Allt kapp lagt á leit að Arturi Hulda Hólmkelsdóttir og Nadine Guðrún Yaghi skrifa 12. mars 2017 19:45 Formleg leit hófst í dag að Arturi Jarmoszko, 25 ára karlmanni frá Póllandi, og leituðu hátt í 70 björgunarsveitarmenn á stóru svæði í kring um vesturbæ Kópavogs. Ekkert hefur spurst til Arturs síðan um mánaðamót. Um hádegisbil í dag voru voru björgunarsveitir á höfuðborgarsvæðinu kallaðar út. Upphafsstaður leitarinnar er Kársnes í Kópavogi, en símagögn sem lögregla hefur aflað benda til þess að sími Arturs hafi verið þar nóttina sem hann hvarf. Leitað var í Kársnesi og meðfram strandlengjunni þar en leitarsvæðið nær allt frá Gróttu að Álftanesi. Leitað er í bátum, með drónum auk þess sem gengið er meðfram ströndinni. Þá var leit hafin í Öskjuhlíð seinnipartinn í dag. Fjölskylda og vinir Arturs tóku þátt í leitinni. Einnig tók þyrla landhelgisgæslunnar þátt í leitinni í dag. „Við erum emð símagögn sem sýna síma hans koma inn á farsímasendi í vesturbæ Kópavogs og við höfum miðað leitina 360 gráður út frá þeim sendi. Hóparnir eru búnir að fara yfir stóran hluta af þessum svæðum. Við bíðum nú eftir nánari símagögnum og þau koma vonandi fyrir kvöldið og segja okkur eitthvað annars tökum við stöðuna einhverntíman eftir kvöldmat,“ segir Ásgeir Þór Ásgeirsson. Þann 28. febrúar tók Artur strætó í miðbæ Reykjavíkur úr Breiðholti þar sem hann býr. Hann tók út alla þá fjárhæð sem hann átti á reikningum sínum en mun sú fjárhæð hafa verið óveruleg að sögn lögreglu. Hann sást síðast á eftirlitsmyndavél í Lækjargötu. Tæplega þremur tímum síðar tengist sími Arturs netinu í Kópavogi en eftir það slökknar á símanum. Artur hefur búið á Íslandi í um fimm ár. Tveir bræður Arturs búa einnig á Íslandi ásamt fleiri fjölskyldumeðlimum. Ástæða þess að lögreglan fékk ekki leitarbeiðni fyrr en síðastliðinn fimmtudag, eða rúmri viku eftir að hann hvarf, er sú að fjölskylda hans vissi ekki að hann væri horfinn fyrir þann tíma en þau hafa ekki átt í miklum samskiptum við hann upp á síðkastið. Ásgeir segir að það geri lögreglunni erfiðara fyrir hve seint hún fékk upplýsingar um hvarfið. „Við erum með svolítið kalda slóð en það er ekkert til að draga úr okkur og við leggjum allt kapp á þetta mál,“ segir Ásgeir. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær sögðust þau telja nánast útilokað að um sjálfsvíg væri að ræða. Þau óttist að honum hafi verið unnið mein. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu vinnur nú að rannsókn málsins og er enn verið að vinna úr gögnum úr síma og fartölvu Arturs. Guðmundur Páll Jónsson, sem stýrir rannsókn málsins, segir rannsókninni miða vel. „Við erum búin að staðsetja hann núna, hvar hann sást síðast, í vesturbæ Kópavogs og þar var leitað í dag og leitað fram eftir kvöldi," segir Guðmundur Páll. „Við erum að afla upplýsinga. Við erum að fá tölvupósta frá fólki úti í bæ og svo erum við að reyna að afla upptökum frá fyrirtækjum í vesturbæ Kópavogs. Ég vil endilega hvetja eigendur fyrirtækja sem eru með upptökur á sínum húsum að hafa samband við okkur svo við getum hugsanlega nýtt þær í rannsókn á þessu mannshvarfi.“ Mest lesið Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Innlent Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Erlent Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Innlent Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Erlent „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Innlent Þyngdu dóm fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot Innlent Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Innlent Fleiri fréttir Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Kanna hug Grindvíkinga til framtíðar í Grindavík Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Þyngdu dóm fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Skildi vegabréfið eftir „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Ísland útsöluvara í norrænum samanburði Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ „Stórmerkileg niðurstaða“ í nýrri könnun Hilda Jana fer ekki aftur fram fyrir Samfylkingu á Akureyri Kjaradeilu flugumferðarstjóra og Isavia vísað til gerðardóms Sex ára dómur yfir Jóni Inga höfuðpaur stendur Funduðu um Bergið en samningurinn liggur ekki fyrir Mæðgurnar svöruðu engu Útlendingar 69 prósent nýrra íbúa frá 2017 Skúli sækist eftir 2. sæti Bein útsending: Kynnir skýrslu um þróun útgáfu dvalarleyfa Stofnaði Örninn fyrir tíu ára ömmustelpu í sorg Vill svara ESB með tollahækkun Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Ungu fólki í endurhæfingu vegna offitu fjölgar Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Sjá meira
