Audi toppar sig Finnur Thorlacius skrifar 7. mars 2017 09:00 Mikil breyting hefur orðið á Audi Q5, en samt hefur útlitið ekki breyst svo mikið. Reynsluakstur – Audi Q5 Lúxusjepplingurinn Audi Q5 kom fyrst á markað árið 2008 og sló samstundis í gegn út um allan heim. Hann var mest seldi bíllinn í sínum flokki í sex ár og er einn farsælasti bíll Audi. 1,6 milljón eintaka fyrstu kynslóðar Q5 hafa selst og nú er komið að annarri kynslóðinni. Eftirspurnin eftir nýjum Q5 hefur verið mikil enda um einn vinsælasta bíl Audi að sem var sá mesti seldi í sínum flokki sex ár í röð. Nýja kynslóðin er mikið uppfærð og gefið í hvað varðar tækni, hönnun og þægindi. Nýr Audi Q5 er stærri á flesta kanta og plássið hefur aukist en þó er hann allt að 90 kílóum léttari, þökk sé skynsamlegu efnavali í yfirbyggingunni og hugvitsamlegum tæknilausnum.Skynvædd loftpúðafjöðrunNýr Q5 er stútfullur af framsæknum tækninýjungum á borð við nýja skynvædda loftpúðafjöðrun og kraftmeiri vélar og einn af hápunktum nýju kynslóðarinnar er nýtt quattro-aldrif með forspárgetu. Drifið aðlagar togdreifinguna að aksturslaginu. Það aftengir afturdrifið þegar við á og minnkar eldsneytiseyðslu og sér fyrir þörfina á aldrifi þegar gefið er vel inn eða knappar beygjur eru framundan. Sparneytnin er í fyrirrúmi og enginn greinanlegur munur er á togkrafti og aksturseiginleikum í samanburði við sítengd kerfi. Það er hvergi gefið eftir í þægindum og hönnun nýju kynslóðarinnar. Q5 býr yfir ríkulegu plássi fyrir fimm farþega auk hentugra hleðslu- og geymslumöguleika. Hægt er að fella niður sætisbökin aftur í með fjarstýringu og auka plássið í skottinu upp í 1.550 lítra. Framfarirnar í nýrri kynslóð eru einnig augsýnilegar á stafrænu Audi virtual mælaborðinu með 12,3 tommu háskerpuskjá sem sýnir margvíslegar upplýsingar sem tengjast akstrinum. Í boði er fjöldi upplýsinga- og afþreyingakerfa ásamt úrvali tengimöguleika og aðstoðarkerfa.Öflugar vélarÍ boði eru þrjár vélar í Q5, 190 hestafla 2.0 TDI, 286 hestafla 3.0 TDI dísilvélar og 252 hestafla 2.0 TFSI bensínvél. Afl vélanna hefur aukist um 10%, eða um allt að 27 hestöfl, en eldsneytiseyðsla hefur minnkað. Það tekur nýjan Audi Q5 aðeins 6,3 sekúndur að komast í hundraðið og hámarkshraði er 237 km á klukkustund. Bílnum sem reynsluekið var var með minni dísilvélinni og hreinlega fyndið til þess að hugsa að þar fari aflminnsta vélin, því bíllinn hreinlega sturtaðist áfram og skort aldrei afl. Enda er hann aðeins 7,9 sekúndur í hundraðið. Það er ekki að spyrja að vélunum frá Audi og mjög svo athyglivert verður að prófa þennan bíl með 286 hestafla dísilvélinni, en þá er þessi bíll líka orðinn að hreinræktuðum sportbíl. Bensínsvélin er líka mjög öflug en bíllinn fæst ekki alveg strax með þeirri vél. Allar þessar vélar eu tengdar við 8 gíra DSG-sjálfskiptingu með tveimur kúiplingum og það er eins og skiptingarnar gerist á ljóshraða, svo fljót er hún og annar kostur hennar er fólginn í því að varla finnst fyrir skiptingunum.Hreinn unaður í akstriÞað sem einna mest stendur uppúr við frábæran akstur þess bíls er hve allt virðist þétt og stíft og segir Audi að þeim hafi tekist að auka stífnina mikið milli kynslóða. Mikil álnotkun er í bílnum og á það meðal annars átt í hve bílinn hefur lést en líka nýi MLB-undirvagninn. Hreinn unaður er hreinlega að aka þessum bíl en það kemur kannski ekki svo mikið á óvart þegar Audi er annarsvegar, þar fara alltaf frábærir akstursbílar. Þar sem mikill snjór var á vegum borgarinnar í reynsluakstrinum kom fjöðrunin berlega í ljós, sem og þéttleikinn. Bíllinn étur ójöfnur en samt er fjöðrunin sportlega stíf. Uppgefin eldsneytiseyðsla 190 hestafla bílsins er uppgefin 5,3 lítrar en í reynsluakstrinum var hún 8,2 lítrar, en hafa verður í huga að eðlilega var tekið á bílnum og eiginleikar hans ekki sparaðir. Innréttingin í nýjum Audi Q5 er klassísk Audi innrétting, þ.e. mjög flott og stílhrein og mjög fljótlegt og auðvelt er að læra á öll stjórntæki bílsins. Verð Q5 er lægst 7.290.000 og þá með minni dísilvélinni. 252 hestafla bensínbíllinn er á 7.720.000 kr. og sá með 286 hestafla dísilvélinni kostar 8.530.000 kr. Audi Q5 er frábær kostur fyrir þá sem elska mikla akstursgetu, lúxus og fegurð og nýjustu tækni. Það er dagljóst að Q5 mun áfram seljast vel um allan heim og þeim sem hafa efni á svona flottum bíl er bent á að reynsluaka einum þeirra og sannfærast.Kostir: Fegurð, afl, akstursgeta, tækninýjungarÓkostir: Aftursæti aðeins fyrir 2 fullorðna 2,0 lítra dísilvél með forþjöppu, 190 hestöfl Fjórhjóladrif Eyðsla frá: 5,3 l./100 km í bl. akstri Mengun: 129 g/km CO2 Hröðun: 7,9 sek. Hámarkshraði: 218 km/klst Verð frá: 7.290.000 kr. Umboð: HeklaStílhrein og falleg innrétting, eins og ávallt í Audi.Aukið skottrými með nýrri kynslóð og ef aftursætin eru lögð niður er farangursrýmið 1.550 lítrar.Minni dísilvélin er ógnarspræk, enda 190 hestöfl.Hægt að stjórna hitastigi miðstöðvarinnar afturí. Mest lesið Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Erlent Stóru eldarnir enn hömlulausir Erlent Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Innlent Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Erlent Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Erlent Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Erlent „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Innlent
Reynsluakstur – Audi Q5 Lúxusjepplingurinn Audi Q5 kom fyrst á markað árið 2008 og sló samstundis í gegn út um allan heim. Hann var mest seldi bíllinn í sínum flokki í sex ár og er einn farsælasti bíll Audi. 1,6 milljón eintaka fyrstu kynslóðar Q5 hafa selst og nú er komið að annarri kynslóðinni. Eftirspurnin eftir nýjum Q5 hefur verið mikil enda um einn vinsælasta bíl Audi að sem var sá mesti seldi í sínum flokki sex ár í röð. Nýja kynslóðin er mikið uppfærð og gefið í hvað varðar tækni, hönnun og þægindi. Nýr Audi Q5 er stærri á flesta kanta og plássið hefur aukist en þó er hann allt að 90 kílóum léttari, þökk sé skynsamlegu efnavali í yfirbyggingunni og hugvitsamlegum tæknilausnum.Skynvædd loftpúðafjöðrunNýr Q5 er stútfullur af framsæknum tækninýjungum á borð við nýja skynvædda loftpúðafjöðrun og kraftmeiri vélar og einn af hápunktum nýju kynslóðarinnar er nýtt quattro-aldrif með forspárgetu. Drifið aðlagar togdreifinguna að aksturslaginu. Það aftengir afturdrifið þegar við á og minnkar eldsneytiseyðslu og sér fyrir þörfina á aldrifi þegar gefið er vel inn eða knappar beygjur eru framundan. Sparneytnin er í fyrirrúmi og enginn greinanlegur munur er á togkrafti og aksturseiginleikum í samanburði við sítengd kerfi. Það er hvergi gefið eftir í þægindum og hönnun nýju kynslóðarinnar. Q5 býr yfir ríkulegu plássi fyrir fimm farþega auk hentugra hleðslu- og geymslumöguleika. Hægt er að fella niður sætisbökin aftur í með fjarstýringu og auka plássið í skottinu upp í 1.550 lítra. Framfarirnar í nýrri kynslóð eru einnig augsýnilegar á stafrænu Audi virtual mælaborðinu með 12,3 tommu háskerpuskjá sem sýnir margvíslegar upplýsingar sem tengjast akstrinum. Í boði er fjöldi upplýsinga- og afþreyingakerfa ásamt úrvali tengimöguleika og aðstoðarkerfa.Öflugar vélarÍ boði eru þrjár vélar í Q5, 190 hestafla 2.0 TDI, 286 hestafla 3.0 TDI dísilvélar og 252 hestafla 2.0 TFSI bensínvél. Afl vélanna hefur aukist um 10%, eða um allt að 27 hestöfl, en eldsneytiseyðsla hefur minnkað. Það tekur nýjan Audi Q5 aðeins 6,3 sekúndur að komast í hundraðið og hámarkshraði er 237 km á klukkustund. Bílnum sem reynsluekið var var með minni dísilvélinni og hreinlega fyndið til þess að hugsa að þar fari aflminnsta vélin, því bíllinn hreinlega sturtaðist áfram og skort aldrei afl. Enda er hann aðeins 7,9 sekúndur í hundraðið. Það er ekki að spyrja að vélunum frá Audi og mjög svo athyglivert verður að prófa þennan bíl með 286 hestafla dísilvélinni, en þá er þessi bíll líka orðinn að hreinræktuðum sportbíl. Bensínsvélin er líka mjög öflug en bíllinn fæst ekki alveg strax með þeirri vél. Allar þessar vélar eu tengdar við 8 gíra DSG-sjálfskiptingu með tveimur kúiplingum og það er eins og skiptingarnar gerist á ljóshraða, svo fljót er hún og annar kostur hennar er fólginn í því að varla finnst fyrir skiptingunum.Hreinn unaður í akstriÞað sem einna mest stendur uppúr við frábæran akstur þess bíls er hve allt virðist þétt og stíft og segir Audi að þeim hafi tekist að auka stífnina mikið milli kynslóða. Mikil álnotkun er í bílnum og á það meðal annars átt í hve bílinn hefur lést en líka nýi MLB-undirvagninn. Hreinn unaður er hreinlega að aka þessum bíl en það kemur kannski ekki svo mikið á óvart þegar Audi er annarsvegar, þar fara alltaf frábærir akstursbílar. Þar sem mikill snjór var á vegum borgarinnar í reynsluakstrinum kom fjöðrunin berlega í ljós, sem og þéttleikinn. Bíllinn étur ójöfnur en samt er fjöðrunin sportlega stíf. Uppgefin eldsneytiseyðsla 190 hestafla bílsins er uppgefin 5,3 lítrar en í reynsluakstrinum var hún 8,2 lítrar, en hafa verður í huga að eðlilega var tekið á bílnum og eiginleikar hans ekki sparaðir. Innréttingin í nýjum Audi Q5 er klassísk Audi innrétting, þ.e. mjög flott og stílhrein og mjög fljótlegt og auðvelt er að læra á öll stjórntæki bílsins. Verð Q5 er lægst 7.290.000 og þá með minni dísilvélinni. 252 hestafla bensínbíllinn er á 7.720.000 kr. og sá með 286 hestafla dísilvélinni kostar 8.530.000 kr. Audi Q5 er frábær kostur fyrir þá sem elska mikla akstursgetu, lúxus og fegurð og nýjustu tækni. Það er dagljóst að Q5 mun áfram seljast vel um allan heim og þeim sem hafa efni á svona flottum bíl er bent á að reynsluaka einum þeirra og sannfærast.Kostir: Fegurð, afl, akstursgeta, tækninýjungarÓkostir: Aftursæti aðeins fyrir 2 fullorðna 2,0 lítra dísilvél með forþjöppu, 190 hestöfl Fjórhjóladrif Eyðsla frá: 5,3 l./100 km í bl. akstri Mengun: 129 g/km CO2 Hröðun: 7,9 sek. Hámarkshraði: 218 km/klst Verð frá: 7.290.000 kr. Umboð: HeklaStílhrein og falleg innrétting, eins og ávallt í Audi.Aukið skottrými með nýrri kynslóð og ef aftursætin eru lögð niður er farangursrýmið 1.550 lítrar.Minni dísilvélin er ógnarspræk, enda 190 hestöfl.Hægt að stjórna hitastigi miðstöðvarinnar afturí.
Mest lesið Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Erlent Stóru eldarnir enn hömlulausir Erlent Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Innlent Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Erlent Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Erlent Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Erlent „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Innlent