Sindri tjáir sig um viðtalið: „Varð svakalega hissa“ sunna karen sigurþórsdóttir skrifar 7. mars 2017 17:54 "Mér finnst þetta ekkert skemmtilegt. Ég viðurkenni það bara. Ég hef ekkert gaman að þessu.“ „Ég er kannski ekki alveg sammála um að það hafi fokið í mig, en ég varð svakalega hissa,“ segir Sindri Sindrason sjónvarpsmaður um umdeilt viðtal hans við Töru Margréti Vilhjálmsdóttur, formann Samtaka um líkamsvirðingu, í fréttum Stöðvar 2 í gær. Tara Margrét mætti í viðtal til Sindra til þess að ræða ráðstefnuna Truflandi tilvist. Í viðtalinu sagði Tara að Sindri geti ekki sett sig í þeirra spor því hann tilheyri ekki minnihlutahópum – og sé í raun í forréttindahópi. Því var Sindri ekki alls kostar sammála. „Veistu hvað ég er í mörgum minnihlutahópum? Ég er hommi, ég á litað barn, það er ættleitt, ég er fyrsti samkynhneigði maðurinn til að ættleiða á Íslandi, ég er giftur útlendingi, eða hálfum útlendingi þannig að við skulum ekki fara þangað,“ sagði Sindri í viðtalinu, og sitt sýnist hverjum, en Sindri hefur meðal annars verið sakaður um að sýna jaðarhópum skilningsleysi.Hef ekkert gaman að þessu Sindri, sem ræddi málið í Reykjavík síðdegis, sagði ætlun sína aldrei hafa verið að gera lítið úr þeim sem orðið hafa fyrir fordómum, líkt og sumir hafa haldið fram. „Ég vil ekki gera lítið úr þeim sem finna fyrir fordómum. Ég hef spurt þessarar spurningar mjög oft í mínum innslögum, til dæmis á geðdeild eða fólk sem er að ganga í gegnum erfiðleika. Ég bjóst við svarinu: jú oft eru fordómar innra með manni en að sjálfsögðu eru fordómar þarna úti,“ sagði Sindri. Sindri sagðist fyrst og fremst hafa orðið hissa á svari hennar. „Þarna hefði hún getað sagt: Við erum að tala um þetta almennt, en þarna beinir hún þessu beint gegn mér. Ég verð ekki reiður, ég verð bara meira hissa og þá fannst mér bara allt í lagi að svara – ég er í fullt af minnihlutahópum,“ sagði hann. Aðspurður segist binda vonir við að málinu sé nú lokið. „Mér finnst þetta ekkert skemmtilegt. Ég viðurkenni það bara. Ég hef ekkert gaman að þessu.“ Hlusta má á viðtalið við Sindra í spilaranum hér fyrir neðan. Viðtal Sindra við Töru hefst á mínútu 7.06 Tengdar fréttir Sindri sagður sýna jaðarhópum skilningsleysi Samtökin '78, Samtök um líkamsvirðingu, Tabú og Trans Ísland fordæma framgöngu Sindra Sindrasonar sjónvarpsmanns. 7. mars 2017 13:01 Jaðarhópar sameina krafta sína: „Ef þér þykir vænt um fólk er þér umhugað að skaða það ekki“ Lydia Brown segir erfitt að vita hvaða jaðarhópi fordómarnir sem hán verður fyrir beinast gegn. 7. mars 2017 11:14 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Sjá meira
„Ég er kannski ekki alveg sammála um að það hafi fokið í mig, en ég varð svakalega hissa,“ segir Sindri Sindrason sjónvarpsmaður um umdeilt viðtal hans við Töru Margréti Vilhjálmsdóttur, formann Samtaka um líkamsvirðingu, í fréttum Stöðvar 2 í gær. Tara Margrét mætti í viðtal til Sindra til þess að ræða ráðstefnuna Truflandi tilvist. Í viðtalinu sagði Tara að Sindri geti ekki sett sig í þeirra spor því hann tilheyri ekki minnihlutahópum – og sé í raun í forréttindahópi. Því var Sindri ekki alls kostar sammála. „Veistu hvað ég er í mörgum minnihlutahópum? Ég er hommi, ég á litað barn, það er ættleitt, ég er fyrsti samkynhneigði maðurinn til að ættleiða á Íslandi, ég er giftur útlendingi, eða hálfum útlendingi þannig að við skulum ekki fara þangað,“ sagði Sindri í viðtalinu, og sitt sýnist hverjum, en Sindri hefur meðal annars verið sakaður um að sýna jaðarhópum skilningsleysi.Hef ekkert gaman að þessu Sindri, sem ræddi málið í Reykjavík síðdegis, sagði ætlun sína aldrei hafa verið að gera lítið úr þeim sem orðið hafa fyrir fordómum, líkt og sumir hafa haldið fram. „Ég vil ekki gera lítið úr þeim sem finna fyrir fordómum. Ég hef spurt þessarar spurningar mjög oft í mínum innslögum, til dæmis á geðdeild eða fólk sem er að ganga í gegnum erfiðleika. Ég bjóst við svarinu: jú oft eru fordómar innra með manni en að sjálfsögðu eru fordómar þarna úti,“ sagði Sindri. Sindri sagðist fyrst og fremst hafa orðið hissa á svari hennar. „Þarna hefði hún getað sagt: Við erum að tala um þetta almennt, en þarna beinir hún þessu beint gegn mér. Ég verð ekki reiður, ég verð bara meira hissa og þá fannst mér bara allt í lagi að svara – ég er í fullt af minnihlutahópum,“ sagði hann. Aðspurður segist binda vonir við að málinu sé nú lokið. „Mér finnst þetta ekkert skemmtilegt. Ég viðurkenni það bara. Ég hef ekkert gaman að þessu.“ Hlusta má á viðtalið við Sindra í spilaranum hér fyrir neðan. Viðtal Sindra við Töru hefst á mínútu 7.06
Tengdar fréttir Sindri sagður sýna jaðarhópum skilningsleysi Samtökin '78, Samtök um líkamsvirðingu, Tabú og Trans Ísland fordæma framgöngu Sindra Sindrasonar sjónvarpsmanns. 7. mars 2017 13:01 Jaðarhópar sameina krafta sína: „Ef þér þykir vænt um fólk er þér umhugað að skaða það ekki“ Lydia Brown segir erfitt að vita hvaða jaðarhópi fordómarnir sem hán verður fyrir beinast gegn. 7. mars 2017 11:14 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Sjá meira
Sindri sagður sýna jaðarhópum skilningsleysi Samtökin '78, Samtök um líkamsvirðingu, Tabú og Trans Ísland fordæma framgöngu Sindra Sindrasonar sjónvarpsmanns. 7. mars 2017 13:01
Jaðarhópar sameina krafta sína: „Ef þér þykir vænt um fólk er þér umhugað að skaða það ekki“ Lydia Brown segir erfitt að vita hvaða jaðarhópi fordómarnir sem hán verður fyrir beinast gegn. 7. mars 2017 11:14