Hagræðingin er að heppnast Jón Sigurður Eyjólfsson skrifar 14. mars 2017 07:00 1) Það eru ekki lengur til sveitabæir heldur aðeins fá og stór iðnaðarbýli.2) Lítil þorp eru að verða sumarhúsabyggðir fyrir okkur þar sem ekki þarf að eyða í þjónustu eins og skóla og sveitarstjórnir. Víða þrjóskast menn þó við, svo þetta getur tekið tíma.3) Litlu matvöruverslanirnar eru horfnar. Nú eru fáar stórar verslunarkeðjur einar um fjörið.4) Litlu útgerðirnar og frystihúsin eru næstum öll horfin. Nú sjá risarnir um að veiða og verka með tilhlýðilegri hagkvæmni.5) Allt er að fara í stærri einingar sem risastóru einingarnar okkar taka síðan yfir.6) Unnið er að því með vilhöllum stjórnmálamönnum að taka yfir þá þætti heilbrigðis-, mennta- og samgöngumála sem hagnast má á.7) Reiðufé er að hverfa og ef allt gengur eftir mun fólk ekki geta borgað barnapíunni án þess að við fáum þóknun. Þá getum við líka stjórnað því betur hvað fólk gerir við sitt fé. Nei, ég meina okkar fé.8) Skattaskjólin standa styrk eftir nokkurn ágang. Verið er að vinna í að svona lekar endurtaki sig ekki.9) Verið er að vinna í því líka að fá páfann til að halda kjafti.10) Brauðs- og leikaaðferðin gerir það gott. Fólk fettir ekki fingur út í ranglætið meðan það er með fullan maga og getur gleymt sér við innihaldsrýra skemmtan.11) Síðasta hrun gagnaðist vel við að endurheimta fé og koma því á færri hendur.12) Við erum að ná völdum og þegar TISA-samningurinn verður fullkomlega innleiddur verða stjórnmálaöfl ekki lengur til trafala.13) En ekki er kálið sopið þó í pottana sé komið. Enn á fátækari helmingur jarðar á við átta okkar. Það er því nóg til að hagræða enn. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Sigurður Eyjólfsson Mest lesið Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun Þátttökuverðlaun Þórdísar Ragnar Þór Pétursson Skoðun Er ég ömurlegt foreldri ef ég segi nei við barnið mitt? Stefán Þorri Helgason Skoðun Ákall til ESB-sinna: Hvar eru undanþágurnar? Einar Jóhannes Guðnason Skoðun Vindorkuvæðing í skjóli nætur Kristín Helga Gunnarsdóttir Skoðun Fjármálaráðherra búinn að segja A Ögmundur Jónasson Skoðun Ótryggt aðgengi á Veðurstofureit Friðjón R. Friðjónsson Skoðun Hagfræði-tilgáta ómeðtekin Karl Guðlaugsson Skoðun Byggjum fyrir eldra fólk, ekki ungt Ólafur Margeirsson Skoðun Stattu vörð um launin þín Davíð Aron Routley Skoðun
1) Það eru ekki lengur til sveitabæir heldur aðeins fá og stór iðnaðarbýli.2) Lítil þorp eru að verða sumarhúsabyggðir fyrir okkur þar sem ekki þarf að eyða í þjónustu eins og skóla og sveitarstjórnir. Víða þrjóskast menn þó við, svo þetta getur tekið tíma.3) Litlu matvöruverslanirnar eru horfnar. Nú eru fáar stórar verslunarkeðjur einar um fjörið.4) Litlu útgerðirnar og frystihúsin eru næstum öll horfin. Nú sjá risarnir um að veiða og verka með tilhlýðilegri hagkvæmni.5) Allt er að fara í stærri einingar sem risastóru einingarnar okkar taka síðan yfir.6) Unnið er að því með vilhöllum stjórnmálamönnum að taka yfir þá þætti heilbrigðis-, mennta- og samgöngumála sem hagnast má á.7) Reiðufé er að hverfa og ef allt gengur eftir mun fólk ekki geta borgað barnapíunni án þess að við fáum þóknun. Þá getum við líka stjórnað því betur hvað fólk gerir við sitt fé. Nei, ég meina okkar fé.8) Skattaskjólin standa styrk eftir nokkurn ágang. Verið er að vinna í að svona lekar endurtaki sig ekki.9) Verið er að vinna í því líka að fá páfann til að halda kjafti.10) Brauðs- og leikaaðferðin gerir það gott. Fólk fettir ekki fingur út í ranglætið meðan það er með fullan maga og getur gleymt sér við innihaldsrýra skemmtan.11) Síðasta hrun gagnaðist vel við að endurheimta fé og koma því á færri hendur.12) Við erum að ná völdum og þegar TISA-samningurinn verður fullkomlega innleiddur verða stjórnmálaöfl ekki lengur til trafala.13) En ekki er kálið sopið þó í pottana sé komið. Enn á fátækari helmingur jarðar á við átta okkar. Það er því nóg til að hagræða enn.
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun