Fólk spyr sig hvor sé hvor Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 18. mars 2017 09:45 Þeir kunna að slá á létta strengi og fá fólk til að hlæja félagarnir Guðni og Jóhannes. Vísir/GVA „Jóhannes er tvífari minn og oft hefur verið nefnt við okkur að við ættum að koma fram saman. Hann er líka skemmtilegur og það er glatt í kringum hann,“ segir Guðni Ágústsson, fyrrverandi ráðherra, og á hér auðvitað við Jóhannes Kristjánsson eftirhermu. Nú ætla þeir félagar að gera sér dagamun og halda hátíðir þar sem eftirherman og orginalinn láta gamminn geisa. „Það er náttúrlega óborganlegt að fylgjast með Jóhannesi breytast í hinn og þennan karakterinn því hann verður eins í framan og þeir sem hann hermir eftir,“ bendir Guðni á og segir okkur Íslendinga hafa átt margar góðar eftirhermur en það sé eins og Jóhannes sé miðill. „Hann holdgervist, verður eins og fórnarlambið og nær töktum allra.“ Guðni segir Jóhannes oft hafa komið í þinghúsið þegar hann starfaði þar sjálfur. Þangað hafi hann komið til að læra á nýja og nýja menn. „Þá sat hann á svölunum og horfði á menn í ræðustólnum því hann fer ekkert að herma eftir mönnum nema ná öllu fasinu. Hann á í fórum sínum heilmikið gallerí því hann er búinn að vera fjöllistamaður í 40 ár.“ Það er sem sagt ekki þannig að Jóhannes ætli bara að sérhæfa sig í Guðna þegar þeir troða upp saman. „Þá mundu menn ruglast á því hvor er hvor,“ bendir Guðni réttilega á. Segir það reyndar ekkert nýtt að þeim sé ruglað saman. Það hafi oft gerst meðan hann var landbúnaðarráðherra að fólk hafi undið sér að Jóhannesi, heilsað honum sem Guðna og farið að ræða við hann um landsins gagn og nauðsynjar. Þeir séu sláandi líkir en Jóhannes sé auk þess sérfræðingur í tugum manna. Guðni kveðst ekki hafa eftirhermulistina á sínu valdi en hann kunni margar sögur af skemmtilegu fólki. „Ég hef heilmikið gert af því að vera sagnamaður á samkomum og stjórna veislum. Mér þykir gaman að létta lund hjá fólki og fá það til að hlæja.“ Tvíeykið ætlar að byrja í Félagsheimilinu á Flúðum 24. mars. „Þeir eru óskaplega skemmtilegir í uppsveitunum, Tungnamenn, Hrunamenn, Skeiðamenn og Gnúpverjar, það leikur um þá svo ferskt fjallaloft. Við ætlum að sýna þeim þann heiður að starta prógramminu hjá þeim,“ segir Guðni hátíðlegur. „Daginn eftir verðum við í nýju hóteli á Hvolsvelli sem heitir Midgard. Rangæingar verða með okkur þar. Síðan erum við ráðnir bæði í Salinn í Kópavogi á tvær hátíðir og á Landnámssetrið í Borgarnesi. Vonandi förum við miklu víðar. Þetta eru bara fyrstu skrefin.“Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 18. mars 2017 Lífið Mest lesið Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Lífið Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Lífið Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Tónlist Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Lífið Einhleypan: Væri til í steik og rautt með Blö-strákunum Makamál Krakkatían: Sólskin, dýr og gönguleiðir Lífið Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Lífið Verð alltaf stoltari og stoltari af mömmu Lífið Skilnaður eftir tuttugu ára samband Lífið Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Lífið Fleiri fréttir Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Krakkatían: Sólskin, dýr og gönguleiðir Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Dóttir Hólmfríðar og Jóhanns Bergs komin með nafn Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Fréttatía vikunnar: Fuglaflensa, Facebook og fjöldi Skilnaður eftir tuttugu ára samband Með þvottaklemmu á sér í beinni frá eldunum Bönnuð innan 12 af ástæðu Óvæntur glaðningur í veggjunum Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Heimili Hanks rétt slapp Tíu góð andlitskrem í vetrarkuldann Heitustu trendin árið 2025 Tónlistarhátíðin Xjazz snýr aftur í Iðnó um helgina Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Þjóðin mætt að hreyfa sig og mömmurnar eru ekki skildar eftir út undan Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Gott að sakna en verðum að hugsa í núinu Allt búið hjá Austin og Kaiu Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Aron Can og fjölskylda í draumkenndu fríi Lækaði óvart fimm ára gamla mynd Kynlífsráðgjafi keypti af prófessornum „Fékk mjög mikið í magann og fór næstum því að grenja“ Sjá meira
„Jóhannes er tvífari minn og oft hefur verið nefnt við okkur að við ættum að koma fram saman. Hann er líka skemmtilegur og það er glatt í kringum hann,“ segir Guðni Ágústsson, fyrrverandi ráðherra, og á hér auðvitað við Jóhannes Kristjánsson eftirhermu. Nú ætla þeir félagar að gera sér dagamun og halda hátíðir þar sem eftirherman og orginalinn láta gamminn geisa. „Það er náttúrlega óborganlegt að fylgjast með Jóhannesi breytast í hinn og þennan karakterinn því hann verður eins í framan og þeir sem hann hermir eftir,“ bendir Guðni á og segir okkur Íslendinga hafa átt margar góðar eftirhermur en það sé eins og Jóhannes sé miðill. „Hann holdgervist, verður eins og fórnarlambið og nær töktum allra.“ Guðni segir Jóhannes oft hafa komið í þinghúsið þegar hann starfaði þar sjálfur. Þangað hafi hann komið til að læra á nýja og nýja menn. „Þá sat hann á svölunum og horfði á menn í ræðustólnum því hann fer ekkert að herma eftir mönnum nema ná öllu fasinu. Hann á í fórum sínum heilmikið gallerí því hann er búinn að vera fjöllistamaður í 40 ár.“ Það er sem sagt ekki þannig að Jóhannes ætli bara að sérhæfa sig í Guðna þegar þeir troða upp saman. „Þá mundu menn ruglast á því hvor er hvor,“ bendir Guðni réttilega á. Segir það reyndar ekkert nýtt að þeim sé ruglað saman. Það hafi oft gerst meðan hann var landbúnaðarráðherra að fólk hafi undið sér að Jóhannesi, heilsað honum sem Guðna og farið að ræða við hann um landsins gagn og nauðsynjar. Þeir séu sláandi líkir en Jóhannes sé auk þess sérfræðingur í tugum manna. Guðni kveðst ekki hafa eftirhermulistina á sínu valdi en hann kunni margar sögur af skemmtilegu fólki. „Ég hef heilmikið gert af því að vera sagnamaður á samkomum og stjórna veislum. Mér þykir gaman að létta lund hjá fólki og fá það til að hlæja.“ Tvíeykið ætlar að byrja í Félagsheimilinu á Flúðum 24. mars. „Þeir eru óskaplega skemmtilegir í uppsveitunum, Tungnamenn, Hrunamenn, Skeiðamenn og Gnúpverjar, það leikur um þá svo ferskt fjallaloft. Við ætlum að sýna þeim þann heiður að starta prógramminu hjá þeim,“ segir Guðni hátíðlegur. „Daginn eftir verðum við í nýju hóteli á Hvolsvelli sem heitir Midgard. Rangæingar verða með okkur þar. Síðan erum við ráðnir bæði í Salinn í Kópavogi á tvær hátíðir og á Landnámssetrið í Borgarnesi. Vonandi förum við miklu víðar. Þetta eru bara fyrstu skrefin.“Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 18. mars 2017
Lífið Mest lesið Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Lífið Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Lífið Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Tónlist Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Lífið Einhleypan: Væri til í steik og rautt með Blö-strákunum Makamál Krakkatían: Sólskin, dýr og gönguleiðir Lífið Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Lífið Verð alltaf stoltari og stoltari af mömmu Lífið Skilnaður eftir tuttugu ára samband Lífið Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Lífið Fleiri fréttir Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Krakkatían: Sólskin, dýr og gönguleiðir Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Dóttir Hólmfríðar og Jóhanns Bergs komin með nafn Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Fréttatía vikunnar: Fuglaflensa, Facebook og fjöldi Skilnaður eftir tuttugu ára samband Með þvottaklemmu á sér í beinni frá eldunum Bönnuð innan 12 af ástæðu Óvæntur glaðningur í veggjunum Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Heimili Hanks rétt slapp Tíu góð andlitskrem í vetrarkuldann Heitustu trendin árið 2025 Tónlistarhátíðin Xjazz snýr aftur í Iðnó um helgina Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Þjóðin mætt að hreyfa sig og mömmurnar eru ekki skildar eftir út undan Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Gott að sakna en verðum að hugsa í núinu Allt búið hjá Austin og Kaiu Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Aron Can og fjölskylda í draumkenndu fríi Lækaði óvart fimm ára gamla mynd Kynlífsráðgjafi keypti af prófessornum „Fékk mjög mikið í magann og fór næstum því að grenja“ Sjá meira