Gömul saumavél markaði upphaf að samstarfi Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 18. mars 2017 09:15 Friðgeir og Stella innan um myndirnar sínar í Ramskram. Þær eru allar í pörum. Fréttablaðið/Anton Brink Myndirnar á sýningunni Frá Hörgshóli til Hollywood, sem opnuð verður að Njálsgötu 49 klukkan 17 í dag, eru allar í samstæðum. Annars vegar ljósmynd eftir Friðgeir Helgason ljósmyndara og hins vegar vatnslitamynd af sama myndefni eftir Stellu, móður hans, sem er sjálflærður fatahönnuður. Þó bæði búi mæðginin í Los Angeles eru flestar myndanna frá Íslandi, meðal annars frá æskuslóðum Stellu að Hörgshóli í Vestur-Húnavatnssýslu. Friðgeir lýsir því hvernig samstarf þeirra byrjaði fyrir níu árum. „Ég fór að Hörgshóli, þar sem mamma átti heima þegar hún var lítil, en Hörgshóll er nú í eyði, og smellti meðal annars mynd af saumavél sem hún byrjaði að sauma á. Ég gaf henni myndina, hún málaði eftir henni og spurði svo hvort ég ætti ekki fleiri. Ég lét hana hafa bunka og hún hefur varla stoppað síðan.“ Stella fór frá Hörgshóli 15 ára og kveðst ekki hafa komið þangað í 30 ár. „Áður en ég flutti út til Los Angeles fór ég norður til að kveðja draugana og huldukonurnar, vinkonur mínar, sem kenndu mér að sauma. Þær voru alltaf fínar í tauinu. Ég er með safn í kringum mig af huldufólki, kisum og gömlum, dauðum málurum, þannig að ég þarf aldrei að gera neitt, aðrir sjá bara um hlutina fyrir mig. Nú er ég komin með talsmann, það er Friðgeir, sonur minn. En málverkin eru sálin mín, tær og saklaus.“ Áður en Stella flutti út rak hún Tískuhús Stellu í Hafnarstrætinu í átta ár og seldi þar fatnað úr eigin smiðju. Einn daginn kveðst hún hafa fengið boð um að hún ætti að fara til Ameríku. „En ég gat ekki flutt þangað nema giftast Bandaríkjamanni og ég gerði það með því að bjarga einum frá drukknun í Bláa lóninu. Hann var lítið eldri en sonur minn og biksvartur eins og Blakkur, hestur sem pabbi átti. Ég dró hann fyrst upp á stein og þó ég kynni litla ensku gat ég gert honum skiljanlegt að hann yrði að giftast mér, annars léti ég hann gossa ofan í djúpið aftur. Hann sagði já. Svo við létum pússa okkur saman og erum enn bestu vinir.“ Spurningu um hvort þau hafi búið saman svarar Stella með hneykslunartón: „Auðvitað. Heldurðu ég hafi ekki búið hjá manninum mínum? Gallerí Ramskram er nýtt af nálinni. Þessi sýning er númer tvö í röðinni. Nafnið á því er frá Stellu komið því Bára Kristjánsdóttir, eigandi gallerísins, keypti af henni vatnslitamynd sem hún sá á fésbókinni af hrút. Þegar Stella skýrði út innihaldið á tollskýrslunni skrifaði hún fyrst ram sem þýðir hrútur, en af því hún er skáld bætti hún skram við. Báru vantaði akkúrat nafn á galleríið og féll fyrir Ramskram! „Svo verðum við með hrút hérna,“ segir Stella sposk. Ég hef ekki hugmynd um hvort hún meinar það eða ekki.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 18. mars 2017 Lífið Mest lesið Ertu sauður? Fimm ráð sem geta forðað þér frá hjarðhegðun Lífið Kókaínklásúla í kaupmálanum tryggir Keith rúman milljarð Lífið Hvenær verður afbrýðisemi út í fortíð maka að þráhyggju? Lífið Sindri og Albert selja Skerjafjarðarslotið Lífið „Kunna ekki að reikna, kunna svo ekki að skammast sín“ Menning Skrýtið næturlíf og ævintýri sem fylgja partýjunum Lífið Veisla fyrir augu og eyru Gagnrýni „Ég er mjög hrædd um að einhver ræni mér“ Lífið Í miðjum tökum kom í ljós að Ragnhildur og Halldór voru náskyld Lífið Hefðbundið ítalskt „Pesto Alla Genovese“ Lífið Fleiri fréttir Ertu sauður? Fimm ráð sem geta forðað þér frá hjarðhegðun Hvenær verður afbrýðisemi út í fortíð maka að þráhyggju? Samhengið með Sif: „Það má blanda saman hámenningu og dægurmenningu“ Hefðbundið ítalskt „Pesto Alla Genovese“ Úrslitaspurningin var um letigarð „Amma mín, ert þú nokkuð dáin?“ Ómar Örn og Nanna selja á eftirsóttum stað í miðbænum Í miðjum tökum kom í ljós að Ragnhildur og Halldór voru náskyld Kókaínklásúla í kaupmálanum tryggir Keith rúman milljarð Friðarsúlan tendruð í nítjánda sinn 9. október Sindri og Albert selja Skerjafjarðarslotið Skrýtið næturlíf og ævintýri sem fylgja partýjunum „Ég er mjög hrædd um að einhver ræni mér“ Var á klóinu þegar skilaboðin bárust og hélt að ferlinum væri lokið Leið yfir hana umkringd nöktum konum Herra Skepna sló Hafþór utan undir Danir taka ekki afstöðu gegn Ísrael Aðstoðarþjálfarinn reyndist ekki vera transkona Hnetukjúklingurinn hennar Höllu Kristrún meðal hundrað rísandi stjarna Time Er hún með „Bennifer“ hálsmen? Páskaungi á leiðinni hjá Kristínu og Sverri Hefur engan áhuga á góðlátlegum orðum Watson Play-liðar minnast góðu tímanna „kkk“ í klukku vekur lukku: „Hafa menn ekki meira kjöt á beinunum?“ Fanney og Teitur orðin þriggja barna foreldrar Nicole Kidman og Keith Urban hvort í sína átt Fjöldi fólks á frumsýningu kynlífsmyndbands „Erfitt að koma í veg fyrir slæm samskipti ef fólk segir ekki frá“ Viðkvæmar viðræður, lausn Assange og næstu skref WikiLeaks Sjá meira
Myndirnar á sýningunni Frá Hörgshóli til Hollywood, sem opnuð verður að Njálsgötu 49 klukkan 17 í dag, eru allar í samstæðum. Annars vegar ljósmynd eftir Friðgeir Helgason ljósmyndara og hins vegar vatnslitamynd af sama myndefni eftir Stellu, móður hans, sem er sjálflærður fatahönnuður. Þó bæði búi mæðginin í Los Angeles eru flestar myndanna frá Íslandi, meðal annars frá æskuslóðum Stellu að Hörgshóli í Vestur-Húnavatnssýslu. Friðgeir lýsir því hvernig samstarf þeirra byrjaði fyrir níu árum. „Ég fór að Hörgshóli, þar sem mamma átti heima þegar hún var lítil, en Hörgshóll er nú í eyði, og smellti meðal annars mynd af saumavél sem hún byrjaði að sauma á. Ég gaf henni myndina, hún málaði eftir henni og spurði svo hvort ég ætti ekki fleiri. Ég lét hana hafa bunka og hún hefur varla stoppað síðan.“ Stella fór frá Hörgshóli 15 ára og kveðst ekki hafa komið þangað í 30 ár. „Áður en ég flutti út til Los Angeles fór ég norður til að kveðja draugana og huldukonurnar, vinkonur mínar, sem kenndu mér að sauma. Þær voru alltaf fínar í tauinu. Ég er með safn í kringum mig af huldufólki, kisum og gömlum, dauðum málurum, þannig að ég þarf aldrei að gera neitt, aðrir sjá bara um hlutina fyrir mig. Nú er ég komin með talsmann, það er Friðgeir, sonur minn. En málverkin eru sálin mín, tær og saklaus.“ Áður en Stella flutti út rak hún Tískuhús Stellu í Hafnarstrætinu í átta ár og seldi þar fatnað úr eigin smiðju. Einn daginn kveðst hún hafa fengið boð um að hún ætti að fara til Ameríku. „En ég gat ekki flutt þangað nema giftast Bandaríkjamanni og ég gerði það með því að bjarga einum frá drukknun í Bláa lóninu. Hann var lítið eldri en sonur minn og biksvartur eins og Blakkur, hestur sem pabbi átti. Ég dró hann fyrst upp á stein og þó ég kynni litla ensku gat ég gert honum skiljanlegt að hann yrði að giftast mér, annars léti ég hann gossa ofan í djúpið aftur. Hann sagði já. Svo við létum pússa okkur saman og erum enn bestu vinir.“ Spurningu um hvort þau hafi búið saman svarar Stella með hneykslunartón: „Auðvitað. Heldurðu ég hafi ekki búið hjá manninum mínum? Gallerí Ramskram er nýtt af nálinni. Þessi sýning er númer tvö í röðinni. Nafnið á því er frá Stellu komið því Bára Kristjánsdóttir, eigandi gallerísins, keypti af henni vatnslitamynd sem hún sá á fésbókinni af hrút. Þegar Stella skýrði út innihaldið á tollskýrslunni skrifaði hún fyrst ram sem þýðir hrútur, en af því hún er skáld bætti hún skram við. Báru vantaði akkúrat nafn á galleríið og féll fyrir Ramskram! „Svo verðum við með hrút hérna,“ segir Stella sposk. Ég hef ekki hugmynd um hvort hún meinar það eða ekki.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 18. mars 2017
Lífið Mest lesið Ertu sauður? Fimm ráð sem geta forðað þér frá hjarðhegðun Lífið Kókaínklásúla í kaupmálanum tryggir Keith rúman milljarð Lífið Hvenær verður afbrýðisemi út í fortíð maka að þráhyggju? Lífið Sindri og Albert selja Skerjafjarðarslotið Lífið „Kunna ekki að reikna, kunna svo ekki að skammast sín“ Menning Skrýtið næturlíf og ævintýri sem fylgja partýjunum Lífið Veisla fyrir augu og eyru Gagnrýni „Ég er mjög hrædd um að einhver ræni mér“ Lífið Í miðjum tökum kom í ljós að Ragnhildur og Halldór voru náskyld Lífið Hefðbundið ítalskt „Pesto Alla Genovese“ Lífið Fleiri fréttir Ertu sauður? Fimm ráð sem geta forðað þér frá hjarðhegðun Hvenær verður afbrýðisemi út í fortíð maka að þráhyggju? Samhengið með Sif: „Það má blanda saman hámenningu og dægurmenningu“ Hefðbundið ítalskt „Pesto Alla Genovese“ Úrslitaspurningin var um letigarð „Amma mín, ert þú nokkuð dáin?“ Ómar Örn og Nanna selja á eftirsóttum stað í miðbænum Í miðjum tökum kom í ljós að Ragnhildur og Halldór voru náskyld Kókaínklásúla í kaupmálanum tryggir Keith rúman milljarð Friðarsúlan tendruð í nítjánda sinn 9. október Sindri og Albert selja Skerjafjarðarslotið Skrýtið næturlíf og ævintýri sem fylgja partýjunum „Ég er mjög hrædd um að einhver ræni mér“ Var á klóinu þegar skilaboðin bárust og hélt að ferlinum væri lokið Leið yfir hana umkringd nöktum konum Herra Skepna sló Hafþór utan undir Danir taka ekki afstöðu gegn Ísrael Aðstoðarþjálfarinn reyndist ekki vera transkona Hnetukjúklingurinn hennar Höllu Kristrún meðal hundrað rísandi stjarna Time Er hún með „Bennifer“ hálsmen? Páskaungi á leiðinni hjá Kristínu og Sverri Hefur engan áhuga á góðlátlegum orðum Watson Play-liðar minnast góðu tímanna „kkk“ í klukku vekur lukku: „Hafa menn ekki meira kjöt á beinunum?“ Fanney og Teitur orðin þriggja barna foreldrar Nicole Kidman og Keith Urban hvort í sína átt Fjöldi fólks á frumsýningu kynlífsmyndbands „Erfitt að koma í veg fyrir slæm samskipti ef fólk segir ekki frá“ Viðkvæmar viðræður, lausn Assange og næstu skref WikiLeaks Sjá meira