Chris Forsberg driftar upp fjall Finnur Thorlacius skrifar 15. mars 2017 13:45 Bandaríski ökumaðurinn Chris Forsberg er ekki ókunnugur driftinu en hann keppir í Formula Drift Series og er ekki síður þekktur fyrir myndskeið á netinu eins og þetta. Honum var falið að fara upp fjallveg í Onion dalnum í Kaliforníu um daginn án þess að hafa ekið leiðina áður. Ekki stöðvaði það Forsberg í að fara upp fjallið meira og minna á hlið og voru taktar hans myndaðir í bak og fyrir. Bíllinn sem Chris Forsberg ekur er Nissan 370Z með veltibúri, sex punkta öryggisbelti og vökvadrifinni handbremsu, en það stjórntæki er uppáhald driftarans. Nissan bíllinn er með V8 vél og er ríflega 1.000 hestöfl svo ekki skorti aflið til að skila sér upp fjallið en hætt er við því að Hankook dekkin sem voru undir bíl hans hafi mátt muna fífil sinn fegurri eftir æfingar Forsberg þessu sinni. Enginn þarf að efast um hæfileika Forsberg við driftið eftir að hafa séð þessa takta. Mest lesið Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Erlent Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Innlent Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Erlent „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Innlent Titringur á Alþingi Innlent Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Erlent Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti Innlent Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Innlent
Bandaríski ökumaðurinn Chris Forsberg er ekki ókunnugur driftinu en hann keppir í Formula Drift Series og er ekki síður þekktur fyrir myndskeið á netinu eins og þetta. Honum var falið að fara upp fjallveg í Onion dalnum í Kaliforníu um daginn án þess að hafa ekið leiðina áður. Ekki stöðvaði það Forsberg í að fara upp fjallið meira og minna á hlið og voru taktar hans myndaðir í bak og fyrir. Bíllinn sem Chris Forsberg ekur er Nissan 370Z með veltibúri, sex punkta öryggisbelti og vökvadrifinni handbremsu, en það stjórntæki er uppáhald driftarans. Nissan bíllinn er með V8 vél og er ríflega 1.000 hestöfl svo ekki skorti aflið til að skila sér upp fjallið en hætt er við því að Hankook dekkin sem voru undir bíl hans hafi mátt muna fífil sinn fegurri eftir æfingar Forsberg þessu sinni. Enginn þarf að efast um hæfileika Forsberg við driftið eftir að hafa séð þessa takta.
Mest lesið Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Erlent Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Innlent Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Erlent „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Innlent Titringur á Alþingi Innlent Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Erlent Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti Innlent Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Innlent