Pétur og úlfurinn í Langholtskirkju Magnús Guðmundsson skrifar 4. mars 2017 12:15 Sinfóníuhljómsveit unga fólksins. Mynd/Ólafur Haakansson Sinfóníuhljómsveit unga fólksins flytur Pétur og úlfinn eftir Sergej Prokofiev í Langholtskirkju laugardaginn 4. mars kl. 17.00. Sögumaður er Aðalsteinn Ásberg Sigurðsson. Tónlistarævintýrið Pétur og úlfurinn er eftir Rússann Sergej Prokofiev (1891-1953) og samið árið 1936. Upphaflega bað Barnaleikhúsið í Moskvu tónskáldið um að semja sinfóníu fyrir börn þar sem einstök hljóðfæri hljómsveitarinnar yrðu kynnt fyrir ungum hlustendum. Ljóðskáld var fengið til þess að skrifa sögu í bundnu máli en Prokofiev kunni ekki við hversu pólitísk hún var. Hann brá því á það ráð að semja sína eigin sögu og fella tónlist við hana, söguna um Pétur sem með kjarki sínum og áræði snaraði hættulegan úlf. Pétur og úlfurinn er eitt vinsælasta verk allra tíma og hefur haldið nafni Prokofievs á lofti um víða veröld.Rannveig Marta Sarc, fiðluleikari er við framhaldsnám í Juilliard-tónlistarháskólanum í New York.Á tónleikunum leikur einnig Rannveig Marta Sarc fiðlukonsert eftir Brahms. Rannveig Marta Šarc fiðluleikari fæddist 1995 í Slóveníu og hóf þar fiðlunám 4 ára gömul. Árið 2006 fluttist hún til Íslands og gerðist nemandi Lilju Hjaltadóttur við Suzuki-tónlistarskólann Allegro. Rannveig lauk framhaldsprófi frá Tónlistarskólanum í Reykjavík vorið 2014 undir handleiðslu Guðnýjar Guðmundsdóttur og er nú við framhaldsnám í Juilliard-tónlistarháskólanum í New York, þar sem hún er nemandi Laurie Smukler. Hún hefur leikið einleik með Hljómsveit Tónlistarskólans í Reykjavík, Slóvensku fílharmóníunni og tvívegis með Sinfóníuhljómsveit Íslands. Rannveig hefur komið fram með Cammerarctica-kammerhópnum og haustið 2016 var strengjakvartett hennar valinn heiðurskvartett Juilliard-tónlistarháskólans. Þá hefur Rannveig sigrað í keppnum ungra tónlistarmanna, bæði hér á landi og í Slóveníu. Loks verða leiknir Rúmenskir þjóðdansar eftir Béla Bartók en stjórnandi á tónleikunum er Gunnsteinn Ólafsson.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 4. mars. Menning Mest lesið Losnaði við alla fíkn á augabragði: „Því Guð er með skyndilausnir líka“ Áskorun Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Lífið Krakkatían: Páskar, söngkeppnir og afmælisbörn Lífið Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Lífið Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Veikindafríi Páls Óskars lokið Lífið Matargleði Evu: Dýrindis páskalamb Matur Fleiri fréttir Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Bjarni Ben lét sig ekki vanta á Fjallabak „Ég verð dauður áður en kvikmyndahúsin loka“ Lovísa Ósk nýr listdansstjóri Íslenska dansflokksins Vonar að tæknin taki aldrei yfir innsæi og ástríðu Tekur við sem verkefnastjóri dagskrárgerðar í Hörpu Íslensku myndlistarverðlaunin: Pétur, Helena og Erró heiðruð „List er okkar eina von“ Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Sjá meira
Sinfóníuhljómsveit unga fólksins flytur Pétur og úlfinn eftir Sergej Prokofiev í Langholtskirkju laugardaginn 4. mars kl. 17.00. Sögumaður er Aðalsteinn Ásberg Sigurðsson. Tónlistarævintýrið Pétur og úlfurinn er eftir Rússann Sergej Prokofiev (1891-1953) og samið árið 1936. Upphaflega bað Barnaleikhúsið í Moskvu tónskáldið um að semja sinfóníu fyrir börn þar sem einstök hljóðfæri hljómsveitarinnar yrðu kynnt fyrir ungum hlustendum. Ljóðskáld var fengið til þess að skrifa sögu í bundnu máli en Prokofiev kunni ekki við hversu pólitísk hún var. Hann brá því á það ráð að semja sína eigin sögu og fella tónlist við hana, söguna um Pétur sem með kjarki sínum og áræði snaraði hættulegan úlf. Pétur og úlfurinn er eitt vinsælasta verk allra tíma og hefur haldið nafni Prokofievs á lofti um víða veröld.Rannveig Marta Sarc, fiðluleikari er við framhaldsnám í Juilliard-tónlistarháskólanum í New York.Á tónleikunum leikur einnig Rannveig Marta Sarc fiðlukonsert eftir Brahms. Rannveig Marta Šarc fiðluleikari fæddist 1995 í Slóveníu og hóf þar fiðlunám 4 ára gömul. Árið 2006 fluttist hún til Íslands og gerðist nemandi Lilju Hjaltadóttur við Suzuki-tónlistarskólann Allegro. Rannveig lauk framhaldsprófi frá Tónlistarskólanum í Reykjavík vorið 2014 undir handleiðslu Guðnýjar Guðmundsdóttur og er nú við framhaldsnám í Juilliard-tónlistarháskólanum í New York, þar sem hún er nemandi Laurie Smukler. Hún hefur leikið einleik með Hljómsveit Tónlistarskólans í Reykjavík, Slóvensku fílharmóníunni og tvívegis með Sinfóníuhljómsveit Íslands. Rannveig hefur komið fram með Cammerarctica-kammerhópnum og haustið 2016 var strengjakvartett hennar valinn heiðurskvartett Juilliard-tónlistarháskólans. Þá hefur Rannveig sigrað í keppnum ungra tónlistarmanna, bæði hér á landi og í Slóveníu. Loks verða leiknir Rúmenskir þjóðdansar eftir Béla Bartók en stjórnandi á tónleikunum er Gunnsteinn Ólafsson.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 4. mars.
Menning Mest lesið Losnaði við alla fíkn á augabragði: „Því Guð er með skyndilausnir líka“ Áskorun Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Lífið Krakkatían: Páskar, söngkeppnir og afmælisbörn Lífið Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Lífið Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Veikindafríi Páls Óskars lokið Lífið Matargleði Evu: Dýrindis páskalamb Matur Fleiri fréttir Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Bjarni Ben lét sig ekki vanta á Fjallabak „Ég verð dauður áður en kvikmyndahúsin loka“ Lovísa Ósk nýr listdansstjóri Íslenska dansflokksins Vonar að tæknin taki aldrei yfir innsæi og ástríðu Tekur við sem verkefnastjóri dagskrárgerðar í Hörpu Íslensku myndlistarverðlaunin: Pétur, Helena og Erró heiðruð „List er okkar eina von“ Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Sjá meira
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp