Óheimilt að láta rannsóknarfyrirtæki leita að týndum sjóðum Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 17. mars 2017 15:26 Deilur hafa staðið yfir í fjölskyldu Júlíusar Vífils Ingvarssonar. Vísir/Vilhelm Hæstiréttur hefur snúið við úrskurði Héraðsdóms Reykjavíkur þess efnis skiptastjóra dánarbús Ingvars Helgasonar og Sigríðar Guðmundsdóttur sé heimilt að veita erlendu rannsóknarfyrirtæki umboð til þess að leita að týndum sjóðum sem kunna að vera í eigu dánarbúsins. Málið vakti mikla athygli fyrr á árinu þegar systkini Júlíusar Vífils, fyrrum borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins, og Guðmundar Ágústs, fyrrverandi formanns Handknattleikssambands Íslands, komu fram í Kastljósi og báru þá bræður þungum sökum. Telja þau bræðurna hafa falið lífeyrissjóði foreldra þeirra í aflandsfélögum, ekki aðeins frá þeim systkinum heldur frá móður þeirra systkina. Bræðurnir hafna alfarið þessum ásökunum. Héraðsdómur hafði fallist á kröfu dánarbúsins en tveir af erfingjunum, Júlíus Vífill Ingvarsson og Guðmundur Ágúst Ingvarsson, lögðust gegn því að slík könnun yrði framkvæmd. Var dómi héraðsdóms áfrýjað til Hæstaréttar. Í dómi Hæstaréttar segir að af gögnum málsins verði ekki ráðið að nokkuð annað liggi fyrir en orðrómur um að Ingvar Helgason hafi átt bankareikninga erlendis þegar hann andaðist á árinu 1999. Þannig virðist ekkert hafa verið upplýst um í hvaða löndum eða bönkum slíkir reikningar gætu hafa verið eða um innstæður á þeim. Þar segir jafnframt að samkvæmt fundargerðum frá áðurnefndum skiptafundum gerði enginn erfingi kröfu um að skiptastjóri gripi til aðgerða til að kanna þetta frekar. Því hafi skiptastjóri haft engin efni til þess að taka „af sjálfsdáðum ákvörðun um að ráðast á kostnað dánarbúsins í umfangsmikla rannsókn“ sem óljóst sé að skilað gæti árangri. Dóm Hæstaréttar má sjá hér. Júlíus Vífill ákærður fyrir peningaþvætti Tengdar fréttir Júlíus Vífill sagður hafa viðurkennt að Panama-peningarnar væru eftirlaunasjóður Ingvars Helgasonar Borgarfulltrúinn fyrrverandi segir að um ósannindi sé að ræða og illmælgi. 18. maí 2016 21:09 Heimilt að láta rannsóknarfyrirtæki leita að týndum sjóðum Skiptastjóra dánarbús Ingvars Helgasonar og Sigríðar Guðmundsdóttur er heimilt að veita bresku rannsóknarfyrirtæki umboð til þess að leita að týndum sjóðum sem kunna að vera í eigu dánarbúsins. 7. febrúar 2017 15:15 Ágreiningur í erfðamálum fjölskyldu Júlíusar Vífils fer fyrir dóm Skiptastjóri hefur skotið ágreiningi um hvort að breskt rannsóknarfyrirtæki fái umboð til þess að leita að týndum sjóðum Ingvars Helgasonar og fjölskyldu til héraðsdóms. 7. september 2016 09:00 Segir systkinin hafa tekið tugi milljóna af bankareikningi móður sinnar Júlíus Vífill Ingvarsson segir ótrúlega ófyrirleitið að halda því fram að hann hafi með einhverjum hætti gengið í eða sölsað undir sig sjóði í eigu annarra. 19. maí 2016 09:57 Mest lesið Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Erlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Innlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Innlent Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Innlent Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Innlent Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Innlent Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Erlent Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Innlent Fleiri fréttir Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Staðan sé betri í dag en í fyrradag Eyðilegging eftir óveður og bolluóðir landsmenn Samfylkingin eykur fylgið Fékk blóðnasir í pontu Sögðu 23 starfsmönnum sláturhússins upp Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Vill flýta þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild að ESB Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Gulli hafi loksins unnið formannsslag Vonskuveður víða um land og Anora kom á óvart Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Ekki óvanalegt að kennarar fengju meiri hækkanir „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Svona skimarðu fyrir krabbameini í ristli heima hjá þér Telur að psilocybin og MDMA fái markaðsleyfi á næstu árum Segir reynsluna úr atvinnulífinu hafi skipt sköpum fyrir sigurinn Bein útsending: Daði situr fyrir svörum um styrkjamálið Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Sóttu mann í ógöngum á Hólmatindi Sjá meira
Hæstiréttur hefur snúið við úrskurði Héraðsdóms Reykjavíkur þess efnis skiptastjóra dánarbús Ingvars Helgasonar og Sigríðar Guðmundsdóttur sé heimilt að veita erlendu rannsóknarfyrirtæki umboð til þess að leita að týndum sjóðum sem kunna að vera í eigu dánarbúsins. Málið vakti mikla athygli fyrr á árinu þegar systkini Júlíusar Vífils, fyrrum borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins, og Guðmundar Ágústs, fyrrverandi formanns Handknattleikssambands Íslands, komu fram í Kastljósi og báru þá bræður þungum sökum. Telja þau bræðurna hafa falið lífeyrissjóði foreldra þeirra í aflandsfélögum, ekki aðeins frá þeim systkinum heldur frá móður þeirra systkina. Bræðurnir hafna alfarið þessum ásökunum. Héraðsdómur hafði fallist á kröfu dánarbúsins en tveir af erfingjunum, Júlíus Vífill Ingvarsson og Guðmundur Ágúst Ingvarsson, lögðust gegn því að slík könnun yrði framkvæmd. Var dómi héraðsdóms áfrýjað til Hæstaréttar. Í dómi Hæstaréttar segir að af gögnum málsins verði ekki ráðið að nokkuð annað liggi fyrir en orðrómur um að Ingvar Helgason hafi átt bankareikninga erlendis þegar hann andaðist á árinu 1999. Þannig virðist ekkert hafa verið upplýst um í hvaða löndum eða bönkum slíkir reikningar gætu hafa verið eða um innstæður á þeim. Þar segir jafnframt að samkvæmt fundargerðum frá áðurnefndum skiptafundum gerði enginn erfingi kröfu um að skiptastjóri gripi til aðgerða til að kanna þetta frekar. Því hafi skiptastjóri haft engin efni til þess að taka „af sjálfsdáðum ákvörðun um að ráðast á kostnað dánarbúsins í umfangsmikla rannsókn“ sem óljóst sé að skilað gæti árangri. Dóm Hæstaréttar má sjá hér.
Júlíus Vífill ákærður fyrir peningaþvætti Tengdar fréttir Júlíus Vífill sagður hafa viðurkennt að Panama-peningarnar væru eftirlaunasjóður Ingvars Helgasonar Borgarfulltrúinn fyrrverandi segir að um ósannindi sé að ræða og illmælgi. 18. maí 2016 21:09 Heimilt að láta rannsóknarfyrirtæki leita að týndum sjóðum Skiptastjóra dánarbús Ingvars Helgasonar og Sigríðar Guðmundsdóttur er heimilt að veita bresku rannsóknarfyrirtæki umboð til þess að leita að týndum sjóðum sem kunna að vera í eigu dánarbúsins. 7. febrúar 2017 15:15 Ágreiningur í erfðamálum fjölskyldu Júlíusar Vífils fer fyrir dóm Skiptastjóri hefur skotið ágreiningi um hvort að breskt rannsóknarfyrirtæki fái umboð til þess að leita að týndum sjóðum Ingvars Helgasonar og fjölskyldu til héraðsdóms. 7. september 2016 09:00 Segir systkinin hafa tekið tugi milljóna af bankareikningi móður sinnar Júlíus Vífill Ingvarsson segir ótrúlega ófyrirleitið að halda því fram að hann hafi með einhverjum hætti gengið í eða sölsað undir sig sjóði í eigu annarra. 19. maí 2016 09:57 Mest lesið Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Erlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Innlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Innlent Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Innlent Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Innlent Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Innlent Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Erlent Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Innlent Fleiri fréttir Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Staðan sé betri í dag en í fyrradag Eyðilegging eftir óveður og bolluóðir landsmenn Samfylkingin eykur fylgið Fékk blóðnasir í pontu Sögðu 23 starfsmönnum sláturhússins upp Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Vill flýta þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild að ESB Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Gulli hafi loksins unnið formannsslag Vonskuveður víða um land og Anora kom á óvart Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Ekki óvanalegt að kennarar fengju meiri hækkanir „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Svona skimarðu fyrir krabbameini í ristli heima hjá þér Telur að psilocybin og MDMA fái markaðsleyfi á næstu árum Segir reynsluna úr atvinnulífinu hafi skipt sköpum fyrir sigurinn Bein útsending: Daði situr fyrir svörum um styrkjamálið Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Sóttu mann í ógöngum á Hólmatindi Sjá meira
Júlíus Vífill sagður hafa viðurkennt að Panama-peningarnar væru eftirlaunasjóður Ingvars Helgasonar Borgarfulltrúinn fyrrverandi segir að um ósannindi sé að ræða og illmælgi. 18. maí 2016 21:09
Heimilt að láta rannsóknarfyrirtæki leita að týndum sjóðum Skiptastjóra dánarbús Ingvars Helgasonar og Sigríðar Guðmundsdóttur er heimilt að veita bresku rannsóknarfyrirtæki umboð til þess að leita að týndum sjóðum sem kunna að vera í eigu dánarbúsins. 7. febrúar 2017 15:15
Ágreiningur í erfðamálum fjölskyldu Júlíusar Vífils fer fyrir dóm Skiptastjóri hefur skotið ágreiningi um hvort að breskt rannsóknarfyrirtæki fái umboð til þess að leita að týndum sjóðum Ingvars Helgasonar og fjölskyldu til héraðsdóms. 7. september 2016 09:00
Segir systkinin hafa tekið tugi milljóna af bankareikningi móður sinnar Júlíus Vífill Ingvarsson segir ótrúlega ófyrirleitið að halda því fram að hann hafi með einhverjum hætti gengið í eða sölsað undir sig sjóði í eigu annarra. 19. maí 2016 09:57