Kínversk eftiröpun Volkswagen Up! Finnur Thorlacius skrifar 14. mars 2017 15:18 Gengu svo langt í eftiröpuninni að hafa örlítið breytt merki Volkswagen fremst á bílnum. Það er ekki að spyrja að dirfskunni, eða öllu heldur óforskömmuheitunum þegar kemur að því að apa eftir hönnun annarra bílaframleiðenda í Kína. Hver bíllinn á fætur öðrum hefur sprottið úr hinum ýmsu verksmiðjum í Kína þar sem fyrirmyndin eru þekktar bílgerðir annarra framleiðenda. Hér sést ein þeirra, sem er eftiröpun Volkswagen Up! bílsins. Í Kína er til sérstakur flokkur bíla sem framleiddir eru með smáum og afllitlum rafmótorum og kallast LSEV (Low Speed Electric Vehicle) og þessi eftiröpun Up! er þannig bíll. Slíkir bílar eru gjarnan ekki með meiri drægni en 70 kílómetrar og um 10 hestöfl. Þessi flokkur bíla telst ekki með annarri hefðbundinni bílaframleiðslu og er framleiðsla þeirra ólögleg á sumum svæðum í Kína, meðal annars í Shanghai. Framleiðsla þeirra er þó látin óátalin víða og þessir bílar eru margir hverjir alger eftiröpun þekktra bíl, helst evrópskra bíla. Það eru sérstök fyrirtæki sem smíða yfirbyggingu þessara bíla og selja þá til annarra fyrirtækja, með ólíka mikla virðingu fyrir hönnun annarra, sem setja svo í þá drifrásina og selja fyrir lágt verð. Myndin sem sést hér sýnir að framleiðandi hans gekk svo langt að apa líka svo til alveg eftir merki Volkswagen. Mest lesið Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Erlent Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Innlent Stóru eldarnir enn hömlulausir Erlent Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Erlent Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Erlent „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Innlent Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Erlent Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Erlent
Það er ekki að spyrja að dirfskunni, eða öllu heldur óforskömmuheitunum þegar kemur að því að apa eftir hönnun annarra bílaframleiðenda í Kína. Hver bíllinn á fætur öðrum hefur sprottið úr hinum ýmsu verksmiðjum í Kína þar sem fyrirmyndin eru þekktar bílgerðir annarra framleiðenda. Hér sést ein þeirra, sem er eftiröpun Volkswagen Up! bílsins. Í Kína er til sérstakur flokkur bíla sem framleiddir eru með smáum og afllitlum rafmótorum og kallast LSEV (Low Speed Electric Vehicle) og þessi eftiröpun Up! er þannig bíll. Slíkir bílar eru gjarnan ekki með meiri drægni en 70 kílómetrar og um 10 hestöfl. Þessi flokkur bíla telst ekki með annarri hefðbundinni bílaframleiðslu og er framleiðsla þeirra ólögleg á sumum svæðum í Kína, meðal annars í Shanghai. Framleiðsla þeirra er þó látin óátalin víða og þessir bílar eru margir hverjir alger eftiröpun þekktra bíl, helst evrópskra bíla. Það eru sérstök fyrirtæki sem smíða yfirbyggingu þessara bíla og selja þá til annarra fyrirtækja, með ólíka mikla virðingu fyrir hönnun annarra, sem setja svo í þá drifrásina og selja fyrir lágt verð. Myndin sem sést hér sýnir að framleiðandi hans gekk svo langt að apa líka svo til alveg eftir merki Volkswagen.
Mest lesið Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Erlent Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Innlent Stóru eldarnir enn hömlulausir Erlent Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Erlent Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Erlent „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Innlent Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Erlent Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Erlent