Sænskur sjónvarpskokkur mun elda grænmeti ofan í Íslendinga Guðný Hrönn skrifar 1. mars 2017 09:45 Jonas Lundgren hefur meðal annars sérhæft sig í grænmetisréttum. Sænski sjónvarpskokkurinn Jonas Lundgren verður gestakokkur á Kitchen & Wine á 101 Hótel á meðan á Food and Fun stendur. Matseðillinn sem hann býður upp á samanstendur af grænmetisréttum. Jonas kemur til landsins í dag. Spurður út í matseðilinn sem hann setti saman fyrir Kitchen & Wine segir Jonas að um heilsumatseðil sé að ræða. „Þetta verða allt grænmetisréttir. Við notum smá egg og ost, en fyrir utan það er þetta eintómt grænmeti,“ sagði Jonas sem var í óðaönn að baka glútein- og laktósafrítt brauð fyrir Food and Fun þegar blaðamaður bjallaði á hann í gær. Jonas er eini þátttakandinn í Food and Fun þetta árið sem býður upp á grænmetismatseðil. Spurður hvers vegna hann ákvað að elda grænmeti kveðst hann vera með góðan bakgrunn í grænmetiseldamennsku. „Þetta er eitt af því sem ég hef sérhæft mig í. Ég hef mikinn áhuga á heilsu og hef keppt í fitness,“ útskýrir Jonas sem er nýbúinn að gefa út tvær matreiðslubækur þar sem grænmeti spilar stórt hlutverk. „Önnur er fyrir paleo-mataræði og hin er bók fyrir þá sem stunda íþróttir og hreyfingu og vilja elda og borða í takt við það.“ Fólk hefur mikinn áhuga á grænmetisréttum og margt fólk er farið að neyta fjölbreytts grænmetis í auknum mæli að sögn Jonasar. „Já, það hefur orðið algjör sprengja í þessum málum á seinustu árum. En ég byrjaði að leggja áherslu á heilsusamlega grænmetisrétti löngu áður en þeir urðu svona vinsælir, áður en fólk hafði áhuga. En núna sækir fólk mikið í þetta, ekki bara vegna þess að grænmetið er hollt heldur líka vegna þess að kokkar eru farnir að læra meira inn á hvaða möguleika grænmetið hefur og hvað er hægt að gera fjölbreytta rétti úr því,“ segir Jonas sem verður hér á landi í þrjá daga. „Ég vil ekkert vera of drastískur. Ég vil bara sýna fólki að það getur borðað ótrúlega hollan og bragðgóðan mat með því að elda upp úr grænmeti, á sama tíma og það bjargar heiminum,“ segir hann og hlær. Jonas kemur til landsins í dag og er virkilega spenntur fyrir að elda ofan í Íslendinga. „Þetta er mikilvægt tækifæri fyrir mig, að koma og kynna áhugasama fyrir heilsusamlegum mat og sýna hvaða möguleika grænmetið hefur. Og matseðillinn byggist á grænmeti þannig að þetta er ódýrt miðað við mat þar sem undirstaðan er t.d. kjöt. Þetta er áskorun en ég ætla að sýna fólki að þetta er hægt.“ Jonas kveðst elska Ísland en hann kom hingað til lands fyrir nokkrum árum, þá líka til að taka þátt í Food and Fun. „Ég vona að ég komist í Bláa lónið og nái að skoða eitthvað annað spennandi. Ég elska Ísland, það er svo fallegt.“Hákon Örvarsson er spenntur fyrir komu Jonasar Lundgren til landsins.Vísir/StefánHákon Örvarsson, yfirmatreiðslumeistari á Kitchen & Wine, segir margt fólk vera afar spennt fyrir konu Jonasar til landsins. „Fólk er mjög spennt enda er þetta í fyrsta sinn sem boðið er upp á grænmetismatseðil á hátíðinni í svona formi. Með því að fá Jonas erum við að bregðast við aukinni eftirspurn og breyttum tíðaranda. Sífellt fleiri hafa það nú að lífsstíl að borða létta og heilsusamlega fæðu,“ segir Hákon og hvetur áhugasama til að kynna sér fimm rétta matseðilinn á heimasíðu Kitchen & Wine. Food and Fun Mest lesið Svona færðu fullnægingu án handa Lífið Aðalfyrirsæta í herferð 66°Norður 99 ára gömul Tíska og hönnun Cardi B sýknuð af kröfu um líkamsárás á öryggisvörð Lífið Barðist við tárin yfir fimmtán mínútna lófataki Bíó og sjónvarp Huggulegustu hommar landsins kaupa heillandi hæð Lífið Stjörnulífið: „Hógværasti maður á jörðinni“ Lífið Súrsætir matcha-bitar úr smiðju danska sjarmatröllsins Lífið Búið að krýna nýjan arftaka Vogue-veldisins Tíska og hönnun „Og Rakel er á lausu!