Myndir leka út af Range Rover Velar Finnur Thorlacius skrifar 1. mars 2017 10:40 Range Rover Velar er laglegur eins og bæði stærri og minni bræður hans. Fyrir fáeinum dögum birtist hér mynd af afturenda nýja bíls Range Rover, Velar. Þessi bíll verður til sýnis á bílasýningunni í Genf í næstu viku, en eins og svo oft áður leka myndir út af þessum bíl líkt og mörgum öðrum fyrir eiginlega kynningu hans. Sjást þær hér, bæði að ofan og neðan. Velar liggur á milli Range Rover Evoque og Range Rover Sport í stærð og er fjórði framleiðslubíll Range Rover. Stærsti bróðir hans er hefbundinn Range Rover. Það var spænski bílavefurinn Diariomotor sem fyrst birti þessar myndir af nýjum Velar. Fátt liggur fyrir um vélbúnað sem og annan búnað Velar bílsins, en miðað við stærð hans má búast við því að hann verði búinn fjögurra og sex strokka vélum með annaðhvort forþjöppum eða keflablásurum, eins og þekkt er í öðrum Range Rover bílum. Bíllinn er aðeins 5 sæta og innrétting hans er afar keimlík öðrum Range Rover bílum og fyrir vikið einkar glæsileg. Allt mun þetta betur koma í ljós þegar bílasýningin í Genf hefst í næstu viku.Velar ber mikil svipeinkenni frá Range Rover og Range Rover Sport.Klassíkst fíneri innanborðs í Range Rover Velar. Mest lesið Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Erlent Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Innlent Stóru eldarnir enn hömlulausir Erlent Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Erlent Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Erlent Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Erlent „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Innlent Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent
Fyrir fáeinum dögum birtist hér mynd af afturenda nýja bíls Range Rover, Velar. Þessi bíll verður til sýnis á bílasýningunni í Genf í næstu viku, en eins og svo oft áður leka myndir út af þessum bíl líkt og mörgum öðrum fyrir eiginlega kynningu hans. Sjást þær hér, bæði að ofan og neðan. Velar liggur á milli Range Rover Evoque og Range Rover Sport í stærð og er fjórði framleiðslubíll Range Rover. Stærsti bróðir hans er hefbundinn Range Rover. Það var spænski bílavefurinn Diariomotor sem fyrst birti þessar myndir af nýjum Velar. Fátt liggur fyrir um vélbúnað sem og annan búnað Velar bílsins, en miðað við stærð hans má búast við því að hann verði búinn fjögurra og sex strokka vélum með annaðhvort forþjöppum eða keflablásurum, eins og þekkt er í öðrum Range Rover bílum. Bíllinn er aðeins 5 sæta og innrétting hans er afar keimlík öðrum Range Rover bílum og fyrir vikið einkar glæsileg. Allt mun þetta betur koma í ljós þegar bílasýningin í Genf hefst í næstu viku.Velar ber mikil svipeinkenni frá Range Rover og Range Rover Sport.Klassíkst fíneri innanborðs í Range Rover Velar.
Mest lesið Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Erlent Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Innlent Stóru eldarnir enn hömlulausir Erlent Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Erlent Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Erlent Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Erlent „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Innlent Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent