Líklega töluð tíu til tólf tungumál Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 16. mars 2017 09:30 Nemendur úr Fjölbraut í Breiðholti verða gestgjafar á tungumálastefnumótinu. Stefnumót tungumála verður haldið í Borgarbókasafninu í Gerðubergi, menningarhúsi í Breiðholti, í dag klukkan 16.30, nánar tiltekið í kaffihúsinu Cocina Rodriguez sem nýlega var opnað þar á efri hæðinni, á sama stað og fyrri veitingastaðir hafa verið. Gestgjafar að þessu sinni eru nemendur úr Fjölbrautaskólanum í Breiðholti sem ætla að veita gestum innsýn í tungumál og menningu sem þeir tengjast utan Íslands. Aðrir áhugasamir geta einnig slegist í hópinn og kynnt sitt móðurmál, að sögn Kristínar R. Vilhjálmsdóttur, verkefnastjóra fjölmenningar á vegum safnsins. „Café Lingua er verkefni sem hefur fengið vængi og í þetta sinn erum við að fá Fjölbrautaskólann í Breiðholti til samstarfs, það er mjög spennandi,“ segir hún og heldur áfram. „Sextán nemendur munu taka þátt og líklega verða töluð tíu til tólf tungumál því í hópnum eru nokkrir Nepalar. Þeir búa nefnilega æði margir í Breiðholtinu. Svo eru íslenskir krakkar sem hafa búið lengi erlendis, til dæmis tvær stúlkur sem áttu heima í Danmörku þegar þær voru litlar. Við gleymum því stundum að mörg íslensk ungmenni eiga þann fjársjóð að kunna annað tungumál en íslenskuna,“ segir Kristín og tekur fram að nemendurnir hafi verið mjög áhugasamir um undirbúninginn og duglegir að fræða hver annan um lífið í sínu ættlandi. Hingað til hafa þátttakendur í Café Lingua ýmist verið almennir borgarar eða háskólastúdentar, bæði erlendir og íslenskir, að sögn Kristínar sem tekur fram að allir séu velkomnir, bæði til að hlusta og miðla tungumálum.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 16. mars 2017 Lífið Mest lesið Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Lífið Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Lífið Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Lífið „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Lífið Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Lífið Jiggly Caliente dragdrottning látin Lífið Björn plokkar í stað Höllu Lífið Halla og Biden hittust í útför páfans Lífið Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Lífið Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Lífið Fleiri fréttir Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Jiggly Caliente dragdrottning látin „Prófið að plokka og sjáið árangurinn“ Björn plokkar í stað Höllu „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Krakkatían: Pokémon, spænska og hjólreiðakeppni Halla og Biden hittust í útför páfans Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Fréttatía vikunnar: Frans páfi, Kaffi kjós og tónleikar Hildur Vala og Mikael Kaaber í aðalhlutverkum Moulin Rouge Vonast til að fá fullkomna sundlaug í Reykjadal Raf- og danstónlistarveisla í Austurbæjarbíó Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Sérfræðingar deila um typpi refilsins en Sigríður Hagalín er búin að telja Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Glæsihús á Seltjarnarnesi á 240 milljónir Fór í tvær lýtaaðgerðir á sama deginum Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Öskurdrottningin Lar Park Lincoln er látin Sautján langveik börn fengu ferðastyrk Syngja Húsavík á Húsavík með stúlknakórnum Laufey og Júnía fögnuðu afmælisdeginum í Disney-garðinum Egill Logi Jónasson valinn bæjarlistamaður Akureyrar Frægustu vinslit Íslandssögunnar Stefán Einar og Sara Lind í sundur Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Tólf og þrettán ára fatahönnuðir á Akureyri slá í gegn Sjá meira
Stefnumót tungumála verður haldið í Borgarbókasafninu í Gerðubergi, menningarhúsi í Breiðholti, í dag klukkan 16.30, nánar tiltekið í kaffihúsinu Cocina Rodriguez sem nýlega var opnað þar á efri hæðinni, á sama stað og fyrri veitingastaðir hafa verið. Gestgjafar að þessu sinni eru nemendur úr Fjölbrautaskólanum í Breiðholti sem ætla að veita gestum innsýn í tungumál og menningu sem þeir tengjast utan Íslands. Aðrir áhugasamir geta einnig slegist í hópinn og kynnt sitt móðurmál, að sögn Kristínar R. Vilhjálmsdóttur, verkefnastjóra fjölmenningar á vegum safnsins. „Café Lingua er verkefni sem hefur fengið vængi og í þetta sinn erum við að fá Fjölbrautaskólann í Breiðholti til samstarfs, það er mjög spennandi,“ segir hún og heldur áfram. „Sextán nemendur munu taka þátt og líklega verða töluð tíu til tólf tungumál því í hópnum eru nokkrir Nepalar. Þeir búa nefnilega æði margir í Breiðholtinu. Svo eru íslenskir krakkar sem hafa búið lengi erlendis, til dæmis tvær stúlkur sem áttu heima í Danmörku þegar þær voru litlar. Við gleymum því stundum að mörg íslensk ungmenni eiga þann fjársjóð að kunna annað tungumál en íslenskuna,“ segir Kristín og tekur fram að nemendurnir hafi verið mjög áhugasamir um undirbúninginn og duglegir að fræða hver annan um lífið í sínu ættlandi. Hingað til hafa þátttakendur í Café Lingua ýmist verið almennir borgarar eða háskólastúdentar, bæði erlendir og íslenskir, að sögn Kristínar sem tekur fram að allir séu velkomnir, bæði til að hlusta og miðla tungumálum.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 16. mars 2017
Lífið Mest lesið Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Lífið Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Lífið Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Lífið „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Lífið Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Lífið Jiggly Caliente dragdrottning látin Lífið Björn plokkar í stað Höllu Lífið Halla og Biden hittust í útför páfans Lífið Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Lífið Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Lífið Fleiri fréttir Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Jiggly Caliente dragdrottning látin „Prófið að plokka og sjáið árangurinn“ Björn plokkar í stað Höllu „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Krakkatían: Pokémon, spænska og hjólreiðakeppni Halla og Biden hittust í útför páfans Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Fréttatía vikunnar: Frans páfi, Kaffi kjós og tónleikar Hildur Vala og Mikael Kaaber í aðalhlutverkum Moulin Rouge Vonast til að fá fullkomna sundlaug í Reykjadal Raf- og danstónlistarveisla í Austurbæjarbíó Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Sérfræðingar deila um typpi refilsins en Sigríður Hagalín er búin að telja Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Glæsihús á Seltjarnarnesi á 240 milljónir Fór í tvær lýtaaðgerðir á sama deginum Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Öskurdrottningin Lar Park Lincoln er látin Sautján langveik börn fengu ferðastyrk Syngja Húsavík á Húsavík með stúlknakórnum Laufey og Júnía fögnuðu afmælisdeginum í Disney-garðinum Egill Logi Jónasson valinn bæjarlistamaður Akureyrar Frægustu vinslit Íslandssögunnar Stefán Einar og Sara Lind í sundur Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Tólf og þrettán ára fatahönnuðir á Akureyri slá í gegn Sjá meira