“ Lífið Hljóp annað maraþon á tánum og minntist Bríetar Irmu Lífið Fleiri fréttir Cardi B sýknuð af kröfu um líkamsárás á öryggisvörð Svona færðu fullnægingu án handa Huggulegustu hommar landsins kaupa heillandi hæð Súrsætir matcha-bitar úr smiðju danska sjarmatröllsins Skein jafn skært og demantshringurinn í Feneyjum Framsóknarprins fékk formannsnafn Sylvía Hall og Viddi Sig trúlofuð Pattra og Birgitta Líf með keppnisskapið og lúkkið upp á tíu „Og Rakel er á lausu!“ Mýtur um fjármál: Hræddur við YOLO-viðhorf Íslendinga Graham Greene er látinn Erfitt að geta ekki rætt meðgönguna við móður sína „Guð og karlmenn elska mig“ Júlíana Sara tekur við af Ásu Ninnu í Bakaríinu Hárprúður Eiður heillar Dúndurgóður hverdsdagsréttur Kóngurinn með kveðju til Íslendinga Lára og lyfjaprinsinn gáfu dótturinni nafn Afmælisdagurinn bara „venjulegur dagur“ og á ekki von á gjöfum Áralangt stofufangelsi, umdeild ákæra og játning í skiptum fyrir frelsi Frosti og Helga Gabríela flytja innan hverfis Helgi í Góu minnist Pattýjar og ljóstrar upp um fjölskylduleyndarmál Hugrún kveður Reykjavík síðdegis Sagði nei takk við Durex en já við Netflix Hljóp annað maraþon á tánum og minntist Bríetar Irmu Stjörnulífið: „Hógværasti maður á jörðinni“ Fékk líflátshótanir í kjölfar ummæla um óbólusetta „Tárast yfirleitt einu sinni á dag“ BMX brós strákarnir hafa skemmt á flestum bæjarhátíðum sumarsins Unnur Birna og Daði eru nýtt par Sjá meira
Sænski sjónvarpskokkurinn Jonas Lundgren verður gestakokkur á Kitchen & Wine á 101 Hótel á meðan á Food and Fun stendur. Matseðillinn sem hann býður upp á samanstendur af grænmetisréttum. Jonas kemur til landsins í dag. Spurður út í matseðilinn sem hann setti saman fyrir Kitchen & Wine segir Jonas að um heilsumatseðil sé að ræða. „Þetta verða allt grænmetisréttir. Við notum smá egg og ost, en fyrir utan það er þetta eintómt grænmeti,“ sagði Jonas sem var í óðaönn að baka glútein- og laktósafrítt brauð fyrir Food and Fun þegar blaðamaður bjallaði á hann í gær. Jonas er eini þátttakandinn í Food and Fun þetta árið sem býður upp á grænmetismatseðil. Spurður hvers vegna hann ákvað að elda grænmeti kveðst hann vera með góðan bakgrunn í grænmetiseldamennsku. „Þetta er eitt af því sem ég hef sérhæft mig í. Ég hef mikinn áhuga á heilsu og hef keppt í fitness,“ útskýrir Jonas sem er nýbúinn að gefa út tvær matreiðslubækur þar sem grænmeti spilar stórt hlutverk. „Önnur er fyrir paleo-mataræði og hin er bók fyrir þá sem stunda íþróttir og hreyfingu og vilja elda og borða í takt við það.“ Fólk hefur mikinn áhuga á grænmetisréttum og margt fólk er farið að neyta fjölbreytts grænmetis í auknum mæli að sögn Jonasar. „Já, það hefur orðið algjör sprengja í þessum málum á seinustu árum. En ég byrjaði að leggja áherslu á heilsusamlega grænmetisrétti löngu áður en þeir urðu svona vinsælir, áður en fólk hafði áhuga. En núna sækir fólk mikið í þetta, ekki bara vegna þess að grænmetið er hollt heldur líka vegna þess að kokkar eru farnir að læra meira inn á hvaða möguleika grænmetið hefur og hvað er hægt að gera fjölbreytta rétti úr því,“ segir Jonas sem verður hér á landi í þrjá daga. „Ég vil ekkert vera of drastískur. Ég vil bara sýna fólki að það getur borðað ótrúlega hollan og bragðgóðan mat með því að elda upp úr grænmeti, á sama tíma og það bjargar heiminum,“ segir hann og hlær. Jonas kemur til landsins í dag og er virkilega spenntur fyrir að elda ofan í Íslendinga. „Þetta er mikilvægt tækifæri fyrir mig, að koma og kynna áhugasama fyrir heilsusamlegum mat og sýna hvaða möguleika grænmetið hefur. Og matseðillinn byggist á grænmeti þannig að þetta er ódýrt miðað við mat þar sem undirstaðan er t.d. kjöt. Þetta er áskorun en ég ætla að sýna fólki að þetta er hægt.“ Jonas kveðst elska Ísland en hann kom hingað til lands fyrir nokkrum árum, þá líka til að taka þátt í Food and Fun. „Ég vona að ég komist í Bláa lónið og nái að skoða eitthvað annað spennandi. Ég elska Ísland, það er svo fallegt.“Hákon Örvarsson er spenntur fyrir komu Jonasar Lundgren til landsins.Vísir/StefánHákon Örvarsson, yfirmatreiðslumeistari á Kitchen & Wine, segir margt fólk vera afar spennt fyrir konu Jonasar til landsins. „Fólk er mjög spennt enda er þetta í fyrsta sinn sem boðið er upp á grænmetismatseðil á hátíðinni í svona formi. Með því að fá Jonas erum við að bregðast við aukinni eftirspurn og breyttum tíðaranda. Sífellt fleiri hafa það nú að lífsstíl að borða létta og heilsusamlega fæðu,“ segir Hákon og hvetur áhugasama til að kynna sér fimm rétta matseðilinn á heimasíðu Kitchen & Wine.
Food and Fun Mest lesið Svona færðu fullnægingu án handa Lífið Aðalfyrirsæta í herferð 66°Norður 99 ára gömul Tíska og hönnun Cardi B sýknuð af kröfu um líkamsárás á öryggisvörð Lífið Barðist við tárin yfir fimmtán mínútna lófataki Bíó og sjónvarp Huggulegustu hommar landsins kaupa heillandi hæð Lífið Stjörnulífið: „Hógværasti maður á jörðinni“ Lífið Súrsætir matcha-bitar úr smiðju danska sjarmatröllsins Lífið Búið að krýna nýjan arftaka Vogue-veldisins Tíska og hönnun „Og Rakel er á lausu!“ Lífið Hljóp annað maraþon á tánum og minntist Bríetar Irmu Lífið Fleiri fréttir Cardi B sýknuð af kröfu um líkamsárás á öryggisvörð Svona færðu fullnægingu án handa Huggulegustu hommar landsins kaupa heillandi hæð Súrsætir matcha-bitar úr smiðju danska sjarmatröllsins Skein jafn skært og demantshringurinn í Feneyjum Framsóknarprins fékk formannsnafn Sylvía Hall og Viddi Sig trúlofuð Pattra og Birgitta Líf með keppnisskapið og lúkkið upp á tíu „Og Rakel er á lausu!“ Mýtur um fjármál: Hræddur við YOLO-viðhorf Íslendinga Graham Greene er látinn Erfitt að geta ekki rætt meðgönguna við móður sína „Guð og karlmenn elska mig“ Júlíana Sara tekur við af Ásu Ninnu í Bakaríinu Hárprúður Eiður heillar Dúndurgóður hverdsdagsréttur Kóngurinn með kveðju til Íslendinga Lára og lyfjaprinsinn gáfu dótturinni nafn Afmælisdagurinn bara „venjulegur dagur“ og á ekki von á gjöfum Áralangt stofufangelsi, umdeild ákæra og játning í skiptum fyrir frelsi Frosti og Helga Gabríela flytja innan hverfis Helgi í Góu minnist Pattýjar og ljóstrar upp um fjölskylduleyndarmál Hugrún kveður Reykjavík síðdegis Sagði nei takk við Durex en já við Netflix Hljóp annað maraþon á tánum og minntist Bríetar Irmu Stjörnulífið: „Hógværasti maður á jörðinni“ Fékk líflátshótanir í kjölfar ummæla um óbólusetta „Tárast yfirleitt einu sinni á dag“ BMX brós strákarnir hafa skemmt á flestum bæjarhátíðum sumarsins Unnur Birna og Daði eru nýtt par Sjá meira