Lygileg björgun Finnur Thorlacius skrifar 2. mars 2017 11:41 Þetta magnaða myndskeið náðist af flutningabíl í S-Kóreu um daginn. Með hreinum ólíkindum er að bíllinn skuli ekki velta en hann er lengi vel bara á tveimur hjólum og þarf ekki að halla nema eina gráðu til viðbótar til að fara á hliðina. Hvort að hæfileikar bílstjórans eiga einhvern þátt í að allt fór vel skal ósagt látið en ef til vill eiga tilviljun og heppni stærri þátt. Víst má þó vera að örlítið hræddur bílstjóri hafi setið undir stýri eftir þessar óvenjulegu æfingar. Hann virðist í upphafi gera þau mistök að fara of hratt og nálægt næsta bíl og neyðist því til að bremsa. Við það læsast afturhjólin og bíllinn snýst á veginum og hefst þá dansinn. Einnig er magnað að sjá hvernig fólksbíll, sem um tíma er undir veltandi flutningabílnum kemst framúr honum óskaðaður. Mest lesið Frans páfi er látinn Erlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Innlent „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Innlent
Þetta magnaða myndskeið náðist af flutningabíl í S-Kóreu um daginn. Með hreinum ólíkindum er að bíllinn skuli ekki velta en hann er lengi vel bara á tveimur hjólum og þarf ekki að halla nema eina gráðu til viðbótar til að fara á hliðina. Hvort að hæfileikar bílstjórans eiga einhvern þátt í að allt fór vel skal ósagt látið en ef til vill eiga tilviljun og heppni stærri þátt. Víst má þó vera að örlítið hræddur bílstjóri hafi setið undir stýri eftir þessar óvenjulegu æfingar. Hann virðist í upphafi gera þau mistök að fara of hratt og nálægt næsta bíl og neyðist því til að bremsa. Við það læsast afturhjólin og bíllinn snýst á veginum og hefst þá dansinn. Einnig er magnað að sjá hvernig fólksbíll, sem um tíma er undir veltandi flutningabílnum kemst framúr honum óskaðaður.
Mest lesið Frans páfi er látinn Erlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Innlent „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Innlent