Lífið

Fyrsta stiklan úr Asíska draumnum frumsýnd: Stefnir í sturlun

Stefán Árni Pálsson skrifar
Þetta verður án efa svakalegt.
Þetta verður án efa svakalegt.
Tökur á nýrri seríu sem mun bera nafnið Asíski draumurinn fóru fram í janúar og febrúar. Þar munu koma fram Auðunn Blöndal, Steinþór Hróar Steinþórsson, Sverrir Þór Sverrisson og Pétur Jóhann Sigfússon líkt og í síðustu þáttaröð.

Asíski draumurinn verður framhald af Evrópska draumnum sem og Ameríska draumnum en þeir þættir voru sýndir á Stöð 2 á árunum 2010 og 2012.

Í Ameríska draumnum ferðuðust Auðunn Blöndal og Egill Gillz saman í liði ásamt Sveppa og Villa sem voru í hinu liðinu um Bandaríkin þar sem þeir leystu ýmsar skemmtilegar þrautir líkt og að láta löggu hlæja og að hafa saurlát á ógeðslegu almenningssalerni.

Í Evrópska draumnum tók Steindi svo við keflinu og ferðaðist um með Audda en Pétur Jóhann tók við keflinu í liði Sveppa og saman ferðuðust þeir félagar um Evrópu í sama tilgangi, að leysa þrautir og fá fleiri stig en hitt liðið. Þar fóru þeir félagar meðal annars í fallhlífarstökk. Ljóst er að þeir félagar munu ganga langt í að toppa sig í ferðalaginu um Asíu en áhugavert verður að sjá hvaða þrautir þeir munu taka að sér að leysa.

Nú frumsýnir Vísir fyrstu stikluna úr þáttunum og er hægt að slá því föstu að þetta verður sturlað dæmi. Hannes Þór Halldórsson, landsliðsmarkvörður, klippti stikluna en hann er mikill aðdáandi þáttanna. Asíski draumurinn hefst 31. mars á Stöð 2.


Tengdar fréttir

Tökum lokið á Asíska draumnum - myndasyrpa

Tökur á Asíska draumnum hafa staðið yfir undanfarnar vikur og hafa þeir Pétur Jóhann, Sveppi, Auddi og Steindi Jr. farið sem eldibrandar vítt og breitt um þessa fjölmennstu heimálfu jarðarinnar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×