Tveggja ára fangelsi fyrir nauðgun í partýi á Akureyri Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 2. mars 2017 16:21 Nauðgunin átti sér stað um verslunarmannahelgina 2014. vísir/pjetur Hæstiréttur staðfesti í dag tveggja ára fangelsisdóm yfir Aroni Trausta Sigurbjörnssyni sem sakfelldur var fyrir að hafa nauðgað konu í samkvæmi í heimahúsi á Akureyri í ágúst 2014. Honum var jafnframt gert að greiða konunni eina og hálfa milljón króna í miskabætur. Fólkið hittist í miðbæ Akureyrar um verslunarmannahelgina 2014. Aron var ásamt fjórum félögum sínum og konan með einni vinkonu sinni, en hópurinn ákvað að fara saman í eftirpartý eftir lokun skemmtistaða. Konan fékk að sofa í rúmi sem ákærði hafði til umráða í húsinu. Aron, sem neitaði sök, sagðist fyrir dómi hafa ætlað að prófa að skríða upp í rúm til hennar og athuga hvort honum yrði sparkað út úr því. Sagðist hann kannast við að hafa haft samræði við konuna en að það hafi verið með vitund og vilja hennar, en honum var gefið að sök að hafa notfært sér það að hún gat ekki spornað við samræðinu sökum svefndrunga og ölvunar. Fyrir dómi sagðist konan hafa verið ofurölvi þetta kvöld. Hún muni eftir því að hafa hitt manninn og svo þegar hún rankaði við sér með manninn ofan á sér. „Mér leið samt einhvern veginn eins og ég væri í [...]. Það var ógeðslega heitt og svona skrýtið umhverfi. Ég kannaðist ekkert við mig.“ ... „Ég næ ekki einu sinni að gera mér grein fyrir því hvað er að gerast almennilega. ... ég veit, mér fannst frekar augljóst að það var verið að sofa hjá mér, ég fann alveg vel fyrir þessu. ... Ég bara náði ekki að gera neitt. ... Ég var bara hálfdauð,“ sagði konan fyrir dómi.Dómurinn taldi sannað að Aron Trausti hefið haft samræði við konuna gegn vilja hennar, með því að notfæra sér að hún gat ekki spornað við því sökum ástands hennar. Lýsingar Arons á takmörkuðum viðbrögðum konunnar við atlotum hans samrýmist vel þeirri niðurstöðu að meðvitund hennar hafi verið skert vegna ölvunarástands hennar, segir í niðurstöðunni. „Viðbrögð brotaþola eftir að hún vaknaði um morguninn benda eindregið til þess að hún hafi verið illa áttuð og að tíma hafi tekið fyrir hana að gera sér grein fyrir því sem gerst hafði. Er framburður brotaþola að mati dómsins trúverðugur og í góðu samræmi við framburð annarra vitna og framlögð gögn í málinu. Í ljósi alls þessa er það mat dómsins að ákærði hafi hlotið að hafa gert sér grein fyrir því hversu mjög brotaþoli var ölvuð og jafnframt að hann hefði enga réttmæta ástæðu til þess að ætla að hún væri því samþykk að hann hefði við hana samræði.“ Mest lesið Þorleifur Kamban er látinn Innlent Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Innlent Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Innlent Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Innlent Óskar eftir fundi með Apple Innlent Dóra Björt hætt við formannsframboðið Innlent Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Innlent Fleiri fréttir Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Fyrsti skólinn til að móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Ofbeldi sem söluvara undirstriki mikilvægi samstarfs þvert á landamæri Willum íhugar formannsframboð Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum „Þessi mál hafa verið ólestri í alltof, alltof langan tíma“ Sjá meira
Hæstiréttur staðfesti í dag tveggja ára fangelsisdóm yfir Aroni Trausta Sigurbjörnssyni sem sakfelldur var fyrir að hafa nauðgað konu í samkvæmi í heimahúsi á Akureyri í ágúst 2014. Honum var jafnframt gert að greiða konunni eina og hálfa milljón króna í miskabætur. Fólkið hittist í miðbæ Akureyrar um verslunarmannahelgina 2014. Aron var ásamt fjórum félögum sínum og konan með einni vinkonu sinni, en hópurinn ákvað að fara saman í eftirpartý eftir lokun skemmtistaða. Konan fékk að sofa í rúmi sem ákærði hafði til umráða í húsinu. Aron, sem neitaði sök, sagðist fyrir dómi hafa ætlað að prófa að skríða upp í rúm til hennar og athuga hvort honum yrði sparkað út úr því. Sagðist hann kannast við að hafa haft samræði við konuna en að það hafi verið með vitund og vilja hennar, en honum var gefið að sök að hafa notfært sér það að hún gat ekki spornað við samræðinu sökum svefndrunga og ölvunar. Fyrir dómi sagðist konan hafa verið ofurölvi þetta kvöld. Hún muni eftir því að hafa hitt manninn og svo þegar hún rankaði við sér með manninn ofan á sér. „Mér leið samt einhvern veginn eins og ég væri í [...]. Það var ógeðslega heitt og svona skrýtið umhverfi. Ég kannaðist ekkert við mig.“ ... „Ég næ ekki einu sinni að gera mér grein fyrir því hvað er að gerast almennilega. ... ég veit, mér fannst frekar augljóst að það var verið að sofa hjá mér, ég fann alveg vel fyrir þessu. ... Ég bara náði ekki að gera neitt. ... Ég var bara hálfdauð,“ sagði konan fyrir dómi.Dómurinn taldi sannað að Aron Trausti hefið haft samræði við konuna gegn vilja hennar, með því að notfæra sér að hún gat ekki spornað við því sökum ástands hennar. Lýsingar Arons á takmörkuðum viðbrögðum konunnar við atlotum hans samrýmist vel þeirri niðurstöðu að meðvitund hennar hafi verið skert vegna ölvunarástands hennar, segir í niðurstöðunni. „Viðbrögð brotaþola eftir að hún vaknaði um morguninn benda eindregið til þess að hún hafi verið illa áttuð og að tíma hafi tekið fyrir hana að gera sér grein fyrir því sem gerst hafði. Er framburður brotaþola að mati dómsins trúverðugur og í góðu samræmi við framburð annarra vitna og framlögð gögn í málinu. Í ljósi alls þessa er það mat dómsins að ákærði hafi hlotið að hafa gert sér grein fyrir því hversu mjög brotaþoli var ölvuð og jafnframt að hann hefði enga réttmæta ástæðu til þess að ætla að hún væri því samþykk að hann hefði við hana samræði.“
Mest lesið Þorleifur Kamban er látinn Innlent Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Innlent Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Innlent Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Innlent Óskar eftir fundi með Apple Innlent Dóra Björt hætt við formannsframboðið Innlent Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Innlent Fleiri fréttir Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Fyrsti skólinn til að móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Ofbeldi sem söluvara undirstriki mikilvægi samstarfs þvert á landamæri Willum íhugar formannsframboð Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum „Þessi mál hafa verið ólestri í alltof, alltof langan tíma“ Sjá meira