Óvenjulegt bílastæði Finnur Thorlacius skrifar 13. mars 2017 11:05 Líklegt má telja að meiningin hafi ekki verið að leggja þessum bíl þarna, en almennt teljast húsþök ekki góð bílastæði. Hinn óheppni ökumaður þessa Honda CR-V bíls í Taizhou í Kína hafði örugglega í huga að enda bílferð sína annarsstaðar en á þaki þessa húss. Það sem olli veru bílsins á þessum óvenjulega stað, eftir útskýringum ökumannsins, var aðkomandi bíll sem hann þurfti að sveigja fyrir. Með því missti hann stjórn á eigin bíl sem fyrir vikið endaði á þessum óvenjulega stað. Ökumanninum varð ekki meint af en það þurfti stiga til að koma honum ofan af þakinu. Það þurfti svo stóran krana til að koma bílnum ofan af þaki hússins, en allt sést þetta best með því að smella á myndskeiðið hér að ofan. Mest lesið Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Innlent Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Innlent Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Innlent Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Innlent Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Erlent Telja að eitt prósent þjóðarinnar sé haldið barnagirnd Innlent Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið Innlent Hópslysaáætlun virkjuð á Snæfellsnesi Innlent Maður dvaldi í Alþingishúsinu yfir nótt Innlent Tvö ár liðin frá árásum Hamas á Ísrael Erlent
Líklegt má telja að meiningin hafi ekki verið að leggja þessum bíl þarna, en almennt teljast húsþök ekki góð bílastæði. Hinn óheppni ökumaður þessa Honda CR-V bíls í Taizhou í Kína hafði örugglega í huga að enda bílferð sína annarsstaðar en á þaki þessa húss. Það sem olli veru bílsins á þessum óvenjulega stað, eftir útskýringum ökumannsins, var aðkomandi bíll sem hann þurfti að sveigja fyrir. Með því missti hann stjórn á eigin bíl sem fyrir vikið endaði á þessum óvenjulega stað. Ökumanninum varð ekki meint af en það þurfti stiga til að koma honum ofan af þakinu. Það þurfti svo stóran krana til að koma bílnum ofan af þaki hússins, en allt sést þetta best með því að smella á myndskeiðið hér að ofan.
Mest lesið Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Innlent Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Innlent Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Innlent Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Innlent Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Erlent Telja að eitt prósent þjóðarinnar sé haldið barnagirnd Innlent Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið Innlent Hópslysaáætlun virkjuð á Snæfellsnesi Innlent Maður dvaldi í Alþingishúsinu yfir nótt Innlent Tvö ár liðin frá árásum Hamas á Ísrael Erlent