Stuttgart bannar dísilbíla án Euro 6 Finnur Thorlacius skrifar 7. mars 2017 09:15 Mengun í Stuttgart. Borgaryfirvöld í þýsku borginni Stuttgart ætlar að banna umferð þeirra dísilbíla sem ekki uppfylla Euro 6 mengunarstaðalinn á næsta ári á þeim dögum sem mengun mælist mikil. Í byrjun árs 2016 voru aðeins 10% dísilbíla í umferð í Þýskalandi sem uppfylla Euro 6 staðalinn. Því gæti þetta átt við megnið af dísilbílum borgarinnar. Það er kaldhæðnislegt að í Stuttgart og nágrenni borgarinnar eru bæði Mercedes Benz og Porsche með höfuðstöðvar sínar, en þar á bæ eru smíðaðir dísilbílar af krafti, þó þeim fari örugglega fækkandi á næstu misserum. Mjög algengt er í þýskum borgum að mengun fari reglulega yfir heilsuviðmiðunarmörk og á það við um 90 þýskar borgir. Ástandið í Stuttgart er oft mjög slæmt þar sem borgin stendur í dal. Þýskaland hefur fengið viðvaranir frá Evrópusambandinu þar sem yfir þessi mörk hafi verið farið 35 daga á ári. Ennfremur hafi borgaryfirvöld fengið kærur á sig frá Umhverfisyfirvöldum í Þýskalandi fyrir að bregðast ekki við því þegar mengunin fer yfir þessi mörk. World Health Organization lét hafa eftir sér á síðasta ári að mengun í borgum og dreifbýli hafa valdið dauða um 3 milljóna manna árið 2012. Ekki fer það ástand batnandi nema með aðgerðum líkt og borgaryfirvöld í Stuttgart eru nú að grípa til. Mest lesið Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Innlent Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Innlent Tenerife-veður víða á landinu Innlent Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Innlent Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt Innlent Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna Innlent Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart Erlent
Borgaryfirvöld í þýsku borginni Stuttgart ætlar að banna umferð þeirra dísilbíla sem ekki uppfylla Euro 6 mengunarstaðalinn á næsta ári á þeim dögum sem mengun mælist mikil. Í byrjun árs 2016 voru aðeins 10% dísilbíla í umferð í Þýskalandi sem uppfylla Euro 6 staðalinn. Því gæti þetta átt við megnið af dísilbílum borgarinnar. Það er kaldhæðnislegt að í Stuttgart og nágrenni borgarinnar eru bæði Mercedes Benz og Porsche með höfuðstöðvar sínar, en þar á bæ eru smíðaðir dísilbílar af krafti, þó þeim fari örugglega fækkandi á næstu misserum. Mjög algengt er í þýskum borgum að mengun fari reglulega yfir heilsuviðmiðunarmörk og á það við um 90 þýskar borgir. Ástandið í Stuttgart er oft mjög slæmt þar sem borgin stendur í dal. Þýskaland hefur fengið viðvaranir frá Evrópusambandinu þar sem yfir þessi mörk hafi verið farið 35 daga á ári. Ennfremur hafi borgaryfirvöld fengið kærur á sig frá Umhverfisyfirvöldum í Þýskalandi fyrir að bregðast ekki við því þegar mengunin fer yfir þessi mörk. World Health Organization lét hafa eftir sér á síðasta ári að mengun í borgum og dreifbýli hafa valdið dauða um 3 milljóna manna árið 2012. Ekki fer það ástand batnandi nema með aðgerðum líkt og borgaryfirvöld í Stuttgart eru nú að grípa til.
Mest lesið Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Innlent Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Innlent Tenerife-veður víða á landinu Innlent Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Innlent Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt Innlent Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna Innlent Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart Erlent