöfl með rafmótorum sem bætir afli við 211 hestafla 2,0 lítra bensínvélina. Með þessari aflrás er þessi bíll aðeins 5,9 sekúndur í hundraðið og víst má segja að gaman sé að gefa honum inn, hann er eldsprækur með rafmótorana fullhlaðna. Engu máli skiptir þó svo rafhlöður bílsins auki við vigt bílsins um 200 kg, hann er eins og raketta af stað og skortir aldrei afl, jafnvel þó að rafhlöðurnar tæmist. Stjórna má því hvernig afl rafhlaða bílsins er notað og til þess eru fjórar mismunandi stillingar, Hybrid fyrir notkun bæði rafhlaðanna og brunavélarinnar, E-Mode til að nota aðeins aflið frá rafhlöðunum, E-Save til að tryggja það að ávallt sé hleðsla á rafhlöðunum ef framundan eru aðstæður til að aka aðeins á rafmagninu og Charge ef tryggja á að rafhlöðurnar eiga að haldast að mestu fullhlaðnar. Þá reynir aðeins meira á vélina og rafhlöðurnar stela aðeins frá afli hennar til að hlaða rafhlöðurnar undir átök þar sem gott er að búa að öllu því afli sem þær og brunavélin skila saman. Vafalaust er það skemmtilegasta stillingin til spræks aksturs en tryggir samt ekki minnstu eyðslu bílsins, en þannig er hann alltaf tilbúinn til krefjandi aksturs.Sparneytinn, nema þegar rafmagnið þrýturVið akstur bílsins í reynsluakstrinum var hann furðu oft að notast aðeins við rafmagnið og hljóðlátur er hann sannarlega í þeim hamnum. Þar sem bílnum var ekið til Keflavíkur eftir að megnið af hleðslurafmagninu hafði verið eytt, var einnig hægt að kynnast bílnum svo til án aðstoðar rafhlaðanna, en þá olli það vonbrigðum hve eyðslutalan var há og bíllinn að eyða um 13 lítrum á hverja hundrað kílómetra. Þetta má þó hæglega núlla út með því að hlaða bílinn rafmagni sem oftast og í stuttum ferðum flestra um höfuðborgina má svo til eingöngu aka bílnum á rafmagni og því getur hann verið mjög ódýr í rekstri. Það kemur ekki svo mjög á óvart að margir kjósi tengiltvinnbíla þessa dagana, þeir eru bráðsniðugir að flestu leiti, ódýrir í rekstri, ódýrir í innkaupum vegna engra vörugjalda og flestir mjög öflugir þar sem rafmótorarnir bæta svo miklu afli við.Lítið skottpláss vegna rafhlaðannaEinn er þó ókosturinn við að vera með svo öflugar rafhlöður eins og þessum bíl, þau taka pláss. Í tilviki Mercedes Benz C-Class 350e fer mikið af skottplássinu í rafhlöðurnar og fjórar íþróttatöskur fótboltastráka á leið í knattspyrnumót tóku megnið af skottrýminu. Því er “Sedan”-útgáfan af þessum bíl ekki beint sú hentugasta til langra ferðalaga þó svo það breytist mikið ef valin er langbaksgerð bílsins. Annað sem pirrað gæti ökumenn þessa bíls er fremur óvenjuleg gírstöng bílsins, en hún er áföst stýrinu hægra megin. Ef stendur til að bakka er henni ýtt niður og upp ef fara skal áfram. Ýtt er á enda hennar ef setja á í Park. Þetta venst samt vel og mikil reynsla kom einmitt á það í allri ófærðinni sem þarsíðasta helgi bauð uppá. Eitt enn sem fór nett í taugarnar á ökumanni var að þegar leggja átti af stað og sett í Drive tók bíllinn stundum ekki af sjálfvirka handbremsuna og þurfti þá að taka hana af sjálfvirkt með takka sem ekki fannst svo auðveldlega í fyrstu, undir mælaborðinu vinstra megin.Loftpúðafjöðrun og mikill staðalbúnaðurFjöðrun C-Class 350e er alveg til fyrirmyndar, enda er loftpúðafjöðrun staðalbúnaður. Kannski veitir ekki af þar sem bíllinn er 200 kílóum þyngri en hefðbundinn C-Class og fyrir því finnst aðeins í kröppum beygjum, en ekki þó þannig að þessi bíll sé ekki lipur og ljúfur akstursbíll. Ljúfur er kannski einmitt orðið, bíllinn fer ferlega vel með farþega. Innréttingin í þessum bíl er sannarlega í lúxusflokki og mjög vel frá gengin. Það sést þó að viðarinnleggingin er ekki ekta og lofttúðurnar þrjár í mælaborðinu, sem einkenna Benz bíla um þessar mundir, eru ekki að slá í gegn hjá greinarritara. Bíllinn er mjög vel búinn hvað staðalbúnað varðar, eins og á svo oft við Plug-In-Hybrid gerðir bíla. Mercedes Benz C-Class 350e er flottur kostur á góðu verði, svo til því lægsta sem býðst af nokkurri gerð C-Class, sem í sjálfu sér er magnað.Kostir: Verð, afl, útlit, staðalbúnaðurÓkostir: Lítið skottrými, mikil eyðsla án rafmagns Bensínvél með Hybrid, 279 hestöfl Afturhjóladrif Eyðsla frá: 2,4 l./100 km í bl. akstri Mengun: 48 g/km CO2 Hröðun: 5,9 sek. Hámarkshraði: 250 km/klst Verð frá: 5.710.000 kr. Umboð: AskjaStæðilegur á velli og fagur bíll.Anton BrinkPlug-In-Hybrid, eða tengiltvinnbíll sem fer fyrstu tugi kílómetrana á rafmagninu einu saman. Það sparar.Anton BrinkHleðslubúnaðurinn í skottinu. Fyrirferð rafhlaðanna tekur talsvert af skottrýminu og fyrir vikið er þessi bíll ef til vill ekki sá heppilegasti til lengri ferðalaga.Anton BrinkVel frá gengin og lagleg innrétting, eins og búast má við frá Benz.Anton Brink
Mest lesið Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Erlent Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Innlent Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Erlent Stóru eldarnir enn hömlulausir Erlent Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Erlent Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Erlent „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Innlent Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Erlent