Konur fá tæp 9 prósent höfundarréttargjalda frá Stef: „Á stærstu miðlum landsins þá eru bara karlar sem ráða því hvað hlýtur spilun“ Nadine Guðrún Yaghi skrifar 10. mars 2017 20:00 Tæplega níu prósent höfundarréttargjalda til Stefs á Íslandi fara til kvenna og hefur sú tala lækkað síðustu ár. Á sama tíma fjölgar skráðum verkum kvenna hjá Stef. Formaður félags kvenna í tónlist segir að aðgerða sé þörf. Að undanförnu hafa konur í tónlist verið nokkuð mikið í umræðunni, meðal annars á samfélagsmiðlum. Félag kvenna í tónlist, eða KÍTÓN, hefur verið nokkuð áberandi í þeirri umræðu en konur í tónlist eru mun færri hér á landi en karlar. Lára Rúnarsdóttir, formaður KÍTÓN, segir sláandi hve lítinn hluti af höfundarréttargjöldum fari til kvenna en það eru þau gjöld sem tónlistarmenn eiga rétt á fyrir afritun og opinberan flutning á verkum þeirra. „Fyrir árið 2016 voru konur að fá 8,9 prósent af greiddum höfundarréttargjöldum frá Stefi. Það var 9,3 árið 2012 þannig þetta fer minnkandi sem er algjörlega í mótsögn við skráð verð því þeim fer fjölgandi hjá konum hjá Stefi,“ segir Lára. Þetta sé ein önnur birtingarmyndin af launamun kynjanna. „Stef greiðir bara eftir ákveðnum úthlutunarreglum og það miðast við spilaða tónlist í útvarpi. Þar liggur vandinn. Hjá útvarpsstöðvunum. Það er ekki verið að spila eins mikið af tónlist eftir konur. Við sjáum það bara á stærstu miðlum landsins, á X-inu, Fm 957 og Bylgjunni, þá eru bara karlar sem ráða því hvað hlýtur spilun,“ segir Lára. Lára segir að það þurfti að fara í markvissar aðgerðir til að auka sýnileika kvenna í tónlist. „Það virðist vera ákveðinn ótti við að beita kynjagleraugum við val því að gæði tónlistar er svo kynlaus finnst sumum en það er ótrúlega mikilvægt að leiðrétta skekkju sem er búin að vera frá örófi alda,“ segir Lára. Mest lesið Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Hitinn fór í 19,8 stig og desembermetið slegið Veður Seinfeld og Friends-leikari látinn Erlent Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Innlent Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Erlent Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Innlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Innlent Fleiri fréttir Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Sjá meira
Tæplega níu prósent höfundarréttargjalda til Stefs á Íslandi fara til kvenna og hefur sú tala lækkað síðustu ár. Á sama tíma fjölgar skráðum verkum kvenna hjá Stef. Formaður félags kvenna í tónlist segir að aðgerða sé þörf. Að undanförnu hafa konur í tónlist verið nokkuð mikið í umræðunni, meðal annars á samfélagsmiðlum. Félag kvenna í tónlist, eða KÍTÓN, hefur verið nokkuð áberandi í þeirri umræðu en konur í tónlist eru mun færri hér á landi en karlar. Lára Rúnarsdóttir, formaður KÍTÓN, segir sláandi hve lítinn hluti af höfundarréttargjöldum fari til kvenna en það eru þau gjöld sem tónlistarmenn eiga rétt á fyrir afritun og opinberan flutning á verkum þeirra. „Fyrir árið 2016 voru konur að fá 8,9 prósent af greiddum höfundarréttargjöldum frá Stefi. Það var 9,3 árið 2012 þannig þetta fer minnkandi sem er algjörlega í mótsögn við skráð verð því þeim fer fjölgandi hjá konum hjá Stefi,“ segir Lára. Þetta sé ein önnur birtingarmyndin af launamun kynjanna. „Stef greiðir bara eftir ákveðnum úthlutunarreglum og það miðast við spilaða tónlist í útvarpi. Þar liggur vandinn. Hjá útvarpsstöðvunum. Það er ekki verið að spila eins mikið af tónlist eftir konur. Við sjáum það bara á stærstu miðlum landsins, á X-inu, Fm 957 og Bylgjunni, þá eru bara karlar sem ráða því hvað hlýtur spilun,“ segir Lára. Lára segir að það þurfti að fara í markvissar aðgerðir til að auka sýnileika kvenna í tónlist. „Það virðist vera ákveðinn ótti við að beita kynjagleraugum við val því að gæði tónlistar er svo kynlaus finnst sumum en það er ótrúlega mikilvægt að leiðrétta skekkju sem er búin að vera frá örófi alda,“ segir Lára.
Mest lesið Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Hitinn fór í 19,8 stig og desembermetið slegið Veður Seinfeld og Friends-leikari látinn Erlent Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Innlent Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Erlent Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Innlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Innlent Fleiri fréttir Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Sjá meira