Ljósmóðir sem slasaðist við nestiskaup fær bætur Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 7. mars 2017 19:47 Landspítalinn við Hringbraut. vísir/vilhelm Íslenska ríkinu var í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag gert að greiða starfsmanni Landspítalans, ljósmóður, rúmar tvær milljónir króna vegna slyss sem konan varð fyrir á leið til vinnu árið 2014. Konan hafði stöðvað í Hagkaup í Garðabæ til þess að kaupa sér nesti fyrir vaktina, þar sem mötuneyti spítalans er lokað á nóttunni, en varð fyrir bíl á bílaplaninu. Konan fór í vinnuna eftir slysið en leitaði síðar um kvöldið á slysadeild. Þar kom í ljós að hún var brotin utanvert á sköflungshnúa í vinstra hné og þurfti í kjölfarið að undirgangast aðgerð. Konan undirgekkst síðar örorkumat og voru henni metin tíu miskastig. Ágreiningsefni málsins snerust um það að konan taldi sig hafa átt að fá bætur vegna slyss í starfi þar sem hún hafi verið á beinni og eðlilegri leið til vinnu. Konan fékk greiddar rúmlega 770 þúsund krónur í bætur eftir slysið, en hún hafði farið fram á tvær milljónir króna. Í fyrri bótakröfu var ekki tekið fram að konan hefði verið á leið til vinnu þegar hún slasaðist, en konan sagðist ekki hafa talið það skipta málið. Verjandi ríkisins sagði konuna hafa móttekið bótagreiðsluna án athugasemda og þannig hafi hún fyrirgert rétti sínum til frekari bóta. Á þetta féllst dómurinn hins vegar ekki. Þá sagði dómurinn að konan hefði verið á eðlilegri ferðaleið frá heimili til vinnustaðar og að það verði að teljast eðlilegur þáttur í ferðalagi hennar á þessum tíma að nesta sig á leiðinni.Íslenska ríkinu var í síðasta mánuði gert að greiða starfsmanni á Landspítalanum tæplega 3,6 milljónir króna í bætur vegna bílslyss sem starfsmaðurinn lenti í á leið sinni til vinnu. Tengdar fréttir Áfyllingin kom ekki í veg fyrir bætur Hæstiréttur hefur staðfest Héraðsdóms Reykjavíkur þess efnis að greiða skuli greiða heilbrigðisstarfsmanni á Landspítalanum tæplega 3,6 milljónir króna í bætur vegna miska og örorku sem konan varð fyrir á leið sinni heim úr vinnu í október 2012. 23. febrúar 2017 17:31 Mest lesið Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Innlent „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Innlent Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Innlent „Það átti að taka mig í karphúsið“ Innlent Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Innlent Selenskí undir miklum þrýstingi Innlent „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Innlent Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent Fleiri fréttir „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Sjá meira
Íslenska ríkinu var í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag gert að greiða starfsmanni Landspítalans, ljósmóður, rúmar tvær milljónir króna vegna slyss sem konan varð fyrir á leið til vinnu árið 2014. Konan hafði stöðvað í Hagkaup í Garðabæ til þess að kaupa sér nesti fyrir vaktina, þar sem mötuneyti spítalans er lokað á nóttunni, en varð fyrir bíl á bílaplaninu. Konan fór í vinnuna eftir slysið en leitaði síðar um kvöldið á slysadeild. Þar kom í ljós að hún var brotin utanvert á sköflungshnúa í vinstra hné og þurfti í kjölfarið að undirgangast aðgerð. Konan undirgekkst síðar örorkumat og voru henni metin tíu miskastig. Ágreiningsefni málsins snerust um það að konan taldi sig hafa átt að fá bætur vegna slyss í starfi þar sem hún hafi verið á beinni og eðlilegri leið til vinnu. Konan fékk greiddar rúmlega 770 þúsund krónur í bætur eftir slysið, en hún hafði farið fram á tvær milljónir króna. Í fyrri bótakröfu var ekki tekið fram að konan hefði verið á leið til vinnu þegar hún slasaðist, en konan sagðist ekki hafa talið það skipta málið. Verjandi ríkisins sagði konuna hafa móttekið bótagreiðsluna án athugasemda og þannig hafi hún fyrirgert rétti sínum til frekari bóta. Á þetta féllst dómurinn hins vegar ekki. Þá sagði dómurinn að konan hefði verið á eðlilegri ferðaleið frá heimili til vinnustaðar og að það verði að teljast eðlilegur þáttur í ferðalagi hennar á þessum tíma að nesta sig á leiðinni.Íslenska ríkinu var í síðasta mánuði gert að greiða starfsmanni á Landspítalanum tæplega 3,6 milljónir króna í bætur vegna bílslyss sem starfsmaðurinn lenti í á leið sinni til vinnu.
Tengdar fréttir Áfyllingin kom ekki í veg fyrir bætur Hæstiréttur hefur staðfest Héraðsdóms Reykjavíkur þess efnis að greiða skuli greiða heilbrigðisstarfsmanni á Landspítalanum tæplega 3,6 milljónir króna í bætur vegna miska og örorku sem konan varð fyrir á leið sinni heim úr vinnu í október 2012. 23. febrúar 2017 17:31 Mest lesið Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Innlent „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Innlent Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Innlent „Það átti að taka mig í karphúsið“ Innlent Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Innlent Selenskí undir miklum þrýstingi Innlent „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Innlent Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent Fleiri fréttir „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Sjá meira
Áfyllingin kom ekki í veg fyrir bætur Hæstiréttur hefur staðfest Héraðsdóms Reykjavíkur þess efnis að greiða skuli greiða heilbrigðisstarfsmanni á Landspítalanum tæplega 3,6 milljónir króna í bætur vegna miska og örorku sem konan varð fyrir á leið sinni heim úr vinnu í október 2012. 23. febrúar 2017 17:31