Formleg leit hófst í dag að Arturi Jarmoszko, 25 ára karlmanni frá Póllandi, og leituðu hátt í 70 björgunarsveitarmenn á stóru svæði í kring um vesturbæ Kópavogs. Ekkert hefur spurst til Arturs síðan um mánaðamót. Um hádegisbil í dag voru voru björgunarsveitir á höfuðborgarsvæðinu kallaðar út. Upphafsstaður leitarinnar er Kársnes í Kópavogi, en símagögn sem lögregla hefur aflað benda til þess að sími Arturs hafi verið þar nóttina sem hann hvarf. Leitað var í Kársnesi og meðfram strandlengjunni þar en leitarsvæðið nær allt frá Gróttu að Álftanesi. Leitað er í bátum, með drónum auk þess sem gengið er meðfram ströndinni. Þá var leit hafin í Öskjuhlíð seinnipartinn í dag. Fjölskylda og vinir Arturs tóku þátt í leitinni. Einnig tók þyrla landhelgisgæslunnar þátt í leitinni í dag. „Við erum emð símagögn sem sýna síma hans koma inn á farsímasendi í vesturbæ Kópavogs og við höfum miðað leitina 360 gráður út frá þeim sendi. Hóparnir eru búnir að fara yfir stóran hluta af þessum svæðum. Við bíðum nú eftir nánari símagögnum og þau koma vonandi fyrir kvöldið og segja okkur eitthvað annars tökum við stöðuna einhverntíman eftir kvöldmat,“ segir Ásgeir Þór Ásgeirsson. Þann 28. febrúar tók Artur strætó í miðbæ Reykjavíkur úr Breiðholti þar sem hann býr. Hann tók út alla þá fjárhæð sem hann átti á reikningum sínum en mun sú fjárhæð hafa verið óveruleg að sögn lögreglu. Hann sást síðast á eftirlitsmyndavél í Lækjargötu. Tæplega þremur tímum síðar tengist sími Arturs netinu í Kópavogi en eftir það slökknar á símanum. Artur hefur búið á Íslandi í um fimm ár. Tveir bræður Arturs búa einnig á Íslandi ásamt fleiri fjölskyldumeðlimum. Ástæða þess að lögreglan fékk ekki leitarbeiðni fyrr en síðastliðinn fimmtudag, eða rúmri viku eftir að hann hvarf, er sú að fjölskylda hans vissi ekki að hann væri horfinn fyrir þann tíma en þau hafa ekki átt í miklum samskiptum við hann upp á síðkastið. Ásgeir segir að það geri lögreglunni erfiðara fyrir hve seint hún fékk upplýsingar um hvarfið. „Við erum með svolítið kalda slóð en það er ekkert til að draga úr okkur og við leggjum allt kapp á þetta mál,“ segir Ásgeir. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær sögðust þau telja nánast útilokað að um sjálfsvíg væri að ræða. Þau óttist að honum hafi verið unnið mein. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu vinnur nú að rannsókn málsins og er enn verið að vinna úr gögnum úr síma og fartölvu Arturs. Guðmundur Páll Jónsson, sem stýrir rannsókn málsins, segir rannsókninni miða vel. „Við erum búin að staðsetja hann núna, hvar hann sást síðast, í vesturbæ Kópavogs og þar var leitað í dag og leitað fram eftir kvöldi," segir Guðmundur Páll. „Við erum að afla upplýsinga. Við erum að fá tölvupósta frá fólki úti í bæ og svo erum við að reyna að afla upptökum frá fyrirtækjum í vesturbæ Kópavogs. Ég vil endilega hvetja eigendur fyrirtækja sem eru með upptökur á sínum húsum að hafa samband við okkur svo við getum hugsanlega nýtt þær í rannsókn á þessu mannshvarfi.“
Mest lesið Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Innlent Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Erlent Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Innlent Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Erlent „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Innlent Þyngdu dóm fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot Innlent Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Innlent Fleiri fréttir Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Kanna hug Grindvíkinga til framtíðar í Grindavík Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Þyngdu dóm fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Skildi vegabréfið eftir „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Ísland útsöluvara í norrænum samanburði Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ „Stórmerkileg niðurstaða“ í nýrri könnun Hilda Jana fer ekki aftur fram fyrir Samfylkingu á Akureyri Kjaradeilu flugumferðarstjóra og Isavia vísað til gerðardóms Sex ára dómur yfir Jóni Inga höfuðpaur stendur Funduðu um Bergið en samningurinn liggur ekki fyrir Mæðgurnar svöruðu engu Útlendingar 69 prósent nýrra íbúa frá 2017 Skúli sækist eftir 2. sæti Bein útsending: Kynnir skýrslu um þróun útgáfu dvalarleyfa Stofnaði Örninn fyrir tíu ára ömmustelpu í sorg Vill svara ESB með tollahækkun Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Ungu fólki í endurhæfingu vegna offitu fjölgar Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Sjá meira
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent