Emmsjé Gauti, HAM og KK á Aldrei fór ég suður Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 7. mars 2017 10:45 Aldrei fór ég suður fer fram sem aldrei fyrr um páskana á Ísafirði en tónleikadagana, föstudags- og laugardagskvöld um páskahelgina, ber upp 14. og 15. apríl þetta árið. Annað árið í röð fer hátíðin fram í skemmu rækjuverksmiðjunnar Kampa við Ásgeirsgötu.Í spilaranum að ofan má sjá kynningarmyndband hátíðarinnar í ár. Óhætt er að segja að dagskráin sé glæsileg þetta árið en fram koma Emmsjé Gauti, HAM, KK band, Kött Grá Pje, Valdimar, Mugison, Lúðrasveit tónlistarskóla Ísafjarðar, Soffía Björg, Rythmatik, Sigurvegarar Músiktilrauna, Hildur, Vök, Karó og Börn.Lagið Reykjavík með Emmsjé Gauta hefur notið mikilla vinsælda.Nokkrir listamenn endurnýja nú kynnin við rokkhátíðina en Emmsjé Gauti tryllti lýðinn á Ísafirði fyrir tveimur árum og HAM rokkaði árið 2007 og svo aftur 2012. Þá söng Valdimar Guðmundsson íslensk dægurlög fyrir gesti fyrir tveimur árum en kemur nú fram með hljómsveit sinni. Mugison er svo fastagestur enda stofnandi hátíðarinnar ásamt föður sínum. Árlega ætlar húsið af ísfirskri skemmu þegar hann syngur um Gúanóstelpuna sína.Að neðan má sjá eitt fjölmargra myndbanda sem Fjölnir Baldursson hefur tekið á Aldrei fór ég suður undanfarin ár.Sem fyrr er ókeypis inn á hátíðina og lofar rokkstjórinn, Kristján Freyr Halldórsson frá Hnífsdal, mikilli stemningu. Hann tók við rokkstjórakeflinu af Birnu Jónasdóttur sem stýrði síðustu þremur hátíðum. Kristján hefur verið í innsta hring svo til frá fyrsta ári hátíðarinnar sem nú er haldin í fjórtánda skipti. Þá koma sigurvegarar í Músíktilraunum fram en árlega er þeim boðið vestur að spila fyrir framan mannfjöldann sem er mikil lífsreynsla. Músíktilraunir fara fram síðustu vikuna í mars. Kynnir á hátíðinni er Pétur Magnússon, betur þekktur sem Fallegi smiðurinn. Sem fyrr er ókeypis inn á hátíðina og þá má nefna að Skíðavikan fer fram á Ísafirði sömu helgi. Aldrei fór ég suður Tónlist Mest lesið „Gæti skrifað bókaseríu um vandræðileg stefnumót“ Makamál Laufey Lín skartaði íslenska fánanum á Coachella Lífið Viðar Örn og Sylvía Rós eiga von á barni Lífið Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Lífið Hélt að Sálin hafi hvatt fólk til að horfa til himins með höfuðið hátt Lífið Ósamþykkt kjallaraíbúð á rúmar 44 milljónir Lífið Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Menning Losnaði við alla fíkn á augabragði: „Því Guð er með skyndilausnir líka“ Áskorun Hátíð sem er skipulögð í kringum yngstu kynslóðina Lífið Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Lífið Fleiri fréttir Ósamþykkt kjallaraíbúð á rúmar 44 milljónir Hélt að Sálin hafi hvatt fólk til að horfa til himins með höfuðið hátt Hátíð sem er skipulögð í kringum yngstu kynslóðina Laufey Lín skartaði íslenska fánanum á Coachella Viðar Örn og Sylvía Rós eiga von á barni Heillandi hús við Laugalæk úr smiðju Kjartans Sveinssonar Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Hafa aldrei rifist Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Stóri plokkdagurinn haldinn á sunnudaginn Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Krakkatían: Páskar, söngkeppnir og afmælisbörn Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Veikindafríi Páls Óskars lokið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Sunneva og Benedikt trúlofuð Tónlistarmyndband Addison Rae tekið upp á Íslandi Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ Sjá meira
Aldrei fór ég suður fer fram sem aldrei fyrr um páskana á Ísafirði en tónleikadagana, föstudags- og laugardagskvöld um páskahelgina, ber upp 14. og 15. apríl þetta árið. Annað árið í röð fer hátíðin fram í skemmu rækjuverksmiðjunnar Kampa við Ásgeirsgötu.Í spilaranum að ofan má sjá kynningarmyndband hátíðarinnar í ár. Óhætt er að segja að dagskráin sé glæsileg þetta árið en fram koma Emmsjé Gauti, HAM, KK band, Kött Grá Pje, Valdimar, Mugison, Lúðrasveit tónlistarskóla Ísafjarðar, Soffía Björg, Rythmatik, Sigurvegarar Músiktilrauna, Hildur, Vök, Karó og Börn.Lagið Reykjavík með Emmsjé Gauta hefur notið mikilla vinsælda.Nokkrir listamenn endurnýja nú kynnin við rokkhátíðina en Emmsjé Gauti tryllti lýðinn á Ísafirði fyrir tveimur árum og HAM rokkaði árið 2007 og svo aftur 2012. Þá söng Valdimar Guðmundsson íslensk dægurlög fyrir gesti fyrir tveimur árum en kemur nú fram með hljómsveit sinni. Mugison er svo fastagestur enda stofnandi hátíðarinnar ásamt föður sínum. Árlega ætlar húsið af ísfirskri skemmu þegar hann syngur um Gúanóstelpuna sína.Að neðan má sjá eitt fjölmargra myndbanda sem Fjölnir Baldursson hefur tekið á Aldrei fór ég suður undanfarin ár.Sem fyrr er ókeypis inn á hátíðina og lofar rokkstjórinn, Kristján Freyr Halldórsson frá Hnífsdal, mikilli stemningu. Hann tók við rokkstjórakeflinu af Birnu Jónasdóttur sem stýrði síðustu þremur hátíðum. Kristján hefur verið í innsta hring svo til frá fyrsta ári hátíðarinnar sem nú er haldin í fjórtánda skipti. Þá koma sigurvegarar í Músíktilraunum fram en árlega er þeim boðið vestur að spila fyrir framan mannfjöldann sem er mikil lífsreynsla. Músíktilraunir fara fram síðustu vikuna í mars. Kynnir á hátíðinni er Pétur Magnússon, betur þekktur sem Fallegi smiðurinn. Sem fyrr er ókeypis inn á hátíðina og þá má nefna að Skíðavikan fer fram á Ísafirði sömu helgi.
Aldrei fór ég suður Tónlist Mest lesið „Gæti skrifað bókaseríu um vandræðileg stefnumót“ Makamál Laufey Lín skartaði íslenska fánanum á Coachella Lífið Viðar Örn og Sylvía Rós eiga von á barni Lífið Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Lífið Hélt að Sálin hafi hvatt fólk til að horfa til himins með höfuðið hátt Lífið Ósamþykkt kjallaraíbúð á rúmar 44 milljónir Lífið Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Menning Losnaði við alla fíkn á augabragði: „Því Guð er með skyndilausnir líka“ Áskorun Hátíð sem er skipulögð í kringum yngstu kynslóðina Lífið Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Lífið Fleiri fréttir Ósamþykkt kjallaraíbúð á rúmar 44 milljónir Hélt að Sálin hafi hvatt fólk til að horfa til himins með höfuðið hátt Hátíð sem er skipulögð í kringum yngstu kynslóðina Laufey Lín skartaði íslenska fánanum á Coachella Viðar Örn og Sylvía Rós eiga von á barni Heillandi hús við Laugalæk úr smiðju Kjartans Sveinssonar Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Hafa aldrei rifist Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Stóri plokkdagurinn haldinn á sunnudaginn Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Krakkatían: Páskar, söngkeppnir og afmælisbörn Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Veikindafríi Páls Óskars lokið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Sunneva og Benedikt trúlofuð Tónlistarmyndband Addison Rae tekið upp á Íslandi Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ Sjá meira
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“