Fantasíuskotleikurinn Destiny kom út árið 2014 og á sér milljónir aðdáenda um allan heim. Þeir hafa beðið eftir frekari fréttum af framhaldi leiksins með mikilli eftirvæntingu og fengu loks eitthvað fyrir sinn snúð í dag.
Skammt er síðan myndum af plakötum fyrir Destiny 2 var lekið. Af þeim mátti ráða að útgáfudagur leiksins væri í september.
Í stuttu stiklunni hér fyrir neðan kemur fram að stikla í fullri lengd verði birt opinberlega á morgun, fimmtudaginn 30. mars.