Flest allir styðjast við hefðbundnar aðferðir eins og blaða og netauglýsingar. Það á ekki við um hollenska bankann sem vildi fara frumlega leið í sölu á fasteign.
Bankinn gerði sér lítið fyrir og reisti rússíbanabraut í kringum allt húsið og einnig inni í því öllu.
Myndband af rússíbananum má sjá á Facebook-síðu Viral Thread en það er svo sannarlega frumlegt og skemmtilegt.