Mynd ársins Bjarni Karlsson skrifar 8. mars 2017 07:00 Mannkyn stendur frammi fyrir nýrri áskorun. Nú er staðan orðin sú í heimsmálum að annað hvort komumst við öll saman inn í nýja framtíð eða það verður engin framtíð. Annað hvort tekst okkur að laða fram sjálfbæra þróun þannig að neysluvatn, orka og innviðir atvinnulífs séu til staðar í sátt við náttúruna eða vistkerfið á eftir að æla okkur. Það sem enn flækir málin er sú staðreynd að við munum ekki laða fram sjálfbærni í tengslum við náttúruna nema við á sama tíma útrýmum sárustu fátækt, eflum heilsu og menntun en drögum úr ójöfnuði. Ástæðan er sú að neyðarástand hjá fólki kallar á neyðarráðstafanir við fæðuöflun o.fl. þar sem náttúran fer halloka fyrir manninum vegna ofveiði, mengunar og ágangs á land og gróður auk þess sem offjölgunarvandinn stendur í beinu samhengi við fátækt og menntunarskort sem aftur ýtir undir frekari neyðarráðstafanir o.s.frv. o.s.frv. Þess vegna hafa Sameinuðu þjóðirnar sett fram sautján sjálfbær þróunarmarkmið og hluti af því starfi er Parísarsamkomulagið um loftslagsmál sem 195 þjóðir hafa samþykkt. Við Íslendingar veiðum tvö prósent alls sjávarafla í heiminum, eigum ferskt vatn, orku í jörð, landrými og ríkulegan mann- og félagsauð. Spurningin sem við stöndum frammi fyrir er þessi: Hvernig ætlum við að deila gæðum okkar með umheiminum? Mynd ársins sem kynnt var á árlegri sýningu íslenskra blaðaljósmyndara kristallar þennan veruleika. Myndin af flóttamönnunum fyrir altari Laugarneskirkju rétt áður en þeir voru fluttir nauðugir úr landi minnir á að hinni nýju áskorun verður ekki vísað frá með tilvísun í neinar Dyflinnarreglugerðir. Við erum hér öll og það er ekkert að fara. Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bjarni Karlsson Mest lesið Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson Skoðun Halldór 02.08.2025 Halldór Fyrsta flokks heilbrigðisþjónustu á Íslandi Lilja Alfreðsdóttir Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson Skoðun Að tala við börn um alvarleg lífsógnandi veikindi, sorg, dauða og missi Guðlaug Helga Ásgeirsdóttir,Svandís Íris Hálfdánardóttir Skoðun Líknarmeðferð og líknarmiðstöðvar Svandís Íris Hálfdánardóttir,Dóra Björk Jóhannsdóttir Skoðun
Mannkyn stendur frammi fyrir nýrri áskorun. Nú er staðan orðin sú í heimsmálum að annað hvort komumst við öll saman inn í nýja framtíð eða það verður engin framtíð. Annað hvort tekst okkur að laða fram sjálfbæra þróun þannig að neysluvatn, orka og innviðir atvinnulífs séu til staðar í sátt við náttúruna eða vistkerfið á eftir að æla okkur. Það sem enn flækir málin er sú staðreynd að við munum ekki laða fram sjálfbærni í tengslum við náttúruna nema við á sama tíma útrýmum sárustu fátækt, eflum heilsu og menntun en drögum úr ójöfnuði. Ástæðan er sú að neyðarástand hjá fólki kallar á neyðarráðstafanir við fæðuöflun o.fl. þar sem náttúran fer halloka fyrir manninum vegna ofveiði, mengunar og ágangs á land og gróður auk þess sem offjölgunarvandinn stendur í beinu samhengi við fátækt og menntunarskort sem aftur ýtir undir frekari neyðarráðstafanir o.s.frv. o.s.frv. Þess vegna hafa Sameinuðu þjóðirnar sett fram sautján sjálfbær þróunarmarkmið og hluti af því starfi er Parísarsamkomulagið um loftslagsmál sem 195 þjóðir hafa samþykkt. Við Íslendingar veiðum tvö prósent alls sjávarafla í heiminum, eigum ferskt vatn, orku í jörð, landrými og ríkulegan mann- og félagsauð. Spurningin sem við stöndum frammi fyrir er þessi: Hvernig ætlum við að deila gæðum okkar með umheiminum? Mynd ársins sem kynnt var á árlegri sýningu íslenskra blaðaljósmyndara kristallar þennan veruleika. Myndin af flóttamönnunum fyrir altari Laugarneskirkju rétt áður en þeir voru fluttir nauðugir úr landi minnir á að hinni nýju áskorun verður ekki vísað frá með tilvísun í neinar Dyflinnarreglugerðir. Við erum hér öll og það er ekkert að fara. Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Að tala við börn um alvarleg lífsógnandi veikindi, sorg, dauða og missi Guðlaug Helga Ásgeirsdóttir,Svandís Íris Hálfdánardóttir Skoðun
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Að tala við börn um alvarleg lífsógnandi veikindi, sorg, dauða og missi Guðlaug Helga Ásgeirsdóttir,Svandís Íris Hálfdánardóttir Skoðun