Ljósmóðir sem slasaðist við nestiskaup fær bætur Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 7. mars 2017 19:47 Landspítalinn við Hringbraut. vísir/vilhelm Íslenska ríkinu var í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag gert að greiða starfsmanni Landspítalans, ljósmóður, rúmar tvær milljónir króna vegna slyss sem konan varð fyrir á leið til vinnu árið 2014. Konan hafði stöðvað í Hagkaup í Garðabæ til þess að kaupa sér nesti fyrir vaktina, þar sem mötuneyti spítalans er lokað á nóttunni, en varð fyrir bíl á bílaplaninu. Konan fór í vinnuna eftir slysið en leitaði síðar um kvöldið á slysadeild. Þar kom í ljós að hún var brotin utanvert á sköflungshnúa í vinstra hné og þurfti í kjölfarið að undirgangast aðgerð. Konan undirgekkst síðar örorkumat og voru henni metin tíu miskastig. Ágreiningsefni málsins snerust um það að konan taldi sig hafa átt að fá bætur vegna slyss í starfi þar sem hún hafi verið á beinni og eðlilegri leið til vinnu. Konan fékk greiddar rúmlega 770 þúsund krónur í bætur eftir slysið, en hún hafði farið fram á tvær milljónir króna. Í fyrri bótakröfu var ekki tekið fram að konan hefði verið á leið til vinnu þegar hún slasaðist, en konan sagðist ekki hafa talið það skipta málið. Verjandi ríkisins sagði konuna hafa móttekið bótagreiðsluna án athugasemda og þannig hafi hún fyrirgert rétti sínum til frekari bóta. Á þetta féllst dómurinn hins vegar ekki. Þá sagði dómurinn að konan hefði verið á eðlilegri ferðaleið frá heimili til vinnustaðar og að það verði að teljast eðlilegur þáttur í ferðalagi hennar á þessum tíma að nesta sig á leiðinni.Íslenska ríkinu var í síðasta mánuði gert að greiða starfsmanni á Landspítalanum tæplega 3,6 milljónir króna í bætur vegna bílslyss sem starfsmaðurinn lenti í á leið sinni til vinnu. Tengdar fréttir Áfyllingin kom ekki í veg fyrir bætur Hæstiréttur hefur staðfest Héraðsdóms Reykjavíkur þess efnis að greiða skuli greiða heilbrigðisstarfsmanni á Landspítalanum tæplega 3,6 milljónir króna í bætur vegna miska og örorku sem konan varð fyrir á leið sinni heim úr vinnu í október 2012. 23. febrúar 2017 17:31 Mest lesið Þorleifur Kamban er látinn Innlent Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Innlent Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Innlent Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Innlent Óskar eftir fundi með Apple Innlent Dóra Björt hætt við formannsframboðið Innlent Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Innlent Fleiri fréttir Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Fyrsti skólinn til að móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Ofbeldi sem söluvara undirstriki mikilvægi samstarfs þvert á landamæri Willum íhugar formannsframboð Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum „Þessi mál hafa verið ólestri í alltof, alltof langan tíma“ Sjá meira
Íslenska ríkinu var í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag gert að greiða starfsmanni Landspítalans, ljósmóður, rúmar tvær milljónir króna vegna slyss sem konan varð fyrir á leið til vinnu árið 2014. Konan hafði stöðvað í Hagkaup í Garðabæ til þess að kaupa sér nesti fyrir vaktina, þar sem mötuneyti spítalans er lokað á nóttunni, en varð fyrir bíl á bílaplaninu. Konan fór í vinnuna eftir slysið en leitaði síðar um kvöldið á slysadeild. Þar kom í ljós að hún var brotin utanvert á sköflungshnúa í vinstra hné og þurfti í kjölfarið að undirgangast aðgerð. Konan undirgekkst síðar örorkumat og voru henni metin tíu miskastig. Ágreiningsefni málsins snerust um það að konan taldi sig hafa átt að fá bætur vegna slyss í starfi þar sem hún hafi verið á beinni og eðlilegri leið til vinnu. Konan fékk greiddar rúmlega 770 þúsund krónur í bætur eftir slysið, en hún hafði farið fram á tvær milljónir króna. Í fyrri bótakröfu var ekki tekið fram að konan hefði verið á leið til vinnu þegar hún slasaðist, en konan sagðist ekki hafa talið það skipta málið. Verjandi ríkisins sagði konuna hafa móttekið bótagreiðsluna án athugasemda og þannig hafi hún fyrirgert rétti sínum til frekari bóta. Á þetta féllst dómurinn hins vegar ekki. Þá sagði dómurinn að konan hefði verið á eðlilegri ferðaleið frá heimili til vinnustaðar og að það verði að teljast eðlilegur þáttur í ferðalagi hennar á þessum tíma að nesta sig á leiðinni.Íslenska ríkinu var í síðasta mánuði gert að greiða starfsmanni á Landspítalanum tæplega 3,6 milljónir króna í bætur vegna bílslyss sem starfsmaðurinn lenti í á leið sinni til vinnu.
Tengdar fréttir Áfyllingin kom ekki í veg fyrir bætur Hæstiréttur hefur staðfest Héraðsdóms Reykjavíkur þess efnis að greiða skuli greiða heilbrigðisstarfsmanni á Landspítalanum tæplega 3,6 milljónir króna í bætur vegna miska og örorku sem konan varð fyrir á leið sinni heim úr vinnu í október 2012. 23. febrúar 2017 17:31 Mest lesið Þorleifur Kamban er látinn Innlent Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Innlent Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Innlent Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Innlent Óskar eftir fundi með Apple Innlent Dóra Björt hætt við formannsframboðið Innlent Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Innlent Fleiri fréttir Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Fyrsti skólinn til að móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Ofbeldi sem söluvara undirstriki mikilvægi samstarfs þvert á landamæri Willum íhugar formannsframboð Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum „Þessi mál hafa verið ólestri í alltof, alltof langan tíma“ Sjá meira
Áfyllingin kom ekki í veg fyrir bætur Hæstiréttur hefur staðfest Héraðsdóms Reykjavíkur þess efnis að greiða skuli greiða heilbrigðisstarfsmanni á Landspítalanum tæplega 3,6 milljónir króna í bætur vegna miska og örorku sem konan varð fyrir á leið sinni heim úr vinnu í október 2012. 23. febrúar 2017 17:31