Lítill nýr jepplingur frá Nissan Finnur Thorlacius skrifar 1. mars 2017 16:27 Nissan Kicks er smár jepplingur ætlaður fyrir báðar heimsálfur Ameríku. Sést hefur til Nissan reynsluaka nýjum litlum jepplingi í Bandaríkjunum sem ber nafnið Kicks. Hann er á stærð við Mazda CX-3, Honda HR-V og Toyota CH-R og att gegn þeim í sölu. Þessi bíll er er þó ekki fjarri Nissan Juke í stærð, en minni en Nissan Qashqai. Nissan Juke var aldrei ætlað að keppa á ódýra hluta jepplingamarkaðarins í Bandaríkjunum, en þessum nýja Kicks verður ætlað það. Nissan Kicks verður smíðaður í verksmiðju Nissan í Aguascalientes í Mexíkó, þar sem Versa bíll Nissan er líka smíðaður. Kicks á að koma á Bandaríkjamarkað á fyrstu mánuðum næsta árs. Hann var upphaflega þróaður fyrir S-Ameríkumarkað og meiningin var að smíða hann eingöngu í S-Ameríku, nánar tiltekið í Brasilíu. Þar verður hann reyndar einnig smíðaður, en greinilegt er að Nissan vill taka þátt í mikilli eftirspurn eftir smáum jepplingum í Bandaríkjunum um þessar mundir og sér þar stór tækifæri. Mest lesið Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent
Sést hefur til Nissan reynsluaka nýjum litlum jepplingi í Bandaríkjunum sem ber nafnið Kicks. Hann er á stærð við Mazda CX-3, Honda HR-V og Toyota CH-R og att gegn þeim í sölu. Þessi bíll er er þó ekki fjarri Nissan Juke í stærð, en minni en Nissan Qashqai. Nissan Juke var aldrei ætlað að keppa á ódýra hluta jepplingamarkaðarins í Bandaríkjunum, en þessum nýja Kicks verður ætlað það. Nissan Kicks verður smíðaður í verksmiðju Nissan í Aguascalientes í Mexíkó, þar sem Versa bíll Nissan er líka smíðaður. Kicks á að koma á Bandaríkjamarkað á fyrstu mánuðum næsta árs. Hann var upphaflega þróaður fyrir S-Ameríkumarkað og meiningin var að smíða hann eingöngu í S-Ameríku, nánar tiltekið í Brasilíu. Þar verður hann reyndar einnig smíðaður, en greinilegt er að Nissan vill taka þátt í mikilli eftirspurn eftir smáum jepplingum í Bandaríkjunum um þessar mundir og sér þar stór tækifæri.
Mest lesið Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent